Fréttablaðið - 26.07.2019, Síða 14
Elskuleg móðir okkar og mormor,
Hanne Jeppesen
lést á Droplaugarstöðum 18. júlí.
Útför hennar fer fram frá
Fossvogskirkju föstudaginn 9. ágúst
klukkan 15. Þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Alzheimersamtökin.
Innilegar þakkir til starfsfólks Droplaugarstaða
fyrir góða aðhlynningu og hlýhug.
Móna Steinsdóttir.
Lizy Steinsdóttir
Daníel Einar Hauksson
Katrín Hanna Hauksdóttir
Sara Gunnlaugsdóttir
Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi,
Ástmar Ingimarsson
lést mánudaginn 22. júlí.
Hann verður jarðsunginn 30. júlí frá
Fella- og Hólakirkju kl. 13.00.
Eyrún Ingimarsdóttir Árni H. Ingason
Elías J. Ingimarsson Guðný Róbertsdóttir
Ingi V. Ingimarsson Birna Ingimarsdóttir
Sara Harðardóttir
systkinabörn og systkinabarnabörn.
Þökkum samúð og hlýhug vegna
andláts og útfarar ástkærrar móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
Kristínar Hagalínsdóttur
Skólavörðustíg 26.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á
deild A4 Landspítala í Fossvogi og
starfsfólks líknardeildar Landspítala í Kópavogi fyrir alúð
og hjúkrun í veikindum móður okkar. Guð blessi ykkur öll.
Guðrún Haraldsdóttir
Einar Ólafur Haraldsson Helga Hrönn Elíasdóttir
Ómar Ingi Magnússon
Guðrún Kristín Einarsdóttir Vilhjálmur Vilhjálmsson
Eydís Björk Einarsdóttir
Karen María Einarsdóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
Lilja Halldórsdóttir
andaðist á LSH við Hringbraut þann
11. júlí síðastliðinn. Útför hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Páll Vilhjálmsson
Halldór Pétur Pálsson Andrea Schlecht
Vilhjálmur Pálsson Klara Straumsnes
Þórsteinn Pálsson Ástríður Jóhanna Elvarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn,
faðir, tengdafaðir, afi,
sonur, bróðir og mágur,
dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon
forstjóri
Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands,
lést í Stokkhólmi, mánudaginn 15. júlí.
Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju
þriðjudaginn 30. júlí kl. 13.
Bergþóra Karen Ketilsdóttir
Davíð Þór Þorsteinsson Helena Eufemía Snorradóttir
Dagrún Inga Þorsteinsdóttir Marteinn Ingi Smárason
Þorkell Viktor Þorsteinsson Katrín Birna Sigurðardóttir
Alexandra Karen, Antonía Kolbrún, Alda Karen
Kristín Sigríður Þorsteinsdóttir
Árni Sigfússon Bryndís Guðmundsdóttir
Gylfi Sigfússon Hildur Hauksdóttir
Margrét Sigfúsdóttir Bjarni Sigurðsson
Þór Sigfússon Halldóra Vífilsdóttir
Sif Sigfúsdóttir Búi Kristjánsson
Heittelskaður eiginmaður minn
og besti vinur, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Ólafur Jónsson
fv. sérfræðingur Landsbanka
og áður verkstjóri,
Áslandi 2, Mosfellsbæ,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans 11E þann
23. júlí sl. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
þann 31. júlí kl. 11.
Kristín Sæunnar Sigurðardóttir
Sæunn Ólafsdóttir Benedikt Arnarson
Iðunn Ólafsdóttir Árni Valur Skarphéðinsson
Ólöf Rún Árnadóttir, Skarphéðinn Stefán Árnason,
Ríkharður Rafn Árnason, Þula Guðrún Árnadóttir,
Baldur Benediktsson, Freyja Benediktsdóttir
List og súkkulaðigerð
Fríða í notalegu kaffihúsi sinu. Myndir hennar, sem sýna fjölskyldutengsl, eru í bak-
grunni. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Ljúffengir konfektmolar með fyllingu.
Þegar Fríða Björk Gylfa-
dóttir missti vinnuna í
bankanum ákvað hún að
sameina áhugamál sín
og stofnaði súkkulaði-
kaffihús á Siglufirði.
Fríða Björk Gylfadóttir rekur kaffihúsið Fríða súkkulaði-kaffihús á Siglufirði. Þar er boðið upp á heitt súkkulaði og gómsætt heimagert konfekt í notalegu umhverfi. Veggina
prýða svo myndir eftir Fríðu, en hún var
með vinnustofu í sama húsi.
„Ég vann hjá Arion banka og missti
vinnuna árið 2015 og þá stakk bóndinn
upp á því að ég myndi sameina áhuga-
mál mín; listina og súkkulaðigerðina
sem ég hafði fengist við heima í fimmtán
ár. Þetta var svo skemmtileg hugmynd
að ég gat ekki látið hana verða að engu,“
segir Fríða.
Fríða býr til konfektmola og súkku-
laðiplötur og heitt súkkulaði. Hún segir
vinsælustu súkkulaðiplöturnar vera
karamellusúkkulaði með trönuberjum
og sjávarsalti og fast á hæla þess fylgi ljóst
karamellusúkkulaði með Appollolakkrís
og karamellukexperlum. Ljúffengir kon-
fektmolar eru allir með fyllingu og þar
notar Fríða meðal annars gráðost og
romm.
Hún segir aðsóknina vera miklu betri
en hún hafði átt von á. „Útlendingar eru
duglegir að koma og staðurinn spyrst
mjög vel út.“
Spurð hvort það hafi verið áfall að
missa vinnuna segir hún: „Auðvitað
var sjokk að vera sagt upp vinnunni, ég
var búin að vera þarna í 20 ár, en eigin-
maðurinn kallaði þetta blessun. Það er
miklu meiri vinna á mér núna og miklu
minni laun en miklu meira gaman.“
Lék í Paradísarheimt
Þegar Fríða var fjórtán ára lék hún í sjón-
varpsþáttunum Paradísarheimt sem
gerðir voru eftir sögu Halldórs Laxness.
„Ég sá að það var auglýst eftir statista
og fór í viðtal. Um kvöldið var hringt í
mömmu og pabba og þeim tilkynnt að ég
fengi hlutverk. Ég var í Kvennaskólanum
og Guðrún skólastjóri gaf mér frí með því
skilyrði að ég myndi ekki sækjast eftir
aðalhlutverkinu.“
Fríða lék Steinu, dóttur Steinars bónda,
og meðal leikara voru Jón Laxdal, Rúrik
Haraldsson, Róbert Arnfinnsson, Helga
Bachmann, Helgi Skúlason og f leiri
kempur. „Þetta var mikið ævintýri og
mér, tryppinu sem kunni ekkert og vissi
ekkert, var tekið dásamlega.“ Lengri varð
leikferillinn ekki, en dansinn tók við. „Ég
sá Singin in the Rain og svaf ekkert um
nóttina og skráði mig í danstíma daginn
eftir og var í dansi í átta ár.“
Myndir um fjölskyldutengsl
Nú er það myndlistin sem á hug Fríðu
ásamt súkkulaðigerðinni. Hún er ekki
lærð í myndlist en segist mála eins mikið
og hún geti. Hestamyndir hennar prýða
kaffihúsið auk raðar mynda sem sýna
fjölskyldutengsl. „Gamall bekkjarbróðir
minn úr MR og eiginmaður hans komu í
heimsókn til mín. Ég fór að hugsa að það
væri ekkert svo langt síðan samband
eins og þeirra var ekki leyfilegt. Ég fór að
skoða alls konar fjölskyldumynstur og til
varð myndaröð sem sýnir tengslaþræði.
Ég gerði 30 slíkar myndir og sýndi fyrir
sunnan hjá Ófeigi á Skólavörðustíg. Nú
eru nokkrar þessara mynda hér á sýn-
ingu.“ kolbrunb@frettabladid.is
Þetta var svo skemmtileg hug-
mynd að ég gat ekki látið hana
verða að engu.
Merkisviðburðir
1896 Suðurlandsskjálfti á svæðinu frá Landsveit vestur
í Ölfus. Fjöldi bæja í Rangárvallasýslu hrynur til grunna.
Þetta var sá fyrsti af fimm skjálftum, sem áætlað er að
hafi verið 6,5-6,9 stig að styrk.
1929 Vélbáturinn Gotta kemur til Reykjavíkur úr leiðangri
til Grænlands. Með í för eru fimm sauðnautskálfar sem
fyrst eru geymdir á Austurvelli og vekja þar mikla athygli.
Síðar eru þeir fluttir í Gunnarsholt þar sem þeir týna
tölunni.
1959 Til mikilla átaka kemur á dansleik á Siglufirði, þar
sem á annað hundrað skip voru í höfn vegna brælu. Tólf
menn slasast í fjöldaslagsmálum.
1984 Keppt er í Reykjavíkurmaraþoni, alþjóðlegu mara-
þonhlaupi, í fyrsta sinn. Þátttakendur eru 214 en árið
2018 voru þeir um níu þúsund.
2 6 . J Ú L Í 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R14 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT
2
6
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:1
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
7
9
-C
2
8
0
2
3
7
9
-C
1
4
4
2
3
7
9
-C
0
0
8
2
3
7
9
-B
E
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
5
6
s
_
2
5
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K