Fréttablaðið - 26.07.2019, Blaðsíða 24
Fólk fær lyf og
meðhöndlun á
sjúkrahúsi en huggun-
ina, hvatninguna og
lífsviljann er hægt að
sækja til Ljóssins.
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
Vinirnir átta eru mismunandi vanir því að hlaupa. Eftir að eiginkona eins þeirra, Eydís
Ása Þórðardóttir, greindist með
krabbamein á meðgöngu langaði
þá að styrkja Ljósið sem reyndist
henni og manni hennar, Garðari
Erni Arnarsyni, vel í veikindunum.
Félagarnir átta ætla að hlaupa 10
km í Reykjavíkurmaraþoninu og
stefna á að safna tveimur milljón-
um króna. Þeir eru þegar komnir
með yfir 400 þúsund og hvetja alla
til að styrkja þetta magnaða starf
sem fram fer í Ljósinu.
Einn vinanna, Ásgeir Elvar
Garðarsson, segir að Eydísi hafi
gengið vel og dóttirin, Embla
Marín, orðin sjö mánaða. „Eydís
stóð sig eins og hetja á meðgöng-
unni þrátt fyrir þetta mikla áfall.
Eydís og Garðar höfðu strax sam-
band við Ljósið sem hjálpaði þeim
mikið. Þegar Garðar sagði okkur
vinunum frá áformum sínum
um að hlaupa til styrktar Ljósinu
hikuðum við ekki heldur slógumst
í hópinn. Við munum allir hlaupa
saman og safna í leiðinni. Ákveðið
var að fara 10 km þar sem við
erum misþjálfaðir í hlaupum.
Einhverjir hafa ekki einu sinni
hlaupið út úr innkeyrslunni heima
hjá sér,“ útskýrir Ásgeir Elvar. „Við
hlaupum núna tvisvar til þrisvar í
viku til að undirbúa okkur. Það er
líka frábær afsökun til að hittast.“
Þeir sem hlaupa fyrir utan
Ásgeir Elvar og Garðar eru Aron
Kristinsson, Brynjar Guðlaugsson,
Davíð Þór Sveinsson, Fannar Þór
Svavarsson, Hinrik Albertsson,
Magnús Guðmundsson, Teitur
Albertsson og Viktor Guðnason.
„Við félagarnir ætlum að beita
öllum brögðum til að ná tveimur
milljónum. Við ætlum að þrífa bíla
í næstu viku og síðan ætlum við að
halda opna hlaupaæfingu. Á eftir
verða grillaðar pylsur. Hægt er að
fylgjast með okkur á Facebook
undir vin8 Ljóssins.
Frábær starfsemi Ljóssins
Kristinn Fannar Pálsson ætlar að
hlaupa hálft maraþon fyrir Ljósið.
Þetta er í níunda skiptið sem
hann fer hálft maraþon. „Systir
mín greindist með krabbamein
í ársbyrjun 2017. Þá kynntumst
við fjölskyldan starfsemi Ljóssins.
Við sáum hvað þarna er mikilvægt
starf í gangi og ég er mjög feginn
að þessi starfsemi er til,“ segir
Kristinn sem hafði ekki þekkt til
Ljóssins áður.
„Ég vil safna sem mestu þar sem
Ljósið er að stækka við sig húsnæði
auk þess sem ég vil vekja athygli á
þessari góðu starfsemi. Við höfum
gífurlega góða reynslu af Ljósinu
en það gerir allt sem spítalinn gerir
ekki. Fólk fær lyf og meðhöndlun á
sjúkrahúsi en huggunina, hvatn-
inguna og lífsviljann er hægt að
sækja til Ljóssins. Áður hvíldi þessi
ábyrgð á aðstandendum en nú
hefur Ljósið tekið við og gerir það
vel,“ segir Kristinn. „Systur minni
vegnar vel eftir þetta áfall og mig
langar að safna sem mestu til að
styðja við uppbyggingu Ljóssins.“
Í Ljósinu er lögð áhersla á
líkamlega, andlega og félagslega
endurhæfingu þeirra sem greinst
hafa með krabbamein. Fjöldi fólks
kemur í Ljósið daglega til að byggja
sig upp.
Vilja styrkja hið góða starf Ljóssins
Vinahópurinn. Herrarnir ætla að hlaupa fyrir Eydísi sem er í ljósbláa
kjólnum og Ljósið sem hefur verið henni stoð og stytta í veikindunum.
Kristinn Fannar Pálsson hleypur til styrktar Ljósinu en systir hans greindist
með krabbamein í ársbyrjun 2017. Ljósið veitti aðstoð. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Pasta hentar vel eftir hlaupið. Það er kolvetnaríkt og gefur orku. Gróft brauð með
rauðrófuhummus er fyrirtaks
biti fyrir hlaupið. Við leituðum á
náðir Nönnu Rögnvaldardóttur
og fengum tvær góðar uppskriftir
fyrir hlaupara.
Rauðrófuídýfa eða mauk er
afskaplega hollt og gott. Það er
líka mjög einfalt að útbúa. Að sögn
Nönnu er best að kaupa rauð-
rófur, baka þær í ofni við 180°C
hita í 45-60 mínútur. Fyrst eru
þær skornar til helminga og síðan
settar í álpappír. Gott er að nota
hanska þegar rauðrófur eru með-
höndlaðar.
200 g cannellini-baunir eða aðrar
hvítar baunir
150 g soðnar eða bakaðar rauð-
rófur, grófsaxaðar
1 msk. tahini
1 tsk. kóríanderduft
Safi úr ½-1 sítrónu
Smáklípa af chiliflögum
2 msk. góð ólífuolía
Pipar og salt eftir smekk
Lögurinn af baununum er ekki
notaður. Allt sett í matvinnsluvél
og maukað.
Cacio e pepe pasta
Þetta er mjög gott pasta og einfalt
að gera. Það á ættir að rekja til
Rómar. Í þessu pasta er ekkert kjöt,
einungis ostur og pipar.
Setjið 3 lítra af vatni í pott, saltið
vel og látið suðuna koma upp.
Notið kalt vatn, ekki hitaveitu-
vatn. Pastað er soðið eftir leiðbein-
ingum á umbúðum. Nanna notar
tvenns konar osta í réttinn, Prima
Donna og Parmigiano Reggiano.
„Ég sker vænan bita af hvorum
fyrir sig og ríf þá niður, ekki mjög
fínt. Svo setti ég svona eina mat-
skeið af svörtum piparkornum í
mortélið og grófsteytti þau.
Hitaði 2 msk. af smjöri og 2
Gott fyrir maraþonhlaupara
Ekki ætti að borða þunga máltíð tveimur til þremur klukkustundum fyrir hlaup. Þó er óhætt að
fá sér létta kolvetnaríka máltíð allt að klukkustund áður. Það gæti verið ávöxtur eða hafragrautur.
Nanna Rögnvaldardóttir.
Girnilegt rauð-
rófumauk ofan
á brauð.
Mjög einfalt pasta.
Átta félagar ætla
að hlaupa til
styrktar Ljósinu,
endurhæfingar-
miðstöð fyrir
krabbameins-
greinda, í Reykja-
víkurmaraþoninu.
Einnig ætlar Krist-
inn Fannar Páls-
son að hlaupa.
Allir hafa þeir
kynnst starfsemi
Ljóssins og því
mikilvæga starfi
sem þar er unnið.
msk. af ólífuolíu á pönnu, henti
piparnum út í, hrærði og lét
piparinn krauma í svona eina
mínútu. Á meðan tók ég svona 200
ml af pastasoðinu frá en hellti svo
pastanu í sigti og lét renna af því.
Hellti svo helmingnum af soðinu á
pönnuna og hvolfdi svo pastanu á
hana. Ég hristi pönnuna og hrærði
þar til pastað var þakið soði, setti
svo ostinn út á og hélt áfram að
hrista og hræra þar til osturinn var
bráðinn.
Ég bætti mestöllu soðinu sem
eftir var á pönnuna en það er ekki
víst að þess þurfi; pastað á bara að
vera mátulega þakið sósu. Þetta
allt tekur kannski 3-4 mínútur. Og
þá er það bara tilbúið og má hvolfa
á fat. Basilíkan sem sést í er bara
skraut. En auðvitað má krydda
þetta með basilíku ef maður vill;
það er samt óþarft.
Einfaldara gerist það bara ekki.
4 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . J Ú L Í 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RMARAÞON
2
6
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:1
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
7
9
-F
3
E
0
2
3
7
9
-F
2
A
4
2
3
7
9
-F
1
6
8
2
3
7
9
-F
0
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
5
6
s
_
2
5
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K