Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.07.2019, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 26.07.2019, Qupperneq 21
Framhald á síðu 2 ➛ F Ö S T U DAG U R 2 6 . J Ú L Í 2 0 1 9 Kynningar: Krabbameinsfélagið, Artasan, Ljósið, Eins og fætur toga Maraþon Skokkið er gott tækifæri til að skreppa út í náttúruna og njóta hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Hleypur í þrítugasta skiptið Margrét Jónsdóttir hleypur sitt þrítugasta hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu og ætlar að klára það eins og hin 29 hálfmaraþonin. Fyrst og fremst snúast hlaupin um að líða vel. Árið 1985 stofnaði Margrét skokkhóp ásamt hópi fólks. Sama ár tók hún þátt í sjö kílómetra hlaupi í Reykjavíkur­ maraþoninu ásamt 11 ára syni sínum sem vann hana í hlaupinu. Það var svo árið 1986 sem Margrét hljóp sitt fyrsta hálfmaraþon með vinum. Margrét hefur alltaf stefnt að því að ljúka hlaupi og ætlar líka að gera það í ár. Hins vegar spáir hún lítið í tímann. Hún leggur fyrst og fremst áherslu á að líða vel og hafa gaman. „Ég myndi segja að ég væri jafnvel frekar lengi að hlaupa. Ég læt líkamann alveg ráða hvað ég get gert. Fyrst og fremst er ég að njóta þess að skoða borgina mína þegar ég skokka um hana.“ Margrét segir að í fyrra hafi hún náð að hlaupa hálfmaraþonið í Reykjavíkurmaraþoninu á 2,13 klukkustundum en líklegast sé besti tíminn sem hún hefur náð 1,54 klukkustundum. Hristir hendurnar fyrir áhorfendur Hlaupaleið Reykjavíkurmara­ þonsins hefur tekið ýmsum breytingum í gegnum tíðina. Margrét segir að þó hafi alla tíð verið hlaupið frá miðborg Reykjavíkur út á Seltjarnarnes og hafnarsvæðisleiðina inn að Kleppi. Í ár verður hlaupið í gegnum íbúa­ hverfi sem Margrét telur að geti verið skemmtilegt. Það bjóði upp á Sólrún Freyja Sen solrunfreyja@frettabladid.is KYNNINGARBLAÐ 2 6 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :1 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 7 9 -F 3 E 0 2 3 7 9 -F 2 A 4 2 3 7 9 -F 1 6 8 2 3 7 9 -F 0 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.