Fréttablaðið - 26.07.2019, Page 38
8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 6 . J Ú L Í 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U R
Það er hægt að útbúa kryddsmjör
með margvíslegum hætti.
Kryddsmjör er ótrúlega gott með
grillmat, hvort sem það er kjöt eða
fiskur, skeldýr eða grænmeti. Það
er hægt að bragðbæta smjörið með
ýmsum ferskum kryddjurtum eða
einhverju öðru. Hér eru nokkrar
hugmyndir.
Með gráðosti
200 g smjör
150 g gráðostur
Salt og pipar
Með hvítlauk
200 g smjör
5 pressuð hvítlauksrif
2 lúkur steinselja, mjög smátt
skorin
Safi úr einni límónu
Salt, pipar, chili-flögur og hvít-
lauksduft
Ólífusmjör
200 g smjör
150 g svartar Kalamata-ólífur,
mjög smátt skornar
Salt og pipar
Kryddsmjör
með
grillmatnum
Það er kannski ekki á allra færi að elda eftir þessum upp-skriftum en fyrir þá sem eiga
gott grill, reykofn og góða grill-
pönnu eins og allir alvöru grillarar
ættu að eiga, þá er um að gera að
prófa þessar kræsingar.
Kjúklingur á
steypujárnspönnu og
sedrusreyktur lax í
forrétt
5 kjúklingalæri
Bbq-kjúklingakrydd frá Prima
1 laukur
3 hvítlauksgeirar
3 greinar rósmarín
2 dósir maukaðir tómatar
Kjúklingasoð
Tómatpúrra
Kjúklingurinn er kryddaður með
bbq-kjúklingakryddi og grillaður
í smástund til að hann fái lit. Á
meðan kjúklingurinn grillast
er laukur og hvítlaukur skorinn
smátt og steiktur á grillpönnu
með rósmaríni. Því næst skal bæta
maukuðum tómötum, ólífum,
kjúklingasoði og tómatpúrru út á
pönnuna og leyfa þessu að sjóða
aðeins niður. Að lokum er kjúkl-
ingnum bætt á pönnuna og þessu
leyft að malla á vægum hita í 25
mínútur. Með þessu hafði Alfreð
í forrétt lax vafinn inn í sedrus-
spón með kúrbít, aspas, ólívum og
mango chutney.
Pastrami-samloka
Chuck steik (úr nautaframhrygg)
SPG-krydd
Brauð (Alfreð mælir með góðu
súrdeigsbrauði)
Cheddar-ostur
Gult sinnep
Majónes
Laukur
Súrar gúrkur
Lögur
4 l vatn
3 dl sykur
2 dl salt
1 msk. sinnepsfræ
1 msk. kóríander fræ
1 msk. svört piparkorn
Heill lítill rauðlaukur
5 lárviðarlauf
Til að búa til löginn er sykurinn og
saltið látið leysast upp í vatninu og
svo er restinni blandað út í. Steikin
er sett í löginn og öllu vakúm-
pakkað, sett í ísskáp og geymt í
6-7 daga. Kjötið tekið út og skolað
vel undir köldu vatni og þerrað.
Steikin er svo krydduð með SPG og
sett í 140 gráðu heitan reykofn. Þar
er kjötið reykt með mesquite-viði
í um það bil sjö klukkutíma eða
þar til það nær 93 gráðu kjarn-
hita. Þessu er svo leyft að hvíla í 30
mínútur. Að þessu loknu er kjötið
skorið í þunnar sneiðar og sett á
samloku með cheddar-osti, gulu
sinnepi, majónesi, lauk og súrum
gúrkum.
Uppskriftir fyrir matgæðinga
Al freð Fann ar Björns son er öflugur grillari. Hann deilir gjarnan myndum af grillafrekum sínum á
Instagram þar sem hann kallast BBQ-kóngurinn. Alfreð Fannar deildi með okkur uppskriftum að
tveimur girnilegum réttum sem allir sælkerar og meistaragrillarar ættu að spreyta sig á að grilla.
Alfred er snillingur á grillinu.
Pastrami-samloka.
Draghálsi 4
Sími: 535 1300
verslun@verslun.is
K y n n i n g a r t i l b o ð á R e t i g o
V i s i o n g e n e r a t i o n I I þ a r s e m
v i ð b j ó ð u m 2 5 % k y n n i n g a r
a f s l á t t
h a f i ð þ i ð a ð i l a s e m g e t u r s e t
þ e t t a u p p f y r i r o k k u r .
TA
K
T
IK
5
1
4
9
#
Þessir mögnuðu ofnar/grill eru
byggðir á hinni ævafornu „komado“
leir ofna eldunaraðferð sem gefur
gæfumuninn í allri eldamennsku.
Þeir sem einu sinni prófa Big Green
Egg grillin skipta aldrei aftur yfir.
Ofnarnir eru til í ýmsum stærðum.
2
6
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:1
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
7
9
-E
0
2
0
2
3
7
9
-D
E
E
4
2
3
7
9
-D
D
A
8
2
3
7
9
-D
C
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
5
6
s
_
2
5
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K