Fréttablaðið - 26.07.2019, Qupperneq 30
10 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . J Ú L Í 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RMARAÞON
Það eru haldin ótal maraþonhlaup um víða veröld á hverju ári en flestir eru sammála um
að sex þeirra beri af. Maraþonin í
Boston, London, Berlín, Chicago,
New York og Tókýó eru öll hluti af
hinum svokölluð Abbott Mara
thon Majors, en það eru einhver
fagmannlegustu og vinsælustu
maraþonhlaup heims.
Árið 2006 ákváðu stjórnendur
fimm þessara hlaupa að stofna sér
staka keppni fyrir þá sem taka þátt
í þeim öllum og það er ein milljón
dollara í verðlaun, sem bestu kven
kyns og karlkyns hlaupararnir
skipta á milli sín. Tókýó bættist
svo við árið 2013. Hlaupin þurfa að
standast margar strangar gæða
kröfur sem tryggja að fagmann
lega sé staðið að skipulagningu og
framkvæmd þeirra. Hvert þeirra
hefur svo líka sín eigin inntöku
skilyrði. Hugmyndin á bak við
keppnina var að ýta undir þróun
maraþonkeppna, vekja athygli
á maraþonhlaupurum og auka
áhuga á keppnishlaupi á hæsta
stigi.
Tókýó
Tókýó maraþonið fer fram fyrsta
sunnudag í mars og það er hægt að
skrá sig í ágústmánuði. Þeir sem eru
virkilega hraðskreiðir geta reynt að
fá inngöngu út á það, en karlar sem
geta klárað maraþon á milli 2:21:01
og 2:45:00 og konur sem geta klárað
það á milli 2:52:01 og 3:30:00 geta
komist inn í sérstökum flokki.
Boston
Boston maraþonið fer fram þriðja
mánudag í apríl, en skráning
hefst í september. Það þarf að ná
ákveðnum lágmarkstíma til að
mega taka þátt, en bara þeir sem ná
allra besta tímanum komast að, því
aðsóknin er svo mikil. Í fyrra náðu
7.300 manns lágmarkstímanum en
fengu samt ekki að taka þátt vegna
plássleysis.
London
London maraþonið fer fram síðasta
sunnudag í apríl en það er gríðar
lega erfitt fyrir þá sem eru ekki
heimamenn að fá að taka þátt.
Besta vonin er að vera dregin(n)
úr potti, en það er hægt að skrá sig
í pottinn í apríl og maí. Yfir 400
þúsund manns skráðu sig í ár, en
bara 42 þúsund komast að.
Berlín
Maraþonið í Berlín fer fram á
síðasta sunnudegi í september.
Skráning hefst um miðjan október
og endar snemma í nóvember.
Það er von til að komast inn í
hlaupið í gegnum lotterí, eins og
í London, en þó samkeppnin sé
minni en í London er hún samt
hörð.
Chicago
Chicago maraþonið fer fram á
sunnudegi Kólumbusardags
helgar í Bandaríkjunum, en í ár það
13. október.
Upplýsingar um skráningu eru ekki
birtar fyrr en helgina sem hlaupið
fer fram, en yfirleitt hefst lotterí í
október og vinningshafarnir eru
svo tilkynntir í desember.
Maður fær líka þátttökurétt ef
maður hefur tekið þátt í hlaupinu
fimm sinnum eða oftar síðasta
áratug.
New York
New York maraþonið fer fram á
fyrsta sunnudegi í nóvember og
til að fá þátttökurétt þarf að ná
ákveðnum lágmarkstíma. Þeir sem
ná því ekki geta freistað þess að fá
aðgang í gegnum lotteríi sem fer
yfirleitt fram frá því um miðjan
janúar þar til um miðjan febrúar.
Þeir sem hafa klárað hlaupið fimm
tán sinnum hafa öðlast þátttöku
rétt alla ævi.
Bestu maraþonhlaup í heimi
Árið 2013 varð Tókýó maraþonið eitt af Abbott Marathon Majors hlaup-
unum en hlaupið fer fram fyrsta sunnudag í mars. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Það eru sex
maraþonhlaup
um víða veröld
sem bera af
þegar kemur að
fagmennsku,
enda þurfa þau
að standast
strangar gæða
kröfur. Saman
mynda þessi sex
hlaup keppnina
Abbott Mara
thon Majors.
6.-7. SEPTEMBER 2019
SEX VEGALENGDIR VIÐ ALLRA HÆFI
ALLIR HLAUPA, ALLIR VINNA OG ALLIR VELKOMNIR
HENGILL
ULTRA
LÉTTUR
TRAIL
5 KM
HÁLFUR
TRAIL
10 KM
TRAIL
25 KM
HENGILL
LIÐAKEPPNI
4X25
ULTRA
TRAIL
50 KM
2 Itra punktar
ULTRA
TRAIL PLÚS
100 KM
4 Itra punktar
hengillultra hengillultra #hengillultra www.hengillultra.is
2
6
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:1
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
7
9
-D
1
5
0
2
3
7
9
-D
0
1
4
2
3
7
9
-C
E
D
8
2
3
7
9
-C
D
9
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
5
6
s
_
2
5
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K