Bæjarblaðið - 07.05.1981, Síða 12
Aukin þjónusta hér í bœ
Handboltafölk verðlaunað
Nýlega opnaði Karl Ragnarsson verslun og innrömmunarverk-
stæði að Skólabraut 25a, þar sem verslunin Ásberg var áður
til húsa. Karl hefur um árabil stundað innrammanir með sjó-
mennsku en hefur nú alfarið snúið sér að þessari iðju. Auk þess
að ramma inn myndir, hefur Karl á boðstólnum ýmsar tegundir
mynda, eftirprentanir og fleira.
Bæjablaðið óskar Karli til hamingju með verkstæðið og verslun-
ina og hvetur Akurnesinga til að notfæra sér þjónustu Karls.
Handknattleiksvertíðinni er nú alveg lokið. Fyrir skömmu verð-
launaði Handknattleiksráð leikmenn flokkanna 1980-81. Á meðfylgj-
andi mynd eru leikmenn yngri flokkanna, sem fengu verðlaun
sín afhent í hófi í Arnardal. Pjálfarar hvers flokks útnefndu besta
leikmann ársins. Verðlaunahafarnir eru, talið frá vinstri: Hilmar
Barðason, 5. fl. dr., Lárus Heiðarsson, 4. fl. dr., Pétur Björnsson
3. fl. dr. og Sigurlín Jónsdóttir 3. fl. st.
Eldri flokkarnir héldu síðan sitt lokahóf á Hótel Akranesi fyrir
skömmu og þar voru veittar viðurkenningar til leikmanna eldri
flokkanna. Fyrir valinu urðu: Pétur Ingólfsson mfl. karla, Kristín
Brandsdóttir mfl. kvenna, Kristín Reynisdóttir 2. fl. kvenna og
Hallgrímur Rögnvaldsson 2. fl. karla.
Frá Krabbameinsfélaginu
Aðalfundur Krabbameinsfélags
Akraness og nágrennis var hald-
inn 4. maí sl.
Eins og undanfarin ár hefur
félagið staðið fyrir rekstri leit-
arstöðvar, þar sem á síðastliðnu
ári voru skoðaðar 514 konur.
Ákveðið hefur verið að halda
almennan fræðslufund um
krabbameinsvarnir í síðari hluta
maímánaðar, og verður fundur-
inn auglýstur síðar.
Kaffisala verður á fundinum
og eru bæjarbúar eindregið
hvattir til þess að koma á fund-
inn.
(fréttatilkynning).
AKRANESKAUPSTAÐUR
Starf bókavarðar
Auglýst er laust til umsóknar starf bókavarð-
ar (forstöðumaður) við Bæjar- og héraðs-
bókasafnið á Akranesi.
Upplýsingar um starfið veitir formaður bóka-
safnsstjórnar, Önundur Jónsson, sími 2268.
Umsóknarfrestur er til 20. maí 1981.
Bókasafnsstjórn.
Bæjarblaðið eykur nmsvifin
Prentsmiðjan Prentbær sf.,
sem m.a. hefur prentað Bæjar-
blaðið undanfarin ár, mun hætta
störfum á næstu dögum.
Bæjarblaðið hefur hingað til
haft sitt aðsetur hjá Prentbæ,
afgreiðslu o.fl. en er nú á hrak-
hólum með húsnæði fyrir þá
starfsemi. Fjölmargir bæjarbúar
hafa undanfarið spurt útgefend-
blaðsins hvort það hætti að
koma út þegar Prentbær hættir.
Því er til að svara að Bæjar-
blaðið er síður en svo hætt að
koma út og er jafnvel ráðgert
að fjölga útkomudögum. En sem
sagt, stóra málið nú er að hús-
næði vantar fyrir ritstjórnar-
skrifstofu og afgreiðslu.
Akranes - Nærsveitir!
Arabia salerni kr. 1.896,00
Handlaugar, 2 stærðir kr. 382,00 og 340,00
Z-brautir — kappar — borðar og hjól
Verkfæri — spónaplötur og m.m. fl.
TrésmiSja
Sigurjóns & Þorbergs hf.
Byggingavörudeild sími 2722
Þjóðbraut 13 Akranesi.
12