Bæjarblaðið - 07.05.1981, Side 8
Hvers á höfnin að gjalda?
frh. af bls. 5
að með jarðýtu og minnti þetta
þá helst á afleggjara að sveita-
bæ, (þó varla hafi verið um æf-
ingu að ræða fyrir Fögrubrekku-
afleggjarannj síðan tók veðrið
við með úrkomu og rennsli
sem færði ofaníburðinn í höfn-
ina. Þarna var um þetta alkunna
bráðabirgðakák að ræða, sem
sjá má alltof víða. Far er pen-
ingum hent í einskisnýt verk
eftir duttlungum manna, sem
ekki virðast hafa vit á því sem
þeir eru að vinna. Nú mun eiga
að breyta stefnu efsta hluta
bryggjunnar og nota í uppfyll-
ingu nokkurra milljóna kerbotn
sem flanað var út í að steypa
með sýndarmennsku áhuga, og
var svo ekki hægt að nota eins
og frægt var á sínum tíma
(nokkurs konar Kröfluaðferðj.
Á fremsta hluta hafnargarðs
átti að koma Ijósamastur sem
búið er að liggja hjá Rafveit-
unni svo árum skiptir. En svo
mega menn sem þarna vinna
við afgreiðslu skipa og báta,
vera í hálfgerðu myrkri sem
gæti boðið hættunni heim, þar
sem bryggjukantar eru lágir og
eru næstum í kafi þegar snjór
og krap er svo menn geta varla
fótað sig við að taka á móti
þungum landfestum skipa, þar
sem litlu hefur mátt muna að
slys hlytist af. Þetta ófremdar-
ástand, sem sjá má á um 120 m
viðlegukanti er og hefur verið
til skammar, er hjá einni tekju-
hæstu höfn landsins sem mik-
ið hefur verið gumað af.
Það sem hér hefur verið drep-
á er lítið brot af því sem blasir
við, en ekki er hægt að fram-
kvæma að því er virðist sök-
um fjárskorts. En þess má geta
sem gert er þó ekki sé til fyrir-
myndar. Á sl. ári, var hafnsögu-
bátur tekinn á land til viðgerð-
ar sem tók 4 mánuði enda unn-
ið á tveimur stöðum með til-
heyrandi dýrum flutningum á
milli staða. En svo skeður það,
að það sem unnið var á fyrri
staðnum var rifið burt á þeim
seinni. Þar fuku kannski nokk-
ur þúsund. Hvað klössunin hefur
kostað er ekki vitað, en sökum
langrar frátafar hafnsögubáts
voru greiddar hátt í 2 millj. gkr.
fyrir bát og menn í hans stað,
en nóg um það, hafnarsjóður
borgar brúsann og enginn segir
neitt, enda ekki hægt að segja
að ráðamenn þvælist fyrir á
þeim stöðum sem unnið er á
vegum bæjarins.
Nú í vetur varð höfnin fyrir
stórtjóni en var þó vel sloppið
hjá því ef brim hefði fylgt þessu
mikla veðri.
Enmitt þetta óttuðust menn
sem hér þekkja til, að gæti
komið fyrir þegar þeir sáu rusl-
ið sem í þetta var keyrt og
kallað var kjarni. En fræðingar
áttu í fórum sínum teikningar
sem skyldi halda og mönnum
var bent á.
Það ætti því að vera hverjum
manni Ijóst, sem um þessi mál
Björn Pétursson:
Hin nýja stétt
í blaðinu Dögun hefur verið
tekin upp sú stefna af ritstjórn-
inni að reyna á lævísan hátt að
ata auri á mannorð samborgar-
anna. í fersku minni er árás á
lngjald Bogason, en nú er það
heil ætt, Grundarættinn — sem
vega skal að.
Til áréttingar er rétt í upp-
hafi að geta hverjir þetta eru,
en það eru börn Emilíu og Þórð-
ar heitins Ásmundssonar,
tengdabörn og niðjar þeirra.
Það virðist tilgangur smá-
klausu á öftustu síðu 3. tbl.
Dögunar að ófrægja félagsmála-
störf þessa fólks á liðnum árum,
eða gefa í skyn að þetta fólk
hafi verið með niðurrifsstörf á
því sviði, hvað má ekki lesa út
úr síðustu málsgrein klausunn-
ar
Mér er því spurn: Vilja kven-
félagssamtökin hér á Akranesi
samþykkja að störf Grundar-
systra hafi verið til óþurftar á
liðnum árum? Telur íþróttahreyf-
ingin að störf Grundarættarinn-
ar þar hafi verið til óþurftar?
Hvaða dóm leggja bæjarbúar á
öll félagsstörf Jóns heitins
8
Árnasonar, Alþingismanns, auk
starfa hans til að afla fjár til
Sjúkrahúss Akraness, hafnar-
gerðar hér og svo margs fleira
til uppbyggingar Akraness. Þau
munu fá félög hér á Akranesi
sem ekki hafa notið félagslyndi
og starfs fólks af Grundarætt-
inni.
Það er harkaleg árás, sem
þetta félagslynda fólk verður
fyrir í Dögun og virðist tilgang-
urinn augljós, — að bola þessu
fólki frá með því að skapa tor-
tryggni á störf þeirra.
Það kemur manni spánskt fyr-
ir sjónir að sjá í Dögun einn
bæjarfulltrúann gefa öðrum bæj-
arfulltrúum og samstarfsmönn-
um sínum siðgæðis-vottorð, og
stingur þetta í stúf við orðafar
Jóhanns Ársælssonar sem sýnir
hógværð og kurteisi eins og
svo margir aðrir sem skrifað
hafa í blöð Alþýðubandalagsins
á Akranesi nú og fyrr, en nú
virðist risin ný stétt innan
þessa flokks, sem hefur þörf
fyrir að upphefja sjálfa sig
með því að reyna að traðka á
oðrum.
hugsar í alvöru að þörf er að
á verði breyting og nýta verður
alla þá tekjumöguleika sem
höfnin á með réttu, því mörg
verkefni bíða. Hefðu ekki menn
komist þar í með fingurna og
unnið höfninni það óþurftarverk
sem þeir áttuðu sig ekki á
hvaða afleiðingar myndu hafa
þeim til lítils sóma eða álits-
auka. Vonandi erum við Akur-
nesingar einir á báti með að
eiga slíka afreksmenn sem
þannig vinna byggðalagi sínu
og einni okkar dýrmætustu eign,
höfninni.
En vissulega er ekki von á
góðu á meðan ráðamenn telja
að höfnin standi svo vel að
hana muni ekkert um jafnvel
tugi milljóna gkr. tekjumissi, þó
mannvirkin tali öðru máli ef
skoðuð eru.
Þess vegna er ekki óeðlilegt
að menn velti fyrir sér spurn-
ingum og langi til að vita. í
fyrsta lagi, hvort ráðamenn séu
staðráðnir í að halda áfram á
sömu óheillabraut hvað sem
fjárþörf hafnarinnar líður,. og
hvaða áföllum sem hún verður
fyrir.
í öðru lagi, hvort það sé í
þeirra augum meira virði fyrir
Akranes og þá dýrmætu eign
sem höfnin er og hefur átt sinn
stóra þátt í að skapa þá vel-
megun sem hér hefur verið með
aðstöðu fyrir þróttmikið atvinnu-
líf, að hún sé svipt tekjum í
sambandi við Akraborg í vax-
andi mæli með sömu aðferð og
gert hefur verið en horfa á
hafnarmannvirkin í stöðugt
versnandi ásigkomulagi vegna
getuleysis. Eiga skattgreiðendur
að trúa því að ráðamenn séu
Akranes - Nœrsveitir!
Leðurstólar — Furu sófasett og Hornsófar
Eldhúsborð og pinnastólar 6 gerðir
Svefnbekkir, 3 gerðir
Skrifborð og stólar
Veggskápaeiningar í unglingaherbergi
Stereoskápar, 4 gerðir
Fataskápar í einstaklingsherbergi
Eins manns rúm með stereoútvarpi og klukku
Ávallt eitthvað nýtt
STOFAN
Bárugötu 21 — Sími 1970
svo heillum horfnir að þeir sjái
ekki hvert stefnir.
Það var hygginna manna hátt-
ur að fara vel með og gæta
þess sem aflað var og mönnum
var trúað fyrir og þótti betra
hjá sjálfum sér að taka eftir
því sem ástæður leyfðu.
Það er liðin tíð eins og bent
hefur verið á, en meira hugsað
um snobb og allslags vitleysu
og leikaraskap sem tilheyrir nú-
tíma kerfi, hvort sem fjárhagur
leyfir eða ekki. Fylgifiskur þess
hugsunarháttar eru fleiri ferðir
í lánastofnanir til að kría út lán
sem kallar svo á hækkandi
skatta á almenning til að geta
staðið í skilum og dugir kannski
ekki til.
Þetta vrðist vera það lögmál
sem eftir er dansað nú á tímum.
Þeir sem ekki vilja sætta sig
við þann hrunadans eru taldir
gamaldags eða kannski annað
verra.
Af því sem hér hefur verið
sagt, finnst mér ráðamenn gætu
tekið sér í munn orð séra Sig-
valda í Manni og konu: „Nú
held ég að sé kominn tími til
að biðja Guð að hjálpa sér“.
Húsnœði
Fjölbrautaskólakennara vantar 4
-5 herbergja íbúð til leigu sem
allra fyrst. Getur greitt u.þ.b.
V2 ár fyrir fram. Upplýsingar i
síma 2598 og í Fjölbrautaskól-
anum sími 2544.
Til sölu
sem ný KPS eldavél. Upplýs-
ingar í síma 2204.
ÓDÝRT!
Happy stólar og borð
Skápaeiningar frá kr. 944,00 hver eining.
Til sýnis að Sóleyjargötu 6, Bólsturverkstæði.