Fréttablaðið - 26.07.2019, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 26.07.2019, Blaðsíða 16
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Benedikt Bóas Hinriksson, benediktboas@frettabladid.is, s. 550 5763 | Ásta Eir Árnadóttir, astaeir@frettabladid.is, s. 550 5764 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Sólrún Freyja Sen, solrunfreyja@frettabladid.is, s. 550 5765 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653, Kristján segist lengi hafa haft áhuga á því að grilla. „Ég var kannski ekkert sérstaklega góður í matargerðinni, var alltaf að gúgla eða leita til Bjarka um alls konar grillráð. Ég eignaðist alvöru grill í vor og nú finnst mér ég vera frelsaður. Segi stundum að það séu ein af grunnmannréttindunum að eiga gott grill. Mér datt í hug að við Bjarki gætum deilt þessum ráðum og hugmyndum við grillið til annarra. Það var ástæða þess að við gerðum hlaðvarpsþætti. Við höfum fengið frábær viðbrögð við þeim,“ segir Kristján sem fylgir ketó mataræði og tileinkaði annan þátt þeirra félaga uppskriftum að slíkum réttum sem birtast hér. Sá þáttur fór í loftið á miðvikudag. Í næstu viku ætla þeir félagar að fjalla um verslunarmannahelgina. Þá verður meðal annars fjallað um svínarif og vængi sem hægt er að undirbúa áður en haldið er í ferðalag. Aulinn og sérfræðingurinn „Við ætlum að vera með alls konar uppskriftir, ekkert endilega ketó,“ segir Kristján og bætir við að grillið sé besti vinur þeirra sem fylgja því mataræði. Sjálfur fór hann á það til að láta sér líða betur og hefur fylgt því í sex mánuði. „Ég borða mikið af grilluðu grænmeti, til dæmis kúrbít, sveppi, tómata og papriku. Við höfum komið dálítið inn á grillað grænmeti í þáttunum og það er gaman að fylgjast með því sem Bjarki stingur upp á sem er margt óvenjulegt. Hann notar mikið af villtum jurtum úr nátt- úrunni, arfa, kerfil, fíf la og hunda- súru. Ég er mikill útivistarmaður og var að koma frá Grænlandi þar sem ég lærði um ótrúlegustu hluti í náttúrunni sem síðan er æðislegur matur.“ Kristján segir að áheyrendur fái að heyra um bestu kjötbitana á grillið og hvernig á að meðhöndla þá. Einnig segir hann að þeir félag- arnir taki marineringu upp á nýtt plan. „Við gerum þetta með léttum hætti, aulinn og sérfræðingurinn, þannig að fólk hafi gaman af þáttunum,“ segir Kristján sem fyrir utan grilláhugann lýsir formúlunni. En hér koma uppskriftirnar. Keto lárperusalat með grilluðu beikoni og plómutómötum Fyrir 4 12 beikonsneiðar 2 lárperur 4 plómutómatar Blandað íslenskt laufsalat Arfi 5 hvítlauksrif Sjávarsalt Svartur pipar Olía Japanskt mæjónes Sítrónusafi Grillið beikon þar til það verður stökkt. Takið lárperuna í tvennt og fjarlægið stein, kreistið yfir sítrónusafa úr hálfri sítrónu. Grillið á skinninu í u.þ.b. 1 mínútu og takið svo af og látið kólna. Skerið avókadó inn að skinni í teninga og brettið upp á skinnið, þá ættu teningarnir að detta úr hýðinu. Skerið tómatana í tvennt, bland- ið svo í skál til hliðar olíu, hvítlauk (pressaður eða rifinn), teskeið af sjávarsalti og muldum svörtum pipar, blandið olíunni saman við og smyrjið á tómatana. Grilla svo Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Þeir félagarnir fylgjast vel með því sem fram fer á grillinu. Þættirnir þeirra birtast á frettabladid.is, nýr þáttur í hverri viku. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Dóttir Kristjáns, Emilía Karen, er áhugasöm um grillið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ljúffeng steikin er að verða tilbúin fyrir grillveisluna í garðinum hjá Kristjáni. Sannkölluð grillveisla komin á disk. tómatana á hýðinu í tvær mínútur og svo eru þeir teknir til hliðar og látnir kólna. Blandið saman salatblöndu, arfa, olíu, salti og pipar, sítrónu- safa úr hálfri sítrónu. Setjið salatið á disk, lárperuna ofan á, bætið svo við beikonkurli og plómutómat. Gott að setja japanskt mæjónes með sem dressingu. Ketó nauta sirloin (mjöðm) með blómkáli, spergilkáli, grilluðum hvítlauk og japanskri mæjósósu. Fyrir 4 1.500 g nauta sirloin (mjöðm) í heilu með fitu 2 smáir blómkálshausar 2 smáir spergilkálshausar 3 hvítlaukar Olía Rósmarín, ferskt Estragon (fáfnisgras), ferskt Salt Svartur pipar 3 msk. graslaukur, smátt saxaður 250 g smjör Best er að byrja á að marinera mjöðmina í allt að 7 daga fyrir eldun (3 dagar duga) Byrjum á að gera marineringu, blöndum saman olíu, einum hvít- lauk, nálum af fjórum rósmarín greinum, sex greinum af estragoni og matskeið af svörtum pipar- kornum og setjið í blandara og keyrið 2-3 hringi, alls ekki mauka of mikið. Kjötið er svo lagt í eld- fast mót með marineringunni og kjötinu snúið daglega.Takið kjötið úr ísskáp sólarhring fyrir eldun. Byrjið á að skera þvert í fituna (eins og þú ætlar að skera kjötið í sneiðar) niður að sin með u.þ.b. 1,5 cm millibili, að því loknu er farið aftur í sárin og sinin er opnuð (skorið í sinina). Kjötinu er lokað á mjög heitu grilli, 90 sekúndur á hvorri hlið og kjötið er svo eldað um 65% tímans á fitunni og 35% á kjöthliðinni á meðalheitu grilli u.þ.b. 120°C þar til kjarnhiti hefur náð 54-62 gráðum (eftir smekk). Takið kjötið af grillinu og látið standa í 10 mínútur. Eftir að kjötið hefur verið sneitt niður skal salta sneiðarnar með sjávarsalti. Meðlæti Skerið blómkálshausa í tvennt, fjarlægið stilkinn úr miðju án þess að hausinn fari í sundur, pakkið inn í álpappir með 75 g af smjöri og salt og pipar á hvorn helming. Leggið svo hvern bita með sárið niður á grillið. Grillið á meðalheitu grilli í 17 og hálfa mínútu. Skerið stilkinn af spergilkálinu, skerið svo í 4-6 bita eftir stærð, grillið á sárinu (láta blómið snúa upp) í 2 til 3 mínútur eða þar til stilkurinn er farinn að mýkjast og blómið er farið að falla lítilega. Skerið tvo hvítlauka í tvennt, grillið á sárinu, í hýðinu, í eina mínútu, snúið við og klárið að grilla í 2 til 3 mínútur eftir smekk. Hvítlaukur og brokkolí er svo sett í skál, blómkálið opnað yfir skálinni svo smjörið fari með í skálina. Hrærið létt saman og kryddið með sjávarsalti. Blandið saman 400 g af japönsku mæjónesi, safa úr einni sítrónu, skrælið börk af hálfri sítrónu og setjið út í, 3 msk. smátt sax- aður graslaukur, 2 msk. estragon, smakkið svo til með salti og pipar. Ketó ís 500 ml rjómi 3 eggjarauður 3 msk. Sukrin gold púðursykur 1 tsk. Sukrin melis Jarðarber Þeytið rjóma og leggið til hliðar. Þeytið saman eggjarauður, púðursykur og melis-flórsykur vel. Skerið niður jarðarber og stappið svo létt með gafli og blandið út í rjóma. Blandið gætilega saman, hellið í form og frystið. Best er að gera ísinn að minnsta kosti þremur tímum áður en hann er borinn fram og ef ísinn er alveg frosinn þarf að taka hann út tímanlega. Gott að nota sykurlausa kara- mellusósu með. Við höfum komið dálítið inn á grillað grænmeti í þáttunum og það er gaman að fylgjast með því sem Bjarki stingur upp á sem er margt óvenjulegt. Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 6 . J Ú L Í 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U R 2 6 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :1 0 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 7 9 -B D 9 0 2 3 7 9 -B C 5 4 2 3 7 9 -B B 1 8 2 3 7 9 -B 9 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.