Fréttablaðið - 26.07.2019, Qupperneq 20
Gæðasteik af
grillinu passar
mjög vel með
góðu salati.
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
Hvort sem þú setur þinn uppáhaldsost á hamborgarann, grilluðu ostapizzuna
nú eða njótir þess að grilla hann
einan sér, má með sanni segja að
úr verði algjört sælgæti sem verður
erfitt að standast.
Það besta við grillaðan mat,
fyrir utan dásamlegt bragðið,
er líka hversu einföld eldunar
aðferðin er og því er upplagt að
leyfa hugmyndafluginu að njóta
sín og prófa sig áfram með forrétti,
aðalrétti og eftirrétti.
Gott í matinn
mælir með
ostaveislu
á grillið
Grillaður ostur er ljúffengur.
Grilluð ostapizza með chillismjöri og apríkósum.
Þegar eldað er á kolagrilli er hægt að stjórna hitanum jafnt eins og þegar nokkrir
hitabrennarar eru á gasgrilli. Með
því að dreifa úr kolunum um allt
grillið er maður að elda „direct“ en
ef maður raðar þeim öðrum megin
á botninn en eldar síðan þar sem
þau eru ekki heitir það að grilla „in
direct“. Með því að grilla indirect
er hægt að elda matinn við vægari
hita lengur en við það verður hann
mjög safaríkur.
Setjið kolin öðrum megin á
grillið. Veljið fitusprengt kjöt því
það verður safaríkara. Betra ef fitan
er í kjötinu sjálfu í stað fiturandar.
Þegar keypt er gæðakjöt þarf ekki
að marinera það. Best er að „vökva“
bitana örstutt í espresso kaffi áður
en þeir eru grillaðir. Ekki salta
kjötið áður en það er sett á grillið.
Best að bragðbæta með salti á grill
inu. Penslið grillið með matarolíu
áður en kjötið er lagt á teinana svo
það festist ekki við þá. Þegar kjötið
er búið að fá á sig fallega húð skal
færa það „indirect“ og látið vera
smástund með loki.
Kjötið á að standa á borði og
hvíla í 1015 áður en það er skorið.
Ekki setja í álpappír því þá heldur
það áfram að eldast.
Þegar grilla skal góðan mat
Flestir nota gasgrill þegar þeir grilla. Kolagrillin eru þó með ákveðinn sjarma og sumum
finnst maturinn verða betri. Það er gaman að elda á kolagrilli og þau geta verið þægileg.
Íslenskir myglu
ostar eru
sívinsælir á
veisluborðum
landsmanna en
þeir passa líka
fullkomlega á
grillið!
Við deilum hér með ykkur
brakandi ferskum og spennandi
uppskriftum frá gottimatinn.is en
þar er hægt að finna fleiri girnileg
ar grilluppskriftir fyrir sumarið.
Grillaður Dala Höfðingi
með jarðarberja- og
pekanhnetusalsa
smáréttur fyrir 46
2 stk. Dala Höfðingi
1 lítill bakki jarðarber
1 dl ristaðar og saxaðar pekan-
hnetur
1 góð handfylli fersk basilíka
1 msk. balsamikedik
1 msk. hunang
Svartur nýmalaður pipar
Skerið jarðarberin smátt ásamt
basilíku og setjið í skál. Bætið
rest af hráefnum út í og hrærið
aðeins saman. Smakkið til með
svörtum pipar og e.t.v. hunangi
ef þarf. Setjið til hliðar. Hitið grill
við meðalhita. Leggið ostinn beint
á grillið eða á bút af álpappír.
Lokið grillinu og grillið ostinn
í u.þ.b. 5 mínútur á hvorri hlið
eða þar til hann er mjúkur í gegn.
Færið ostinn varlega yfir á lítið
fat, toppið með jarðarberjasalsa
og berið fram strax með ristuðu
baguette eða kexi.
Grilluð ostapizza
með chillismjöri og
apríkósum
fyrir einn eða smáréttur fyrir tvo
Chillismjör
50 g smjör
2 tsk. chillimauk eða 1 saxaður
ferskur chillipipar (minna ef þið
viljið ekki sterkt smjör)
1 hvítlauksrif, smátt saxað
2 msk. fersk steinselja
Smá sjávarsalt
Setjið allt saman í pott og hrærið
þar til smjörið er bráðnað.
Ostapizza
1 kúla tilbúið pizzadeig
1 Dala Kastali, skorinn í litla bita
3 dl rifinn Óðals Búri
2 ferskar apríkósur, skornar í
sneiðar (líka gott að nota t.d.
ferskjur eða nektarínur)
Góð handfylli fersk basilíka og/
eða klettasalat
Fletjið pizzadeigið út þannig að
pizzan sé dálítið þykk, (svipuð og
naanbrauð). Penslið chilli smjöri
báðum megin. Hitið grill við
meðalhita og leggið pizzadeigið
beint á grillið. Þegar þið sjáið loft
bólur myndast á yfirborðinu snúið
þá við.
Dreifið báðum ostum vel yfir
pizzuna og lokið grillinu þar til
osturinn er bráðnaður og pizzu
botninn alveg bakaður í gegn.
Toppið með apríkósum og ferskri
basilíku eða klettasalati og berið
fram strax.
Taílenskt steikarsalat
Hér kemur uppskrift að taílensku
steikarsalati sem er mjög gott í
sumarhita. Auk þess þarf ekki
mikið að hafa fyrir því. Kjötið
er grillað og best ef það fær í sig
þetta kolabragð. Þetta kjöt þarf að
marinera í að minnsta kosti eina
klukkustund.
500 g gott nautakjöt
4 msk. fiskisósa
2 msk. sykur
1 msk. ferskt engifer
2 heilir, þurrkaðir chilli, rauðir
1 hvítlauksrif
1 límóna
2 msk. límónusafi
⅓ agúrka
½ dl jarðhnetur, ristaðar
2 skalottlaukar, skornir í sneiðar
3 dl kryddjurtir, til dæmis minta,
basil og kóríander
Hrærið saman 1 msk. fiskisósu og
1 msk. sykur. Penslið kjötið með
þessari blöndu.
Búið til dressingu. Blandið saman
fiskisósu, sykri, engifer, chilli, hvít
lauk og límónusafa.
Grillið kjötið í um það bil 5 mín
útur á hvorri hlið, fer eftir þykkt.
Látið síðan hvíla í 10 mínútur. Skerið
í þunnar sneiðar.
Setjið eftirlætissalatið á disk,
raðið kjötinu fallega yfir, því næst
gúrkubitum, skallottulauk, hnetum
og kryddjurtum. Dreifið dress
ingunni yfir. Það má bæta í salatið ef
fólk vill eitthvað fleira með kjötinu.
Til fróðleiks má geta þess að alltaf
er best að vera með steikarmæli við
höndina þegar grillað er.
Kjúklingalæri með beini þarf að
vera 82°C þegar það er fulleldað.
Kjúklingabringa þarf að vera 72°C.
Svínakótiletta 70°C og nautasteik
frá 5470°C eftir því hversu mikið
fólk vill hafa hana eldaða.
Lambakótilettur þurfa að vera
5670°C og lax 4852°C. Túnfisk
steik þarf að vera 32°C.
Kjötið á að standa á
borði og hvíla í
10-15 áður en það er
skorið. Ekki setja í
álpappír því þá heldur
það áfram að eldast.
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 6 . J Ú L Í 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U R
2
6
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:1
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
7
9
-E
5
1
0
2
3
7
9
-E
3
D
4
2
3
7
9
-E
2
9
8
2
3
7
9
-E
1
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
5
6
s
_
2
5
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K