Fréttablaðið - 26.07.2019, Qupperneq 9
Það fyrsta sem mér datt í hug var að athuga hleðsluna á sím-anum mínum. Var „ég“ ekki
örugglega fullhlaðinn? Það næsta
sem ég hugsaði var hversu margir
hleðslubankar væru til á heimilinu.
Voru þeir allir fullhlaðnir? Hvað
gætum við hlaðið símana okkar oft
með því að nota bara hleðslubank-
ana? Ættum við að forgangsraða
hleðslunum, þannig að einungis
sími húsbóndans yrði hlaðinn ef
til þess kæmi. Yrði ekki skilningur
á því meðal heimilisfólksins að við
slíkar neyðaraðstæður þá þyrfti
allur óþarfi umsvifalaust að víkja.
Afþreyingartæki yrðu að sjálfsögðu
ekki hlaðin ef heimilið yrði að reiða
sig á neyðarbirgðirnar af rafmagni.
Hversu marga daga væri hægt að
viðhalda hleðslu á einum snjall-
síma á power-save stillingu?
Ef það gerist sem verið er að hóta
þá myndi það raska öllu daglegu
lífi okkar með milljón fyrirséðum
og ófyrirséðum afleiðingum. Er
kominn tími til að flytja í kofa upp
til fjalla, kaupa hrísgrjón og hagla-
byssu? Er einhver að hugsa um
börnin!?
Órafmögnuð rómantík
Svo rifjaðist upp fyrir mér að þetta
gat verið nokkuð huggulegt í gamla
daga. Þá gerðist þetta stundum.
Ljósin slokknuðu og maður fór í
næsta herbergi til að athuga hvort
það væri eins þar. Svo kíkti maður
út um gluggann til að sjá hvort ljós
kæmi úr gluggum nágrannanna og
á ljósastaurum. Loks, þegar fullvíst
var hvað hafði gerst var gengið
milli herbergja með kerti, kveikt
á rafhlöðudrifnu útvarpi og beðið
eftir fréttum af því hvenær raf-
magnið kæmist aftur á.
Þetta voru ekkert endilega svo
leiðinleg kvöld þegar rafmagnið
fór af í bænum; pínulítið róman-
tískt. Kannski yrði þetta allt í lagi
núna líka. Ég hugsaði að þetta
gæti bara verið notaleg tilhugsun
að börnin fengju að upplifa þetta.
Ekkert internet, ekkert sjónvarp,
ekkert Netflix. Ekkert. Bara kerti
og spil. Þvílík og önnur eins sam-
félagsmiðla veisla sem þetta yrði.
Myndir úr huggulegum stofum,
fólk í daufri og fallegri kertabirtu,
hlæjandi börn að leika sér með
hluti. Fólk að tala saman…#raf-
magnsskömmtun.
Skortur yfirvofandi
Það hafa nefnilega borist ískyggi-
legar fréttir af því undanfarnar
vikur að orkan sé að klárast. Frétta-
tímar voru stútfullur af spádómum
Landsnets um að innan örfárra ára
gæti komið til þess að skammta
þyrfti rafmagn til almennra
notenda á Íslandi. Það er bara svo
ofsalega lítið eftir og ef við höldum
áfram að kaupa fótanuddtæki,
flatskjái og hlaða endalaust þessi
snjalltæki þá lítur bara út fyrir
að það verði ekkert eftir til þess
að rista brauð, elda jólasteikina
eða gefa hjartastuð þegar maður
fær hjartaáfall af áhyggjum yfir
þessum déskotans orkuskorti.
Það eru bara alltof mörg raf-
magnshljómborð sem búið er að
gefa í fermingargjafir á Íslandi. Það
er alls ekki hægt að spreða meira
rafmagni í þess háttar tilgangs-
lausan lúxus; það þarf að hlaða
snjallsímana og hjartastuðtækin.
Dugir kannski að spila bara á
svörtu nóturnar, að minnsta kosti
á meðan hryggurinn er í ofninum.
Væri þá kannski hægt að komast
hjá því að slökkva ljósin hjá okkur
á jólunum?
Eins gott að fleiri Íslendingar
hafa ekki látið plata sig út í að
kaupa rafmagnsbíla. Við getum þá
huggað okkur við að enginn virðist
hafa sérstakar áhyggjur af bensín-
skorti á Íslandi.
Virkar að virkja?
Hvað er hægt að gera? Sem betur
fer vitum við svarið. Við bara
virkjum meira. Þótt rafmagnið sé
búið þá er nóg til af orku. Landið
okkar er svo langt frá því að vera
fullnýtt. Árangur áfram, ekkert
stopp. Við getum hætt að hafa
samviskubit yfir öllu rafmagninu
sem við sóum í að þvo fötin af
börnunum okkar, horfa á vídeó á
YouTube og lýsa upp heimilin að
vetrum, bara ef við keyrum í gegn
nokkrar virkjanir í viðbót.
Hversu alvarlegt er ástandið?
Ástandið er þannig að Ísland
framleiðir langmest rafmagn allra
þjóða í heiminum, ríflega tvöfalt
meira en næstu lönd. Þegar kemur
að orkunotkun þá erum við líka
framarlega. Íslendingar notuðu
sem samsvarar 17.479 kílóum af
olíu árið 2014, sem er síðasta árið
sem tímaritið The Economist hefur
gert lista yfir orkufrekustu lönd
heims. Og hvernig skyldi það nú
vera í samanburði við önnur lönd.
Jú, bensínsvelgirnir í Ameríku
eru í tíunda sæti á listanum. Þar
samsvaraði orkunotkunin 6.801
kílói af olíu. Hið umhverfisvæna
sjálfbærnisamfélag á Íslandi notaði
ekki nema 157% meiri orku á
mann en Bandaríkin, tvisvar og
hálfu sinnum meira. Þetta dugði
okkur í annað sæti á listanum eftir
olíuríkinu Qatar. Frændur okkar
Norðmenn komast líka ofarlega
á lista yfir orkusvelgi—orku-
notkun á mann þar er rétt tæplega
þriðjungur af eyðslunni okkar. Sú
orkuneysla skilar þeim í fjórtánda
sæti.
Geggjað lítill gróði
En—obb-obb-bobb, erum við
ekki að gleyma einhverju hérna?
Hljótum við Íslendingar ekki að
vera að græða heil reiðarinnar
ósköp á allri þessari umhverfis-
vænu orkuframleiðslu? Og jú jú,
það er nú líkast til. Fjölmargir
græða helling á árangri okkar í
orkunotkun. Skárra væri það nú að
við værum búin að láta byggja allar
þessar virkjanir og stóriðjur án
þess að við græddum á því.
En The Economist gefur út
annan áhugaverðan lista. Þeir kalla
það lista yfir verstu orkunýtingu
(„least efficient energy use“). Á
listanum er reiknað hversu mikla
landsframleiðslu lönd fá fyrir
hverja orkueiningu sem framleidd
er. Þar trónir á toppi deildarinnar
Kongó. Í öðru sæti er eyríkið Trini-
dad og Tobago en jöfn í þriðja til
fjórða sæti eru Ísland og Mósambík
(landið sem er með mynd af AK-47
riffli í þjóðfánanum). Engin hefð-
bundin samanburðarlönd Íslands
komast nálægt árangri okkar í
að græða geggjað lítið á brjálaðri
orkunotkun. Þegar kemur að því
að nýta orkuna illa þá erum við
einfaldlega í allt annarri deild.
Kannski varð bankahrunið á
Íslandi ekki út af ábyrgðarlausum
flatskjáakaupum venjulegs launa-
fólks. Og kannski mætti skoða
ýmislegt í orkumálum á Íslandi
áður en meiri ómetanlegri náttúru
er sökkt undir uppistöðulón eða
byrjað er að skammta venjulegum
Íslendingum rafmagn til þess að
trufla ekki afgreiðsluna á afsláttar-
orkunni sem íslenskir samninga-
menn hafa selt á undirverði til risa-
vaxinna stóriðjufyrirtækja. Það
hlýtur að minnsta kosti að mega
ræða það áður en allir byrja að
hamstra rafmagn í hleðslubanka
og hætta við að kaupa rafbíla.
Og ættum við ekki að nýta betur
orkuna sem við búum nú þegar
yfir áður en haldið er út í f leiri
framkvæmdir með óafturkræfum
afleiðingum fyrir náttúruna?
Í DAG
Þórlindur
Kjartansson
Blekhylki.is, S. 517 0150 – 2. hæð Smáralind
Ódýr blekhylki
og tónerar!
EITT LANDSINS
MESTA ÚRVAL
AF PERUM
Rafvörumarkaðurinn við Fellsmúla | Sími: 585 2888
Orkuskorturinn yfirvofandi
Og ættum við ekki að nýta
betur orkuna sem við búum
nú þegar yfir áður en haldið
er út í fleiri framkvæmdir
með óafturkræfum afleið-
ingum fyrir náttúruna?
Hvalárvirkjun mun hafa
jákvæð áhrif á afhend-
ingaröryggi rafmagns um
alla Vestfirði og stórefla
atvinnulíf á svæðinu.
Hvalárvirkjun er lykilatriði í uppbyggingu raforkukerf-isins á Vestfjörðum. Þetta
er ekki mín skoðun byggð á tilfinn-
ingum, heldur grjóthörð staðreynd
fengin úr nýlegri skýrslu Landsnets,
Tengipunktur við Ísafjarðardjúp og
tenging Hvalár.
Hér ríkir tjáningarfrelsi, sem
betur fer og því hafa margir tjáð sig
um Hvalárvirkjun. En í lok dags eru
það staðreyndir í málinu sem ég kýs
að taka mark á. Af umræðunni að
dæma skipta þær suma engu máli
sem gerir það að verkum að erfitt
er að ræða málið af einhverri skyn-
semi.
Er rammaáætlun ónýt?
Hvalárvirkjun er í rammaáætlun.
Hún komst í gegnum það nálarauga
sem rammaáætlun er og hefur þurft
að fara í gegnum ótrúlegustu hindr-
anir. Ítrekað. Svo oft að verkefnið
kemst varla áfram. Við erum því á
krossgötum. Annaðhvort fær verk-
efnið að komast af stað eða viður-
kenna verður að rammaáætlun er
ónýt.
Gleymum því ekki að ramma-
áætlun var mikill sigur fyrir
umhverfið og átti að vera verkfæri
til að greiða úr ágreiningi um hvað
skyldi nýta og hvað vernda. Í stað-
inn hefur hún þau áhrif að ekkert
gerist. Hvert skref er ítrekað kært af
sömu aðilunum.
Virkjun Hvalár á að fá að hefjast
sem allra fyrst, annars verður ríkið
að viðurkenna gagnsleysi ramma-
áætlunar og skerast í leikinn.
Lausn á orkuskorti
Það hefur verið karpað um það
í fjölmiðlum sl. daga hvort yfir-
vofandi sé orkuskortur á Íslandi í
náinni framtíð. Stjórnendur Lands-
nets og RARIK hafa haldið því fram.
Hver er lausnin? Skynsamleg nýting
orkuauðlinda okkar. Það er á hreinu
að orkuleysið, afhendingaröryggið
og tíðar rafmagnstruf lanir hafa
hindrað eflingu atvinnulífs á Vest-
fjörðum. Rafmagnstruf lanirnar
hafa kostað fyrirtækin á svæðinu
háar upphæðir því þær valda
skemmdum á tækjabúnaði og
vinnutapi. Hvalárvirkjun er eina
raunhæfa lausnin á þessu vanda-
máli. Það er staðreynd.
Andstæðingar umhverfisvænnar
orkuframleiðslu með Hvalárvirkj-
un halda því fram að orkan úr Hvalá
muni ekkert nýtast Vestfirðingum.
Þetta heyrum við Vestfirðingar oft
og er þessi yfirlætislega fullyrðing
orðin ansi þreytt, enda ósönn.
Í skýrslu Landsnets um tengingu
Hvalár kemur það skýrt fram að
Hvalárvirkjun mun hafa jákvæð
áhrif á afhendingaröryggið um alla
Vestfirði. Hefur til að mynda fyrir-
huguð Kalkþörungaverksmiðja í
Súðavík undirritað viljayfirlýsingu
um kaup á allt að átta megavöttum
af raforku af Vesturverki. Stað-
reyndirnar gerast ekki skýrari eða
sannari.
Tækifæri fyrir Árneshrepp
Á meðan ekkert gerist í virkjunar-
málum er sveitarfélagið Árnes-
hreppur að berjast fyrir tilverurétti
sínum. Þar stefnir í að heilsársbú-
seta muni líða undir lok ef ekki
verður farið í einhverjar aðgerðir.
Það er sárt að hugsa til þess.
Fólkið sem vaknar og sofnar í
Árneshreppi allt árið um kring,
ræktar þar land og búfénað, er
fólkið sem þekkir sveitarfélagið sitt
allra best. Þetta eru sérfræðingarnir
í málum Árneshrepps. Það veit að
Hvalárvirkjun er ekki að fara bjarga
hreppnum, en veit líka að hún er
hluti af lausninni. Hún er tækifæri
fyrir Árneshrepp sem íbúar ætla að
nýta til að efla svæðið. Þess vegna
hefur sveitarstjórnarfólkið veitt
virkjuninni brautargengi.
Þó íbúar Árneshrepps séu fáir þá
hljóta þeir að vera með öf lugustu
einstaklingum á landinu. Hverjir
aðrir myndu standa teinréttir og
klárir í næstu orrustu eftir aðfarir sl.
árs? Tekist á við tilraun virkjunar-
andstæðinga til yfirtöku sveitar-
stjórnarkosninga, verið úthúðuð
fyrir að veita framkvæmdaleyfi
og staðið í opinberu orðaskaki við
andstæðinga Hvalárvirkjunar sem
virðast hafa úr meiri mannafla og
peningum að spila en sveitarfélagið
Árneshreppur.
Íbúar Árneshrepps, eins og íbúar
Vestfjarða, hafa margoft þurft að
heyra frá virkjunarandstæðingum
að Hvalárvirkjun muni ekkert gera
fyrir íbúa Vestfjarða. Þetta hefur nú
loksins verið hrakið þar sem stað-
reyndin er önnur. Hvalárvirkjun
mun hafa jákvæð áhrif á afhending-
aröryggi rafmagns um alla Vestfirði
og stórefla atvinnulíf á svæðinu.
Jákvæð áhrif Hvalárvirkjunar
Hafdís
Gunnarsdóttir
formaður bæjar-
ráðs Ísafjarðar-
bæjar
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9F Ö S T U D A G U R 2 6 . J Ú L Í 2 0 1 9
2
6
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:1
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
7
9
-E
E
F
0
2
3
7
9
-E
D
B
4
2
3
7
9
-E
C
7
8
2
3
7
9
-E
B
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
5
6
s
_
2
5
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K