Fréttablaðið - 26.07.2019, Qupperneq 52
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir johannahelga@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Svava O’Brien svava@frettabladid.is, Örn
Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage
johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Benedikt Bóas Hinriksson
benediktboas@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is
ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is, Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is
ÞAÐ BÚA REYNDAR
NÚNA SEX KISUR Á
KAFFIHÚSINU. ÉG VEIT EKKI
HVAÐ ORSAKAR ÞAÐ EN MÉR
FINNST MEIRA UM KETTI Í
HEIMILISLEIT NÚNA EN
VANALEGA.
2 6 . J Ú L Í 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R24 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
14. SEPTEMBER Í ELDBORG
MIÐASALA Á
HARPA.IS/DIVUR
FÁIR MIÐAREFTIR!EKKI ER HÆGT AÐ BÆTAVIÐ FLEIRI TÓNLEIKUM
SVALA & JÓHANNA GUÐRÚN
DÍSELLA · FR IÐRIK ÓMAR · KATRÍN HALLDÓRA
RAGGA GRÖNDAL · S IGGA BEINTEINS
Fyrsta kattakaff ihúsið var opnað í Taívan árið 1998 og nú njóta þau vinsælda út um allan heim. Þær Gígja Sara Björnsson og Ragnheiður Birgis
dóttir reka saman Kattakaffihúsið
við Bergstaðastræti, fyrsta og eina
kattakaffihúsið hérlendis. Kaffi
hús sem þessi bjóða þeim sem ekki
geta búið með köttum, eða langar
að kynnast ketti vel áður en hann
er ættleiddur, upp á einstakt tæki
færi til þess að kynnast kisum. Gígja
Sara svaraði nokkrum spurningum
Fréttablaðsins um reksturinn og
hvernig þetta allt saman æxlaðist.
„Við Ragnheiður bjuggum í sama
húsinu fyrir nokkrum árum. Kött
urinn minn fór svo reglulega í heim
sókn til Ragnheiðar, þannig að við
urðum smá kisuvinkonur, vorum
alltaf að tala um köttinn og hvað
hann væri að bralla. Einn daginn
nefndi hún þessa hugmynd við mig
eftir að hún sá umfjöllun um katta
kaffihús í Asíu,“ segir Gígja sem
fannst hugmyndin að slíku kaffi
húsi alveg einstaklega góð.
„Við höfðum báðar mikið verið að
skoða Dýrahjálp, Kattholt og Katta
vaktina og fannst báðum mjög leitt
hvað það voru margir kettir í heim
ilisleit. Þannig að við ræddum þessa
hugmynd, að opna kaffihúsið og svo
gætu gestir ættleitt kettina.“
Gígja var að klára nám í Lista
háskólanum á þessum tíma. Eftir að
því lauk rákust þær á húsnæðið sem
kaffihúsið er í og fannst það algjör
lega kjörið undir starfsemina.
„Það er með stórum og fallegum
gluggum fyrir kisurnar og svo er
staðsetningin líka æðislega, mið
svæðis en ekki alveg í allri örtröð
inni. Við ákváðum að kýla bara á
þetta. Við pössum að hafa ekki of
margar kisur í einu svo hver og ein
fái að njóta sín,“ segir Gígja.
Ragnheiður og Gígja reyna því að
halda sig við þá reglu að hafa ekki
f leiri en fimm kisur í einu.
„Það búa reyndar núna sex
kisur á kaffihúsinu. Ég veit ekki
hvað orsakar það en mér finnst
meira um ketti í heimilisleit núna
en vanalega. Kannski tengist það
sumarleyfum? Staðan er sú að mjög
marga ketti vantar heimili og það
eru nokkrir á biðlista að fá sama
stað hjá okkur.“
Móðir Gígju er Helga Björnsson
fatahönnuður, en hún starfaði lengi
sem aðalhönnuður hátískuhússins
Louis Féraud í París. Helga deildi
áhuga Gígju og Ragnheiðar á kött
um og var því meira en lítið til í að
taka að sér hönnun á útliti staðarins
og fegra með list sinni.
„Það er mjög gaman að
hafa hennar blæ
líka yfir kaffihús
inu. Mér f innst
starfsemin skiptast
í þessar þrjár megin
áherslur. Að hjálpa köttum
í heimilisleit, bjóða nánast
eingöngu upp á grænkerafæði
og svo fallegt umhverfi og list.“
Gígja segir Ragnheiði mjög fróða
í markaðstengdum málum sem hafi
mikið hjálpað við stofnun kaffi
hússins.
„Svo eru líka nánast einhverjir
galdrar við þetta húsnæði, kött
unum kemur svo vel saman þarna.
Það kom á óvart, en auðvitað verða
stundum einhver leiðindi. En furðu
lítið samt!“
Hún segir 36 ketti hafa fundið
heimili í gegnum Kattakaffihúsið.
Innt eftir minnisstæðum atvikum
í rekstrinum segist hún sérstaklega
muna eftir sögu af kettinum Stellu.
„Þetta var bara minnir mig dag
inn eftir að hún f lutti til okkar.
Fyrst var hún aðeins feimin en svo
bókstaflega stal hún bananabrauði
úr munninum á barni. Kettirnir eru
svo mismunandi karakterar. Sumir
eru einmitt algjörir steliþjófar og
nokkrir vilja til dæmis bara drekka
úr vatnsglösum gestanna,“ segir
Gígja hlæjandi.
Kattakaffihúsið er opið alla daga
frá 1018 og er á Bergstaðastræti
10a. steingerdur@frettabladid.is
Opnuðu kattakaffihús
í miðbænum
Þær Gígja og Ragnheiður létu drauminn rætast og opnuðu fyrsta
og eina kattakaffihúsið á Íslandi. Þar geta gestir kynnst köttunum
og jafnvel fundið nýjan fjölskyldumeðlim.
Ragnheiður Birgisdóttir og Gígja Sara Björnsson reka saman Kattakaffihúsið við Bergstaðastræti. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
2
6
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:1
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
7
9
-D
6
4
0
2
3
7
9
-D
5
0
4
2
3
7
9
-D
3
C
8
2
3
7
9
-D
2
8
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
5
6
s
_
2
5
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K