Fréttablaðið - 26.07.2019, Síða 22
að fólk komi út af heimilum sínum
til að hvetja hlauparana. „Það er
orðið meira af því hér heima, að
fólk klappi og það sé tónlist spiluð.
Það er rosalega gott að fá tónlistina
inn, þá hristir maður hendurnar
og klappar eins og heyrnarlausir til
að þakka fyrir sig. Það verður mjög
fínt að fara inn í íbúagöturnar.“
Margrét segist þó ekki alveg viss
hvort hún ætli að taka þátt í f leiri
hálfmaraþonum eftir Reykjavíkur-
maraþonið þar sem golfið heilli.
„En hver veit. Ég frétti af sjötugri
konu sem „trimmaði“ Laugaveg-
inn.“ Fyrir Margréti er „trimmið“
eða skokkið slakandi og gott tæki-
færi til að njóta náttúrufegurðar.
„Það gerir rosalega mikið fyrir mig
og ég nýt þess í botn að vera ein á
Hólmsheiðinni að skokka. Ég hef
verið svo heppin að geta stundað
skokkið og fá að skreppa út í nátt-
úruna til að njóta hennar. Það er
mitt lífsmottó.“
Þolþjálfun eykur vellíðan
Á Hólmsheiðinni er fullt af malar-
stígum og hestaslóðum sem Mar-
grét skokkar um. Þó hún sé oftast
ein á heiðinni segist hún taka eftir
að utanvegahlaup er orðið vinsælt.
„Ég æfi alltaf á malarstígum og í
náttúrunni, þar sem það er bæði
skemmtilegra og hollara en að vera
á malbiki.“
Margrét starfaði sem kennari og
íþróttakennari alla sína tíð. „Ég hef
alltaf lagt mikla áherslu á að fólk
njóti þess sem það er að gera. Það
þarf ekki að fara of hratt og heldur
ekki of langt.“ Margrét segist hafa
fundið fyrir því þegar hún var í
skokkhópnum á 9. áratugnum að
sumir í hópnum vildu árangur
strax, en voru ekki tilbúnir þar
sem þá vantaði betri grunnþjálfun.
Skokkið er bæði gott fyrir and-
lega og líkamlega heilsu. Margrét
hefur alla tíð í sinni kennslu lagt
mikla áherslu á þolþjálfun, sem er
gífurlega mikilvæg. Færni hjartans
til að flytja súrefni út til vöðvanna
eykst með þolþjálfun, þá líður
manni betur og hreinsar líkamann
af alls konar kvillum að hennar
sögn. Góðar þolþjálfunaræfingar
sem Margrét nefnir eru til dæmis
röskleg ganga, skokk og ganga til
skiptis, dans, að hjóla, sund og
skíðaganga.
Heppin að hafa gaman af
íþróttum
Margrét upplifir að fólk sé með-
vitaðra í dag um mikilvægi þess að
hreyfa sig daglega og að ofreyna
sig ekki. „Í dag eru hugmyndir um
hreyfingu allt öðruvísi, sem mér
finnst rosalega gott.“ Margrét segir
að hreyfing sé alveg jafn mikilvæg
og að tannbursta sig. Það sé afleitt
að fólki detti í hug að hætta að
hreyfa sig eftir þrítugt. „Það er bara
ekki inni í myndinni.“
Margrét telur sig einstaklega
heppna að hafa alltaf fundist
gaman að íþróttum, það er ekki
öllum sem finnst það. Ef maður
hefur ekki gaman af íþróttinni
sem maður stundar þá eru líkur á
að maður hætti. „Það er óþarfi að
hræða fólk og segja að það þurfi
að vera marga klukkutíma á dag
að hreyfa sig. Nú er ég á efri árum
og ég bendi fólki á mínum aldri oft
á þessa daglegu hreyfingu sem er
kannski hálftími. Það gerir mikið
fyrir fólk til að berjast við Elli
kerlingu.“ Margrét mælir til dæmis
með göngutúrum eða sundi.
Sjálf endar hún alltaf hvers kyns
íþróttaæfingu sem hún stundar á
sundi og vatnsnuddi. „Það er það
besta. Ég veit að það er tímafrekt
fyrir yngra fólk, en maður þarf
ekkert að vera lengi í sundinu.“
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654,
Flestir vita að hreyfing af öllu tagi er góð fyrir heilsuna. Líklega eru færri sem vita að
regluleg hreyfing í 30 mínútur á
dag getur minnkað líkur á ýmsum
tegundum krabbameina svo sem
í ristli og endaþarmi, brjóstum og
legbol. Rannsóknir sýna að ein-
staklingar sem hreyfa sig reglulega
greinast sjaldnar með krabbamein
en þeir sem hreyfa sig lítið sem
ekkert.
„Við segjum okkur líklega alltof
oft að við höfum ekki tíma til
að hreyfa okkur,“ segir Jóhanna
Eyrún Torfadóttir, sérfræðingur í
forvörnum hjá Krabbameinsfélag-
inu. „Góðu fréttirnar eru að það
þarf ekki að hlaupa maraþon til
að hafa jákvæð áhrif á heilsuna.
Það að labba eða ganga rösklega
í 30 mínútur á dag er einstaklega
áhrifarík leið til að fá hreyfingu
sem skilar sér í styrkingu vöðva.“
Regluleg en hófleg hreyfing
styrkir ónæmiskerfið, minnkar
bólgur, lækkar estrógen- og insúl-
ínmagn í blóðinu og hjálpar til að
viðhalda hæfilegri líkamsþyngd.
Allt eru þetta þættir sem geta veitt
vernd gegn krabbameinum. Það
sama gildir um einstaklinga sem
greinst hafa með krabbamein. Í
meðferð og að henni lokinni hefur
hreyfing þau áhrif að auka lífsgæði
og minnka líkur á endurkomu
meinsins. Daglegt líf breytist
mikið eftir krabbameinsgreiningu
og hefur áhrif á andlega og líkam-
lega líðan. Líkja mætti krabba-
meinsmeðferð við langhlaup þar
sem hver og einn fer á sínum hraða
en hvert skref í hreyfingu er skref í
rétta átt.
Ég hleyp af því ég get það!
Í tilefni af Reykjavíkurmaraþon-
inu vill Krabbameinsfélagið vekja
athygli á þeim mörgu kostum sem
fylgja hreyfingu. Í því samhengi
fær félagið lánuð einkunnarorð
Gunnars Ármannssonar hlaupa-
garps, sem hefur reynt krabba-
mein á eigin skinni og segir: „Ég
hleyp af því ég get það.“
Krabbameinsfélagið hvetur
þátttakendur í Reykjavíkurmara-
þoninu til að tileinka sér hugar-
far Gunnars og gefur öllum þeim
hlaupurum sem vilja höfuð- eða
fyrirliðaband með þessum ein-
stöku hvatningarorðum á Fit &
Run sýningunni í Laugardalshöll.
Það er aldrei of seint að byrja
reglulega hreyfingu eða bæta við
hreyfingu í daglegu lífi. Sumarið er
kjörinn tími til að byrja til dæmis
að hjóla, synda, labba eða skokka
og ekki er verra að taka með sér
góðan vin/vini, börnin sín og/eða
barnabörn – því það græða allir á
því að hreyfa sig. Hlaupum á okkar
forsendum, hægt eða hratt, langt
eða stutt – af því við getum það!
Þú þarft ekki að vera maraþonhlaupari
til að minnka líkur á krabbabeini
Krabbameins-
félagið hvetur
landsmenn
til reglulegrar
hreyfingar, því í
henni felst góð
forvörn gegn
krabbameinum.
Félagið hvetur
hlaupara til dáða
í Reykjavíkur-
maraþoninu og
gefur bönd með
slagorðinu sínu.
Arnar Pétursson og Berglind Alda Ástþórsdóttir með höfuð- og fyrirliða-
böndin. Berglind hefur nú þegar safnað yfir 140.000 kr. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Góðu fréttirnar
eru að það þarf
ekki að hlaupa maraþon
til að hafa jákvæð áhrif á
heilsuna.
Eyrún Torfadóttir
Margrét hristir hendurnar á hlaupunum til að þakka fyrir hvatningu áhorfenda. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Ég myndi segja að
ég væri jafnvel
frekar lengi að hlaupa.
Ég læt líkamann alveg
ráða hvað ég get gert.
Fyrst og fremst er ég að
njóta þess að skoða
borgina mína þegar ég
skokka um hana.
Framhald af forsíðu ➛
2 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . J Ú L Í 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RMARAÞON
2
6
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:1
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
7
9
-F
8
D
0
2
3
7
9
-F
7
9
4
2
3
7
9
-F
6
5
8
2
3
7
9
-F
5
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
5
6
s
_
2
5
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K