Fréttablaðið - 26.07.2019, Page 8
Frá degi til dags
Halldór
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Ef setja á höft
á reykingar í
leiknu efni þá
er spurning
hvað glögg
augu muni
næst sjá sem
meinsemd.
Gagnavers-
iðnaðurinn
er góð
viðbót við
íslenskt
atvinnulíf
og skiptir
máli að
fjallað sé um
hann af
skynsemi og
á réttum
forsendum.
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FRAMKVÆMDASTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Við lifum á tímum þar sem æði margir leggja mikið upp úr því að setja alls kyns lög og reglur til að gera samborg-ara sína að betri þjóðfélagsþegnum. Forsvarsmenn hinnar gríðarlega vin-sælu streymisveitu Netflix lögðu sitt
lóð á vogarskálar í þessum efnum þegar þeir gerðu
kunnugt að veitan myndi draga úr reykingum í sjón-
varpsþáttum og kvikmyndum. Forsvarsmennirnir
segjast gera sér fulla grein fyrir því að reykingar séu af
hinu vonda og geti haft slæm áhrif á áhorfendur.
Þessi tilraun Netflix til að ala áhorfendur upp í
góðum siðum hefur sem betur fer ekki alls staðar
fallið í góðan jarðveg. Danskir framleiðendur og leik-
stjórar hafa til dæmis hæðst að þessu framtaki, kallað
það forsjárhyggju, ritskoðun og hræsni – sem það
einmitt er.
Reykingar eru ekki í tísku í dag en voru það fyrir
nokkrum áratugum. Erfitt er að gera kvikmynd eða
sjónvarpsþátt sem gerist á þeim árum án þess að fólk,
þar á meðal unglingar, sjáist reykja. Þetta voru tímar
þegar þeir sem ekki reyktu voru stimplaðir sem ansi
sérsinna og jafnvel andfélagslega sinnaðir. Alls staðar
var reykt, meira að segja í flugvélum þar sem farþegar
gátu valið um það hvort þeir vildu vera í reyklausu
farrými eða farrými þar sem reykingar voru leyfðar.
Margt bindindisfólk á tóbak valdi reykplássið því þar
var venjulega mun skemmtilegra fólk en á reyklausa
farrýminu. Það var þá. Nú er blessunarlega minna um
reykingar þótt margir stundi þær enn. Kvikmynda-
gerðarmenn eiga að hafa listrænt frelsi til að velja
hvort þeir sýni þær í myndum sínum.
Ef setja á höft á reykingar í leiknu efni þá er
spurning hvað glögg augu muni næst sjá sem mein-
semd. Áfengi kemur samstundis upp í hugann. Í
kvikmyndum og sjónvarpsþáttum er fólk æði oft að fá
sér í glas án þess að því verði meint af. Mjög er hætt við
að áhrifagjarnir áhorfendur taki þessari drykkju sem
næsta sjálfsögðum hlut og átti sig ekki á að áfengis-
drykkja getur leitt einstakling í glötun. Martini-
drykkja James Bond er einmitt gott dæmi um áratuga
upphafningu á drykkjumenningu. Það fer sæluhrollur
um aðdáendur Bond myndanna í hvert sinn sem
kappinn segir við barþjóninn: „Shaken, not stirred.“
Hversu margir hafa ekki hermt eftir hetjunni sinni og
pantað sér þennan drykk?
Og hvað með spilavítin sem persónur í kvikmynd-
um heimsækja iðulega, jafnvel með þeim árangri að
þær vinna fúlgur. Óharðnaðar sálir geta vissulega
fengið ranghugmyndir af því áhorfi og þotið í næsta
spilakassa. Ef forráðamenn Netflix vilja vera sjálfum
sér samkvæmir hljóta þeir að mælast til þess að ef
persónur í kvikmyndum sjást í spilavítum þá tapi
þær peningunum sínum og séu þannig öðrum víti til
varnaðar.
Áfram má halda. Við lifum á offitutímum. Í
kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sjást persónur,
unglingar alveg sérstaklega, úða í sig hamborgurum.
Þar er greinilega á ferð hylling til offitunnar? Á að láta
það óátalið?
Netflix hefur sannarlega að mörgu að gæta.
Nei Netflix!
www.artasan.is
Fæst í næsta
apóteki og helstu
stórmörkuðum
Mundir þú eftir að
bursta og skola í
morgun?
Tannlæknar mæla með GUM tannvörum
GUM Orginal 2x10 copy.pdf 1 26/01/2018 12:51
Gagnaver eru ein af grunnstoðum þeirrar upplýs-ingatækni sem við upplifum á hverjum degi en án öruggrar hýsingar og vinnslu gagna væri vett-
vangur nýsköpunar, þróunar og umgjörð samfélagsins
alls mun fátæklegri en raunin er í dag.
Gagnaver eru mikilvægur hluti af hugverkaiðnaði á
Íslandi og skapa þau ein og sér ríflega 8 milljarða í gjald-
eyristekjur á ári. Auk fjölda starfa á uppbyggingartíma
gagnavers skapar það á bilinu 3-5 bein og afleidd stöðu-
gildi fyrir hvert megavatt af raforku sem nýtt er í rekstr-
inum. Tilurð gagnaversiðnaðar á Íslandi tryggir jafnframt
að hugverkaiðnaðurinn hýsir og vinnur gögn hér á landi
og býr til þekkingu og áhugaverð tækni- og sérfræðistörf.
Gagnaver laða til sín erlenda viðskiptavini sem sjá hag
sinn í að nýta fyrirsjáanlegt, en ekki endilega lægra orku-
verð en í nágrannalöndum, ásamt hagfelldu íslensku
veðurfari til að að reka sinn tölvubúnað á skilvirkan
hátt. Umhverfisvæn raforka og gott aðgengi að sér-
fræðingum hafa einnig áhrif en saman skapa þessi fjögur
atriði ákjósanleg skilyrði fyrir aðila sem vilja hágæða
þjónustu og hagstæða, umhverfisvæna orkugjafa, inn í
sitt kolefnisbókhald.
Fjölbreytni viðskiptavina hefur aukist mikið á síðustu
misserum en bankar, tryggingafélög, virtir erlendir
háskólar og bílaframleiðendur eru meðal þeirra sem
nýta sér þjónustu íslenskra gagnavera í dag. Rétt er að
halda því til haga að ekki hefur verið virkjað sérstaklega
fyrir eitt einasta gagnaver á Íslandi. Þess í stað hafa þau
nýtt þá orku sem er til staðar í framleiðslukerfinu sem
annars hefði runnið ónotuð til sjávar. Gott dæmi um
þetta er nýtt gagnaver á Blönduósi sem gerir Landsvirkj-
un kleift að nýta betur afkastagetu Blönduvirkjunar og
selja áður ónýtta raforku án mikils viðbótarkostnaðar.
Gagnaverið hefur einnig tryggt grundvöll að uppbygg-
ingu innviða í sveitarfélaginu. Sömu sögu er að segja af
Suðurnesjum.
Gagnaversiðnaðurinn er góð viðbót við íslenskt
atvinnulíf og skiptir máli að fjallað sé um hann af skyn-
semi og á réttum forsendum. Öflugur gagnaversiðnaður
stuðlar að enn frekari tækifærum fyrir íslenskan hug-
verkaiðnað og skynsamri nýtingu á auðlindum Íslands.
Grunnstoð upplýsinga
Jóhann Þór
Jónsson
formaður
Samtaka
gagnavera
Appelsínugult ástand
Geðbætandi veðurblíðan í
sumar virðist ekki ná til þeirra
sem hafa fundið merkingar-
miðju tilveru sinnar á samfélags-
miðlum og þjóna þar dægrin
löng ólund sinni með því að æra
óstöðuga og sjálfa sig um leið.
Taugatitringurinn er orðinn
slíkur að jafnvel hópar fólks
sem hefur rottað sig saman í
kringum sameiginleg áhugamál
og hugðarefni klofna nú með
hærri hvelli en atóm. Meira að
segja hópur fólks með þráhyggju
fyrir einhverju jafn meinlausu
og tekkhúsgögnum logar nú
stafnanna á milli.
Stjörnugalið
Stjörnuspekingar þurfa varla að
deila um hvað veldur grimmd-
inni í rafrænu hjaðningavíg-
unum og eru einna líklegastir til
þess að hafa vit á að halda sig frá,
eða í það minnsta að halda kjafti,
á samfélagsmiðlum. Merkúr er
nefnilega í afturvirkni í Krabba-
merkinu um þessar mundir og
þá er voðinn vís samkvæmt
hinum loftkenndu fræðum. Þessi
staða himintunglanna eykur víst
verulega hættuna á mistökum
hvers konar, misskilningi og
hörðum árekstrum í mannlegum
samskiptum. Fólki er því bent
á að fara sérlega gætilega í sam-
böndum við annað fólk, hvort
sem þau byggja á ást eða hatri.
Pæling að slaka kannski aðeins
á Facebookinu og fá sér bara ís í
góða veðrinu, eins og maðurinn
sagði. toti@frettabladid.is
2 6 . J Ú L Í 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
2
6
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:1
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
7
9
-E
E
F
0
2
3
7
9
-E
D
B
4
2
3
7
9
-E
C
7
8
2
3
7
9
-E
B
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
5
6
s
_
2
5
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K