Bæjarblaðið - 07.05.1981, Síða 7
barnmörgum fjölskyldum, enda
vinsæl fæða hjá börnum. Tog-
arafiskur, þótt góður sé, getur
aldrei komið í stað Faxaflóa-
ýsunnar að þessu leyti.
Hér er því um geysimikið
hagsmunamál íbúa á þessu
svæði að ræða og í sambandi
við dragnótaveiðar í Faxaflóa er
því mikilvægt hvernig ýsustofn-
inum reiðir af. Að skerða ýsu-
stofninn til að veiða kola, er að
hirða eyrinn en kasta krónunni.
Þá vil ég benda á, að þegar
dragnótaveiðar voru stundaðar
hér í flóanum, þá kom dragnótin
oft upp loðin af síldarhrognum,
eins og sjómenn, sem stundúðu
þessar veiðar orða það. Síldar-
stofninn við Suðvesturland hef-
ur rétt sig talsvert af á síðari
árum og eru bundnar miklar
vonir við hann, þegar hann nær
sér á strik að nýju. Óheiila-
vænlegt er því, að leyfa veiðar
í flóanum með veiðarfæri, sem
skemmir klak þess verðmæta
nytjafisks. Viðurkennt er, að
lúðustofninn sé ofveiddur, og í
greinargerð um tilraunir með
dragnótaveiðar er viðurkennt, að
skynsamlegum vörnum, varðandi
hann, verði ekki við komið. Ljóst
er því, að illa er vegið að þeirri
tegund.
Svo mikið hefur verið rætt og
ritað um verndun þorsksins
undanfarið, að ég tel óþarfa að
benda á nauðsyn þess, að hlífa
honum, en vil minna á, að í afla
dragnótaveiðibáta (kolaveiði-
báta) á tímabilinu 1960 til 1968,
þá var hlutdeild þorsksins í
aflasamsetningu verulegur og
var hann jafnan í öðru sæti,
næstur á eftir ýsunni.
Ein aðalröksemdin fyrir að
leyfa dragnótaveiðar í flóanum
hefur jafnan verið sú, að veiða
skarkola. í því sambandi er rétt
að minnast þess, að á árunum
1960 til 1968, var hlutdeild skar-
kolans í afla dragnótabáta, að-
, * V
Nokkrir smábátar í Akraneshöfn. Ef dragnót verður leyfð
í Faxaflóa á ný eru allar líkur á að ýsuveiði þessara báta
leggist niður.
eins 19% en uppistaðan í afla
þeirra var ýsa og þorskur, sem
nam um 75% aflans.
Ein aðalröksemd fyrir að drag-
nótaveiði valdi ekki spjöllum á
hinu þýðingarmikla uppeldis-
svæði, er stóri möskvinn. Ég vil
eindregið vara við að ofmeta
þann þátt, enda er viðurkennt
að hann hefur takmarkað gildi.
Ég bendi á, að algengt er að
hafrannsóknárstofnunin loki
ákveðnum svæðum fyrir togveið-
um, með sömu möskvastærð og
leyfa á í flóanum. Fetta þykir
sjálfsagður hlutur, enda er þess-
um svæðum lokað vegna þess,
eins og greint er frá í auglýs-
ingum, sem allir kannast við,
að athuganir hafa sýnt að mik-
ið af smáfiski er í afla tog-
skipa á viðkomandi svæði. En
hvernig stendur á því að mikið
magn af smáfiski er í aflanum?
Fessi skip nota jú sama möskv-
ann og nota á hér í flóanum og
smáfiskurinn á að sleppa í gegn-
um. Ekki eru sannfærandi rökin
um að mun meira af smáfiski
sleppi í gegnum sama möskv-
ann í dragnót. Hallast ég frek-
ar að því, sem sjómenn tjá mér,
Fasteignagjöld eða ehki?
Umræður í bæjarstjórn um gjaldafríðindi stjórn-
máiaflokka, oddfellowa og' frímúrara.
Á fundi bæjarstjórnar Akra-
ness þann 24. mars sl. kom
fram eftirfarandi tillaga:
„Bæjarstjórn Akraness sam-
þykkir að félagsheimilin fjögur,
sem tengd eru stjórnmálaflokk-
unum í bænum ásamt félags-
heimilum frímúrara og oddfell-
owa, greiði fasteignaskatt af
eignum sínum hinn sama og
greiddur er af venjulegu íbúðar-
húsnæði frá og með árinu
1981“.
Tillaga þessi var borin fram af
þeim Daníel Ágústínussyni og
Jóni Sveinssyni. Forseti bæjar-
stjórnar lagði til að tillögunni
yrði vísað til bæjarráðs, en
Daníel óskaði þá eftir nafnakalli
við atkvæðagreiðsluna. Eftirtald-
ir bæjarfulltrúar voru samþykkir
því að vísa tillögunni í bæjar-
ráð: Ríkharður Jónsson (A),
Guðmundur Vésteinsson (A),
Hörður Pálsson (S), Ólafur G.
að mestu ráði hvernig viðkom-
andi veiðarfæri sé beitt hverju
sinni.
Að lokum. vil ég benda á
að rannsóknir á áhrifum drag-
nótaveiða hafa nær eingöngu
beinst að því, að fylgjast með
afla og aflasamsetningu drag-
nótaveiðibátanna, sem tilrauna-
veiðar hafa stundað. Um áhrif
veiðarfærisins, sem dregið er
við botninn, á lífríkið á hinu
þýðingarmikla hrygningar- og
uppeldissvæði er lítið vitað, en
margt bendir til þess að þau
séu víðtæk og fyllsta ástæða
til að fara að öllu með gát. Sjó-
menn halda því t.d. fram að
dragnót drepi mikið af seiðum
og þyrfti að rannsaka þann þátt
sérstaklega.
Ég vil leyfa mér að skora á
Alþingismenn, að taka höndum
saman við þá þingmenn, sem
stóðu að hinni heiIladrjúgu frið-
un Faxaflóa árið 1952, fyrir drag-
nót og botnvörpu, og þá þing-
menn sem beittu sér fyrir frið-
un flóans, fyrir dragnótaveiðum
árið 1970 og löggjöf um það
árið 1976. Þeir þingmenn gerðu
sér grein fyrir óheillaáhrifum
dragnótaveiða á hið geysimikil-
væga uppeldissvæði nytjafiska
íslensku þjóðarinnar.
Frá ® - stuð
Ólafsson (S) og Valdimar
Indriðason (S). Þessir voru aftur
á móti andvígir því að vísa til-
lögunni í bæjarráð: Jón Sveins;
son (F), Daníel Ágústínusson
(F), Engilbert Guðmundsson
(AB) og Jóhann Ársælsson (AB).
Það var sem sagt samþykkt
að vísa tillögunni til bæjarráðs
með 5 atkvæðum gegn 4.
Eins og flestir Akurnesingar
muna var þessi gjöf til stjórn-
málaflokka og klúbba mikið
deiluefni á sínum tíma, og hef-
ur þessu máli oft skotið upp
síðan. Hér er um talsverðar
tekjur fyrir bæinn að ræða og
virðast þeir aðilar, sem þarna fá
góðan fjárstuðning, ekki vera á
flæðiskeri staddir fjárhagslega
ef litið er á húsakost þeirra.
Þess má geta að fyrir
skömmu var felld í borgarstjórn
Reykjavíkur tillaga um svona
fasteignaskattagjöf.
Nú er nýhafið annað starfsár
Styrktarfélags knattspyrnunnar
á Akranesi og af því tilefni vill
félagið beina því til bæjarbúa,
og annarra sem hafa áhuga á
því að knattspyrnan í bænum
verði betri, að gerast virkir fé-
lagar nú í sumar.
í sumar hefur mánaðargjaldið
verið ákveðið 70 krónur, sem
greiðist í fimm mánuði eða alls
350 krónur. Upphæðin var
ákveðin á almennum félags-
fundi 1. apríl sl., en slíkir fundir
verða haldnir hálfs mánaðarlega
í sumar. Fyrsta og þriðja
fimmtudag hvers mánaðar í
íþróttahúsinu og hefjast þeir
kl. 19.30.
Fjármunum þeim er meðlimir
félagsins leggja fram verður að-
allega varið til greiðslna á
vinnutapi leikmanna í meistara-
flokki vegna æfinga, sem munu
eins og í fyrra hefjast klukkan
17.00. í sumar hefur félagið
hugsað sér að borga vegna
þriggja æfinga í viku, en í fyrra
sumar var vinnutap vegna
tveggja æfinga greitt.
En þó meistaraflokkur sé að-
alverkefni félagsins, enda er
hann andlit knattspyrnunnar í
bænum út á við, má enginn
hanlda að Styrktarfélagið láti
yngri flokkana afskiptalausa. í
fyrra sumar færði félagið Ung-
lingaknattspyrnuráði alls 600
þúsund gamlar krónur til eigin
ráðstöfunnar. í sumar hyggst fé-
lagið stórauka styrki sína til
Unglingaknattspyrnuráðs, sem
vonandi skila sér í auknum
árangri yngri flokkanna.
En til að hrinda þessum hug-
myndum í framkvæmd verða
menn að vera með. Við skorum
því á alla knattspyrnuáhugamenn
á Akranesi og alla aðra sem
halda með ÍA-liðinu að fjöl-
menna í Styrktarfélag knatt-
spyrnunnar á Akranesi í sumar
og stuðla þannig að auknum
árangri allra flokka í knattspyrnu
Því fleiri félagar, því meira
er hægt að gera. Verið þvi með.
Þ.J.
Akurnesingar og aðrir
viðskiptavinir athugið!
Skóvinnustofan hættir frá og meS 25. maí
1981.
Vinsamlegast sækið skó og annað sem á stof-
unni er fyrir þann tíma.
Skóvinnustofan
Vesturgötu 46, Akranesi
7