Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.07.2019, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 26.07.2019, Qupperneq 30
 10 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . J Ú L Í 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RMARAÞON Það eru haldin ótal maraþon­hlaup um víða veröld á hverju ári en flestir eru sammála um að sex þeirra beri af. Maraþonin í Boston, London, Berlín, Chicago, New York og Tókýó eru öll hluti af hinum svokölluð Abbott Mara­ thon Majors, en það eru einhver fagmannlegustu og vinsælustu maraþonhlaup heims. Árið 2006 ákváðu stjórnendur fimm þessara hlaupa að stofna sér­ staka keppni fyrir þá sem taka þátt í þeim öllum og það er ein milljón dollara í verðlaun, sem bestu kven­ kyns og karlkyns hlaupararnir skipta á milli sín. Tókýó bættist svo við árið 2013. Hlaupin þurfa að standast margar strangar gæða­ kröfur sem tryggja að fagmann­ lega sé staðið að skipulagningu og framkvæmd þeirra. Hvert þeirra hefur svo líka sín eigin inntöku­ skilyrði. Hugmyndin á bak við keppnina var að ýta undir þróun maraþonkeppna, vekja athygli á maraþonhlaupurum og auka áhuga á keppnishlaupi á hæsta stigi. Tókýó Tókýó maraþonið fer fram fyrsta sunnudag í mars og það er hægt að skrá sig í ágústmánuði. Þeir sem eru virkilega hraðskreiðir geta reynt að fá inngöngu út á það, en karlar sem geta klárað maraþon á milli 2:21:01 og 2:45:00 og konur sem geta klárað það á milli 2:52:01 og 3:30:00 geta komist inn í sérstökum flokki. Boston Boston maraþonið fer fram þriðja mánudag í apríl, en skráning hefst í september. Það þarf að ná ákveðnum lágmarkstíma til að mega taka þátt, en bara þeir sem ná allra besta tímanum komast að, því aðsóknin er svo mikil. Í fyrra náðu 7.300 manns lágmarkstímanum en fengu samt ekki að taka þátt vegna plássleysis. London London maraþonið fer fram síðasta sunnudag í apríl en það er gríðar­ lega erfitt fyrir þá sem eru ekki heimamenn að fá að taka þátt. Besta vonin er að vera dregin(n) úr potti, en það er hægt að skrá sig í pottinn í apríl og maí. Yfir 400 þúsund manns skráðu sig í ár, en bara 42 þúsund komast að. Berlín Maraþonið í Berlín fer fram á síðasta sunnudegi í september. Skráning hefst um miðjan október og endar snemma í nóvember. Það er von til að komast inn í hlaupið í gegnum lotterí, eins og í London, en þó samkeppnin sé minni en í London er hún samt hörð. Chicago Chicago maraþonið fer fram á sunnudegi Kólumbusardags­ helgar í Bandaríkjunum, en í ár það 13. október. Upplýsingar um skráningu eru ekki birtar fyrr en helgina sem hlaupið fer fram, en yfirleitt hefst lotterí í október og vinningshafarnir eru svo tilkynntir í desember. Maður fær líka þátttökurétt ef maður hefur tekið þátt í hlaupinu fimm sinnum eða oftar síðasta áratug. New York New York maraþonið fer fram á fyrsta sunnudegi í nóvember og til að fá þátttökurétt þarf að ná ákveðnum lágmarkstíma. Þeir sem ná því ekki geta freistað þess að fá aðgang í gegnum lotteríi sem fer yfirleitt fram frá því um miðjan janúar þar til um miðjan febrúar. Þeir sem hafa klárað hlaupið fimm­ tán sinnum hafa öðlast þátttöku­ rétt alla ævi. Bestu maraþonhlaup í heimi Árið 2013 varð Tókýó maraþonið eitt af Abbott Marathon Majors hlaup- unum en hlaupið fer fram fyrsta sunnudag í mars. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Það eru sex maraþonhlaup um víða veröld sem bera af þegar kemur að fagmennsku, enda þurfa þau að standast strangar gæða­ kröfur. Saman mynda þessi sex hlaup keppnina Abbott Mara­ thon Majors. 6.-7. SEPTEMBER 2019 SEX VEGALENGDIR VIÐ ALLRA HÆFI ALLIR HLAUPA, ALLIR VINNA OG ALLIR VELKOMNIR HENGILL ULTRA LÉTTUR TRAIL 5 KM HÁLFUR TRAIL 10 KM TRAIL 25 KM HENGILL LIÐAKEPPNI 4X25 ULTRA TRAIL 50 KM 2 Itra punktar ULTRA TRAIL PLÚS 100 KM 4 Itra punktar hengillultra hengillultra #hengillultra www.hengillultra.is 2 6 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :1 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 7 9 -D 1 5 0 2 3 7 9 -D 0 1 4 2 3 7 9 -C E D 8 2 3 7 9 -C D 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.