Bæjarblaðið - 07.05.1981, Page 14
Bœiorblodid
7. maí 1981. Verð kr. 5,00.
Lionsklúbbur Akraness
tuttugu og fimm ára
Lionsklúbbur Akraness hélt
upp á 25 ára afmæli sitt laugar-
daginn 25. apríl sl., en klúbbur-
inn var stofnaður 22. apríl 1956.
í Lionsklúbbi Akraness eru nú
Um 60 félagar en stofnfélagar
voru 15 og eru 5 þeirra enn
starfandi í klúbbnum. Fyrsti for-
maður klúbbsins var Ólafur heit-
inn Sigurðsson, útgerðarmaður,
en núverandi formaður er Gunn-
ar Elíasson, verslunarmaður.
Fjölmenni var á afmælisfundi
Lionsklúbbsins og voru honum
fluttar kveðjur og gjafir víða að.
Nánar verður sagt frá afmæl-
isfundi Lionsklúbbsins og starf-
semi klúbbsins í næsta tölublaði
Bæjarblaðsins, sem út kemur
í lok maímánaðar. Meðfylgjandi
myndir tók Sigurbjörn Guð-
mundsson á afmælisfundinum.
„Og trú og frú“
í fundargerð jafnréttisnefndar
Akraness frá 30. mars sl. mátti
lesa eftirfarandi: „Samþykkt var
að senda bæjarritara bréf og
benda honum á, að óviðeigandi
er, að gefnar skuli út opinberar
fundargerðir þar sem aðeins
karlmenn eru nafngreindir, en
ritað einungis „og frú, og frú“
þegar um kvenmenn er að ræða
(sjá fundargerð nr. 537 frá
Höfða).“
Við skulum vona að bæjar-
ritari taki þessa athugasemd tiL
greina, en þó ekki þannig að
hann fari að rita „og eiginmað-
ur“. Fimm nefndarmenn sátu
þennan fund jafnréttisnefndar,
fjórar konur og einn karlmaður,
svo það er víða pottur brotinn í
jafnréttismálum, en við skulum
samt vona að jafnréttið sé þar
í hávegum haft.
m. Bernaisósu, salatbar,
skorið í salnum.
Verð alls kr. 140
Þrír af stjórnarmönnum Lionsklúbbs Akraness: Guðmundur Pálma-
son, ritari, Gunnar Elíasson, formaður og Ásmundur Jónsson, gjald-
keri. í næsta blaði Bæjarblaðsins kemur viðtal við þá féiaga.
Styrkir til félagsmála
á fjárhagsáætlon 1981
Félag Krónur
Barnastúkan Stjarnan 2.700
Bókasafn Sjúkrahúss Akraness 1.500
ÍA v/íþróttahúss 150.000
ÍA starfsstyrkur 15.000
K.F.U.M. og K. v/æskulýðsstarfs 8.000
K.F.U.M. og K byggingastyrkur 10.000
Kirkjukór Akraness v/hljómplötu 10.000
Kirkjukór Akraness starfsstyrkur 15.000
Sumarbúðir að Ölver 4.000
Samband borgfirskra kvenna 1.500
Skátafélag Akraness, starfsstyrkur 8.000
Skátafélag Akraness, byggingastyrkur 10.000
Skjalasafn Akraness 5.000
Slysavarnadeildin Hjálpin v/björgunarsveitar 18.000
Sögufélag Borgarfjarðar 22.500
Tónlistarfélag Akraness 6.000
Útvegsmannafélag Akraness v/talstöðvarþjónustu 3.300
Karlakórinn Svanir 11.000
Skagaleikflokkurinn 15.000
Sigurfarasjóður 22.500
Taflfélag Akraness 2.000
Vernd 1.500
Styrkir til kennara 3.000
Golfkl. Leynir v/húsakaupa og tjaldstæða 5.000
Norræna félagið 4.000
Hestamannafélagið Dreyri v/unglingastarfs 7.500
Til ritunar skólasögu 25.000
Skógræktarfélag Akraness 5.000
Lúðrasveit 8.000
Samtals 400.000
Ráðinn byggingafulltrúi
Fyrir skömmu voru opnaðar
umsóknir um starf bygginga-
fulltrúa hjá Akraneskaupstað.
Eftirtaldar umsóknir bárust:
Guðmundur Jónsson, trésmíða-
meistari Akranesi, Skúli Lýðs-
son, byggingafræðingur ísafirði
og Stefán Magnússon, trésmíða-
meistari Akranesi.
Bæjarstjórn samþykkti að
Skúli Lýðsson yrði ráðinn bygg-
ingafulltrúi.
Húsnæði óskast
Bæjarblaðið óskar eftir húsnæði til leigu fyrir
ritstjórnarskrifstofu og afgreiðslu.
Upplýsingar gefa Haraldur Bjarnason, sími
2774 og Sigþór Eiríksson, sími 1919.