Fréttablaðið - 26.07.2019, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 26.07.2019, Blaðsíða 45
MENNING Stefán Þór Sæ- mundsson er höf- undur bókarinnar Upprisa. Er meðal annars að skrifa sig frá erfiðum hlutum. Nýtt ljóða- handrit tilbúið. Upprisa er ljóðabók ef t ir Stefá n Þór Sæmundsson sem bókaútgáfan Tindur gefur út. Bók hans Hræringur með súru slátri, sem var sjálfsútgáfa, kom út árið 1990 og þar var að finna smá- sögur, ljóð og pistla. Stefán er menntaskólakennari, hefur kennt íslensku í Mennta- skólanum á Akureyri í tæp 25 ár. „Ég hef unnið við þýðingar og blaðamennsku, greinaskrif og ort ógrynni af tækifæriskveðskap fyrir afmæli, brúðkaup og þess háttar. Ég hef kannski verið meiri hagyrð- ingur en skáld, nema þá í mínum villtustu draumum og leyndustu afkimum. Fyrir þremur árum tók líf mitt stefnubreytingu, það er komið í jafnvægi og í ár er ég bæði nýgiftur og búinn að gefa út bók,“ segir hann. Ljóðabókin skiptist í sex hluta. „Tveir af þessum sex hlutum geyma eldri ljóð. Einn heitir Vika á Hrauni og fjallar um vikudvöl mína í Öxna- dal. Þá var ég að hefja vinnu við meistaraprófsritgerð, naut náttúr- unnar og talaði við Jónas og aðra drauga á kvöldin svo úr varð lítið ljóðakver. Þau ljóð rötuðu inn í Upprisu. Fimmti hluti bókarinnar geymir sömuleiðis eldri ljóð, minn- ingarljóð um föður minn og vin minn. Ég hef misst nokkra af mínum bestu vinum sem voru á góðum aldri þegar þeir kvöddu. Þetta hefur hvílt lengi þungt á mér og ég er að gera sorgina upp í bókinni. Um jóla- leytið tóku svo að streyma fram ný ljóð og allt í einu var komin bók.“ Framhald Upprisu Stefán segist í bókinni vera meðal annars að skrifa sig frá erfiðum hlutum. „Ég hef kynnst ýmsu á lífs- leiðinni svo sem fíknsjúkdómum og meðvirkni. Sterk verkjalyf fóru illa með mig þegar ég fékk brjósklos og einnig hef ég lengi átt í erfiðleikum með áfengi og farið í meðferðir. Ég hef líka á tímabili verið hinum megin við borðið sem meðvirkur aðstandandi og það er jafnvel enn verra. Ég hef líka verið forvarnar- fulltrúi í skólanum. Ég þekki þenn- an heim mjög vel, bæði persónulega og gegnum vini og fleiri. Þarna eru allmörg ljóð sem fjalla um hluti sem eru svo sem ekki á tískusíðum blaðanna.“ Hann er nokkurn veginn tilbúinn með handrit að næstu ljóðabók. „Hún er að mörgu leyti framhald af Upprisu. Þar er ég að fjalla um upp- lifanir mínar og reynslu og þar eru einnig bernskubrot. Það er sársauki í þeirri bók en líka húmor, gleði og ánægja og stundum jafnvel galgopa- háttur.“ Fjölþjóðleg samvinna Stefán þakkar ekki síst konu sinni Rannveigu Bryndísi Hrafnkelsdótt- ur það að bókin er komin á prent. „Hún las yfir og hvatti mig til að gefa ljóðin út. Sjálf er hún gott skáld, enda amma hennar Erla skáldkona og svo málar hún myndir. Við erum mjög samtaka og sammála um að gefa hvort öðru rými.“ Teikningar í bókinni eru eftir Yafei Qi sem er eiginkona elsta sonar Rannveigar, myndlistar- mannsins Georgs Óskars en þau búa í Berlín. „Yafei gerði teikning- arnar eftir að Óskar var búinn að endursegja henni ljóðin á ensku. Í teikningunum fangar hún anda ljóðanna. Þannig að segja má að þessi bók sé fjölþjóðleg samvinna,“ segir Stefán. Stefnubreyting gat af sér ljóðabók Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is „Í ár er ég bæði nýgiftur og búinn að gefa út bók,“ segir Stefán. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI ÉG VEL MÉR SÖGUEFNI SEM MÉR FINNST SJÁLFUM SKEMMTILEGT OG FINNST BJÓÐA UPP Á EINHVER SKRINGILEGHEIT OG TÆKIFÆRI TIL AÐ SNÚA AÐEINS UPP Á RAUNVERULEIKANN. BÆKUR Síðasta stúlkan Nadia Murat Þýðandi: Herdís Hubner Blaðsíður: 336 Útgefandi: Almenna bókafélagið Þegar Nadia Murat var 21 árs réð- ust morðóðir vígamenn Íslamska ríkisins inn í Kocho, litla Jasída- þorpið hennar, í Norður-Írak. Trúir sturlaðri hugmyndafræði sinni létu ISIS-skítalabbarnir ill- verkin tala. Nadiu biðu sömu ömurlegu örlög og þúsunda ann- arra ungra kvenna sem ISIS-pakk- ið hneppti í kynlífsþrældóm. Hún var f lutt til Mósúl í Írak og gekk þar kaupum og sölum milli víga- mannanna sem skiptust ítrekað á að nauðga henni, misþyrma og niðurlægja eftir öllum þeirra brengluðu kúnstarinnar reglum sem þeir settu fram á fölskum trúarlegum forsendum. Sönn háspennusaga Eftir þriggja mánaða vítisvist tókst Nadiu að f lý ja og fa nn athvarf hjá fjölskyldu súnní-múslima sem stofnaði lífi og limum í hættu með því að sk jót a y f ir hana skjólshúsi og smygla í vestrænt öryggi. Þessi hluti bók- arinnar er eins og ótrúleg spennusaga enda lýsir Nadia þarna háskaför um torfærur þar sem ISIS er alls staðar með augu og eyru og lamandi ógnin sem fylgir þeirri óværu er allt umlykjandi. Vörn snúið í sókn Þegar Nadia komst til Þýskalands ákvað hún að segja sögu sína og helga sig baráttunni gegn ISIS. Hún hlaut Friðarverðlaun Nób- els mjög svo verð- skuldað í fyrra fyrir baráttu sína gegn k y nferðisbrotum í stríði. Átakanleg hugvekja Það tekur á að lesa sögu Nadiu og ef laust geng u r hú n nær r i mörgum en vestræn- um lesendum er engin vorkunn og í raun ber okkur öllum að horfast í augu við hryllinginn sem ótal Nadiur hafa mátt þola og líta um leið í eigin barm. Hvernig manneskjur erum við ef við getum setið þegj- andi og aðgerðalaus hjá á meðan svívirðileg illvirki og mannrétt- indabrot eru framin á saklausu fólki víðs fjarri örygginu sem við búum við og teljum svo sjálfsagt? „Í hvert skipti sem ég segi sögu mína finnst mér ég vera að taka vald frá h r yðju ve r k a mön n- unum,“ segir Nadia og það minnsta sem við getum gert er að lesa, hlusta, skilja og láta rödd hennar berast sem víðast. Hættulegur hávaði „Baráttuþrek Nadiu Murat hefur ekki verið bælt og rödd hennar verður ek k i kæfð. Þegar þessi bók er lesin hljómar rödd hennar hærra en nokkru sinni fyrr,“ skrifar Amal Clooney, lögfræðingur og vinkona Nadiu, í formála en því miður er lítil hætta á því að þeir sem helst þyrftu að lesa sögu Nadiu muni gera það. „Framar öllu öðru langar mig að verða síðasta stúlkan í heim- inum sem hefur svona sögu að segja.“ Nadia lýkur sögu sinn með þessari einlægu ósk sem varla mun rætast á meðan gargið í rang- hu g my nd a kór nu m , sem finnst eðlilegt og sjálfsagt að fullvalda ríki sitji hjá á meðan mannréttindi saklauss fólks eru fótum troðin í öðrum löndum, verður stöðugt háværara. Þórarinn Þórarinsson NIÐURSTAÐA: Nadia Murat hlífir hvorki sjálfri sér né lesendum í bók sem á áríðandi erindi við allt hugsandi fólk. Og enn frekar þá sem skeyta í engu um örlög fólks á flótta. Veik von um betri heim Vinkonurnar Amal Clooney og Nadia Murat berjast fyrir réttlæti og betri heimi. 2 6 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :1 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 7 9 -D 6 4 0 2 3 7 9 -D 5 0 4 2 3 7 9 -D 3 C 8 2 3 7 9 -D 2 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.