Fréttablaðið - 04.07.2019, Síða 3
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 5 3 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 4 . J Ú L Í 2 0 1 9
Hvernig skal
viðhalda
hreysti hugans?
Með hækkun
lífaldurs fjölgar þeim
sem greinast með
heilabilun. Sjúkdóminn sem
enn er ráðgáta og herjar á stóran
hluta heimsins. Hvað getum við
gert til þess að forðast heilabilun og
viðhalda heilahreysti? ➛12
Allt sem
stuðlar að
almennri
hreysti og vel
líðan er gott
fyrir heilann.
María Kristín
Jónsdóttir tauga-
sálfræðingur
ENGIHJALLI • VESTURBERG • ARNARBAKKI • GLÆSIBÆR • STAÐARBERG
Daim, Oreo,
Toblerone ís
3pk
479
KR/PK
VERÐ ÁÐUR 599 KR/PK
VIÐSKIPTI Greiðslumiðlunarfyrir-
tækið Valitor, dótturfélag Arion
banka, hefur fallist á að greiða Data-
cell og Sunshine Press Productions
(SPP) samtals 1.200 milljónir króna
í skaðabætur fyrir að slíta samningi
um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til
WikiLeaks sumarið 2011. Gengið
hefur verið frá samkomulagi þess
efnis, sem er í samræmi við dóm
Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í
apríl, samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins.
Með samkomulaginu lýkur ára-
löngum deilum og málaferlum
félaganna fyrir dómstólum. For-
saga málsins er sú að WikiLeaks tók
við styrkjum í gegnum greiðslugátt
sem Datacell og SPP ráku en hún var
opnuð 7. júlí 2011. Degi síðar sleit
Valitor samningnum fyrirvaralaust.
Hæstiréttur sló því föstu með dómi
vorið 2013 að riftun samningsins
væri ólögmæt og frá þeim tíma hafa
málaferli staðið um skaðabótakröfur
vegna riftunar. Dómkvaddir mats-
menn mátu tjónið á 3,2 milljarða
króna.
Valitor sendi frá sér tilkynningu í
lok maí þar sem fram kom að félag-
ið hygðist áfrýja fyrrnefndum dómi
Héraðsdóms Reykjavíkur. Nú verður
hins vegar ekkert af því að málið
komi til kasta Landsréttar.
Arion banki hefur þegar tekið til-
lit til neikvæðra áhrifa dóms
héraðsdóms á afkomu bank-
ans. Valitor var sett í form-
legt söluferli fyrr á þessu
ári og samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins er áætlað að
áhugasamir fjárfestar
skili inn óskuldbind-
andi tilboðum í félagið
fyrir miðjan þennan
mánuð. – hae / sjá síðu 8
Valitor fellst á
að greiða 1.200
milljónir í
skaðabætur
3,2
milljörðum nam umfang
tjónsins að mati dóm
kvaddra matsmanna.
STJÓRNSÝSLA Forsætisráðherra
kynnir nú á samráðsgátt stjórn-
valda áform um breytingar á upp-
lýsingalögum sem koma til móts
við tillögur Samtaka atvinnulífsins
í þágu einkahagsmuna fyrirtækja.
Tillögur SA voru kynntar fyrir
stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd
þingsins í aðdraganda nýsam-
þykktra breytinga á lögunum.
Efnislega lúta áformin að því að
sett verði ákvæði í upplýsingalög
um skyldu stjórnvalda til að leita
afstöðu þriðja aðila áður en stjórn-
vald tekur afstöðu til beiðna um
upplýsingar sem varða hann.
Einnig er áformað í samræmi
við tillögur SA að varði úrskurður
úrskurðarnefndar um upplýsinga-
mál þriðja aðila með einhverjum
hætti verði nefndinni skylt að birta
honum úrskurðinn enda þótt hann
eigi ekki aðild að málinu.
Þá er í þriðja lagi stefnt að því að
veita þriðja aðila sérstakan rétt til
að krefjast þess að réttaráhrifum
úrskurða úrskurðarnefndarinnar
um af hendingu upplýsinga verði
frestað vilji hann bera gildi hans
undir dómstóla.
Til að varpa ljósi á hverjir geti tal-
ist til ‚þriðja aðila‘ í þessu samhengi
má nefna að eggjaframleiðandinn
Brúnegg ehf. hefði talist þriðji aðili
í úrskurði úrskurðarnefndarinnar
sem skyldaði Matvælastofnun til að
veita fréttamanni aðgang að upplýs-
ingum um aðbúnað og fjölda dýra í
húsakynnum eggjaframleiðandans
árið 2015. – aá
Breyta upplýsingalögum
að tillögu atvinnulífsins
Sveinn Andri Sveins
son, lögmaður
Datacell og SPP.