Fréttablaðið - 26.07.2019, Blaðsíða 40
Kjúklingur í hnetusósu.
Dásamlegur kjúklingur og upp-
skriftin passar fyrir 6-8.
1 kg kjúklingabringur
Handfylli af ferskum kóríander
¼ rauðlaukur
2 hvítlauksrif
3 cm ferskur engifer
2 cm sítrónugras
3 msk. olía
2 msk. púðursykur
2 msk. sojasósa
½ tsk. cumin
½ tsk. túrmerik
1 tsk. þurrkaður kóríander
Hnetusósa
5 msk. hnetusmjör
Safi úr einni límónu
1 ½ msk. sojasósa
1 tsk. sesamolía
1 msk. sriracha eða önnur chili-
sósa
1 hvítlauksrif, pressað
Um það bil ½ dl vatn
Skerið kjúklingabringurnar í
strimla. Látið trépinna liggja
í vatni áður en kjúklingurinn
er þræddur upp á þá. Setjið allt
sem á að fara í marineringuna í
matvinnsluvél og maukið. Setjið
kjúklingastrimlana í marinering-
una og hafið þar í að minnsta kosti
klukkustund, best yfir nótt.
Setjið allt í skál sem á að fara
í sósuna og hrærið vel saman.
Smakkið til eftir þörfum og bætið
við ef þið viljið til dæmis hafa
sósuna sterkari.
Grillið kjötið þegar það er komið
á pinnana og berið síðan fram með
hnetusósunni.
Kjúklingur
í hnetusósu
Hvítlaukskartöflur eru alltaf góðar.
Þetta eru mjög góðar ofnbak-aðar kartöflur með grilluðum mat. Ef ekki er ofn til staðar,
til dæmis í útilegu er upplagt að
pakka kartöflunum inn í álpappír
eða setja á álbakka. Gætið bara að
því að snúa kartöflunum á meðan
þær eldast svo þær brenni ekki.
1 kg nýjar kartöflur
50 ml ólífuolía
3 msk. fersk salvía, smátt skorin
1 tsk. hafsalt
½ tsk. nýmalaður pipar
6-8 hvítlauksrif
Hitið ofninn í 200°C. Skolið kart-
öflurnar og skerið þær til helminga
eða í báta eftir því hversu stórar
þær eru. Reynið að velja kartöflur
í sömu stærð. Leggið í eldfast mót
og dreifið ólífuolíu og salvíu yfir.
Bragðbætið með salti og pipar.
Takið hvítlauksrifin úr hýðinu
og setjið á víð og dreif í formið.
Bakið í um það bil 40 mínútur
eða þangað til kartöflurnar verða
stökkar og fallegar.
Ofnbakaðar
kartöflur
Mjög góð grillsósa með alls kyns kjöti.
Nú er grilltíminn hafinn og þá þarf maður góða grillsósu. Hér er ekta amerísk grill-
sósa sem er bragðgóð og geymist
vel. Uppskriftin er frekar stór og
það má frysta sósuna.
1 laukur
2 hvítlauksbátar
2 rauðir chili-pipar
2 msk. olía
2 msk. sojasósa
2 dósir tómatar
½ dl eplacider-edik
1 msk. Dijon-sinnep
1 msk. Worchestershire-sósa
3 msk. púðursykur
1 tsk. cayenne-pipar
1 ½ msk. paprikuduft
1 tsk. salt
Grófmalaður pipar
Steikið laukinn í olíu þar til hann
mýkist. Setjið allt annað saman við
og látið suðuna koma upp. Lækkið
hitann og látið malla í 45 mínútur.
Hrærið í af og til. Notið töfrasprota
til að mauka sósuna og notið hana
á hvers konar kjöt.
Þetta er amerísk grillsósa sem
hentar mjög vel með hvers kyns
grillmat. Einnig má nota hana til
að marinera kjöt, til dæmis svína-
rif eða kjúklingavængi.
Sósuna er auðvelt að útbúa og svo
er mjög gott að hafa hana sterka.
Æðisleg grillsósa
Opið virka daga
kl. 11:00 - 22:00
Helgar
kl. 16:00 - 22:00
Kínahofið veitingahús l Nýbýlavegi 20 l 200 Kópavogi
www.kinahofid.is l Sími 554 5022
TILBOÐ
4 réttir + súpa dagsins
aðeins 1.790 kr.*
KJÚKLINGUR Í ANANASSÓSU
SVÍNAKJÖT Í KUNG PAOSÓSU
DJÚPSTEIKTAR RÆKJUR MEÐ SÚR/SÆTRI SÓSU
NÚÐLUR MEÐ GRÆNMETI
*tekið með heim – 2.100 kr. ef borðað er á staðnum.
Frábær hóptilboð
Sjáðu öll tilboðin okkar á
www.kinahofid.is
10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 6 . J Ú L Í 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U R
2
6
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:1
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
7
9
-C
C
6
0
2
3
7
9
-C
B
2
4
2
3
7
9
-C
9
E
8
2
3
7
9
-C
8
A
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
5
6
s
_
2
5
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K