Fréttablaðið - 26.07.2019, Page 6
KJARAMÁL Ragnar Þór Ingólfsson,
formaður VR, bindur miklar vonir
við störf framtíðarnefndar og segir
að félagið ætli að verða leiðandi
þegar kemur að umræðunni um
fjórðu iðnbyltinguna. Þessi vinna
muni skila sér í kröfugerðir félags-
ins en einnig vonast hann eftir
breiðu samstarfi verkalýðshreyf-
ingarinnar, atvinnurekenda og hins
opinbera til að takast á við hið risa-
stóra verkefni.
R ag nar seg ir að u mræðan
um sjálfvirknivæðinguna haf i
staðið yfir í félaginu um nokkurn
tíma. Sjálfur hefur hann skoðað
hátæknivöruhús í Finnlandi þar
sem störfum hefur fækkað úr 1.500
niður í 750 vegna tilkomu róbóta.
Að sama skapi hafi störfin breyst
og ný hálaunastörf skapast. Hér á
Íslandi er Innnes að reisa hátækni-
vöruhús við Sundahöfn að þessari
fyrirmynd.
„Okkar ætlun er að vera í forystu-
hlutverki. Til þess að geta haft áhrif
þurfum við að taka þátt í þessari
þróun í stað þess að ala á ótta við
breytingar sem við höfum ekki
stjórn á,“ segir Ragnar.
Ragnar segir þetta vera stærsta
málið sem verkalýðshreyfingin
standi frammi fyrir og að barátta
næstu ára muni taka mið af því.
„Við munum taka vinnu þessarar
nefndar og koma henni á fram-
færi innan Alþýðusambandsins og
opinbera geirans. Við þurfum líka
að fá sem flesta að þessu því þetta
snertir svo margar starfsgreinar.
Verkalýðshreyfingin má ekki sitja
eftir sem áhorfandi.“
Ef atvinnuleysi mun aukast
verulega eins og svörtustu spár
gefa til kynna, þá mun álagið á
grunnþjónustuna vaxa í takti
við það. Ragnar segir þess vegna
mikilvægt að hið opinbera sé aðili
að samtalinu. Nú þegar er til fram-
tíðarnefnd ríkisstjórnarinnar en
grunninn fyrir hið breiða samtal
allra aðila skorti.
„Ef atvinnuleysið verður svona
mikið þá verður að fara að taka
umræðuna um borgaralaun og
hvernig við bregðumst við. Hugsan-
lega með því að skattleggja tækni,“
segir Ragnar.
Ein af áskorununum er að endur-
mennta fjölda fólks og Ragnar segir
að VR sé þegar byrjað á þeirri vinnu.
„Síðasta vor komum við á fót fag-
háskólanámi í verslunarstjórnun og
verslun með breytingar á til dæmis
dagvörumarkaði í huga,“ segir
Ragnar. „Það er samstarfsverkefni
VR, Samtaka verslunar og þjónustu
og menntamálaráðuneytisins. Raf-
iðnaðarmenn hafa einnig komið
skóla á fót. Það er samt ljóst að það
er mikið verk óunnið.“
kristinnhaukur@frettabladid.is
Fjórða iðnbyltingin breytir
baráttu verkalýðshreyfingar
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir félagið ætla í forystuhlutverk í umræðunni um sjálf-
virknivæðinguna. Ef ekki verði brugðist við og atvinnuleysi aukist verði að ræða borgaralaun.
Ef atvinnuleysið
verður svona hátt
þá verður að fara að taka
umræðuna um borgaralaun
og hvernig við bregðumst
við. Hugsanlega með því að
skattleggja tækni.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Ofboðslega heitt
BRETLAND Boris Johnson, nýr for-
sætisráðherra Bretlands, sparaði
ekki stóru orðin í fyrsta ávarpi sínu
á þingi sem forsætisráðherra í gær.
Hann lofaði þar upphafi nýrrar
gullaldar.
„Verkefni okkar er að sigla Brexit
heim þann 31. október til þess að
sameina Bretland á ný og gera það
að besta landi jarðar,“ sagði Johnson
sem tók aukinheldur fram að hann
væri ekki að ýkja. Bretland gæti
orðið hagsælasta ríki heims fyrir
árið 2050. Þá lofaði hann því að
börn og barnabörn Breta myndu
lifa lengur, vera hamingjusamari,
heilbrigðari og auðugri.
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verka-
mannaflokksins, var ekki hrifinn.
Sagðist hafa miklar áhyggjur af
því að forsætisráðherrann væri að
ofmeta eigin getu. „Fólkið treystir
þessum forsætisráðherra ekki til
þess að taka réttar ákvarðanir fyrir
meirihluta þjóðarinnar þegar hann
er einnig að lofa skattalækkunum á
ríkustu stórfyrirtækin, bakhjarla
flokks hans.“
Ráðuneyti Johnsons fundaði
saman í fyrsta skipti í gær. Sajid
Javid, fyrrverandi innanríkis-
málaráðherra, er nýr fjármálaráð-
herra á meðan Dominic Raab, áður
útgöngumálaráðherra, er orðinn
utanríkisráðherra og Priti Patel,
áður þróunarmálaráðherra, er
orðin innanríkisráðherra. – þea
Johnson boðar
nýja gullöld
2 6 . J Ú L Í 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Raab, Johnson og Javid í sal breska
þingsins í gær. NORDICPHOTOS/AFP
SPÁNN Pedro Sánchez, starfandi
forsætisráðherra Spánar og leið-
togi Sósíalistaf lokksins (PSOE),
fékk ekki meirihluta atkvæða þegar
spænska þingið greiddi atkvæði um
tilnefningu hans í embætti forsætis-
ráðherra í gær. PSOE fékk flest þing-
sæti í kosningum í apríl og hefur
reynt að afla stuðnings til að mynda
minnihlutastjórn, en án árangurs.
Alls greiddu 124 þingmenn
atkvæði með tillögunni, 155 lögð-
ust hins vegar gegn henni og 67
sátu hjá. Af þessum 124 sem studdu
Sánchez komu 123 úr PSOE og einn
úr smáflokknum PRC. Öfgaíhalds-
f lokkurinn Vox sagði nei og það
gerðu Lýðf lokkurinn, Borgara-
flokkurinn, katalónski sjálfstæðis-
f lokkurinn Junts per Catalunya
og tveir smáf lokkar líka. Hinn
stóri vinstrif lokkurinn, Podemos,
sat hjá. Það gerðu baskneski sjálf-
stæðisf lokkurinn PNV og hinn
katalónski ERC líka.
PSOE hafði átt í viðræðum við
Podemos fram á síðustu stund, að
því er El País greinir frá. Ekki gekk
hins vegar að komast að samkomu-
lagi.
Spánverjar fá annað tækifæri til
þess að samþykkja forsætisráðherra
í september. Ef það gengur ekki
þarf að boða til kosninga í nóvem-
ber sem yrðu þá þær fjórðu á jafn-
mörgum árum. – þea
Vonbrigði fyrir
Pedro Sánchez
Meginlandsbúar takast nú á við aðra risahitabylgju sumarsins og bregða margir á það ráð að stökkva út í sjó eða vatn til þess að kæla sig niður.
Hitamet voru slegin víða í Frakklandi í gær og þessir Þjóðverjar f lutu á Altwarmbüchener See í Hannover í 39 gráðu hita í gær. NORDICPHOTOS/AFP
Sánchez
vonsvikinn.
NORDICPHOTOS
/AFP
2
6
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:1
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
7
9
-D
B
3
0
2
3
7
9
-D
9
F
4
2
3
7
9
-D
8
B
8
2
3
7
9
-D
7
7
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
5
6
s
_
2
5
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K