Fréttablaðið - 04.07.2019, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.07.2019, Blaðsíða 6
Fáðu fréttablað dagsins í tölvupósti kl. 3.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista blaðsins á www.frettabladid.is#nyskraning Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið ÍSAFJÖRÐUR Fyrrverandi starfs­ maður velferðarsviðs Ísafjarðar­ bæjar var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjár­ drátt í opinberu starfi og peninga­ þvætti. Brotin áttu sér stað á þriggja ára tímabili, frá 2015 til aprílmán­ aðar 2018. Starfsmaðurinn, sem er kona á fimmtugsaldri, dró sér 1,3 milljónir króna af reikningum ellefu skjólstæðinga velferðar­ sviðs. Alls var um að ræða 211 millifærslur eða úttektir á debet­ korti. Notaði hún meðal annars peninga skjólstæðinganna til að greiða eigin reikninga. Hæsta ein­ staka upphæðin var 80 þúsund krónur. Konan sagði fyrir dómi að hún sæi mikið eftir þessu og málið hefði haft alvarlegar af leiðingar fyrir sig persónulega. Ísafjarðar­ bær var búinn að greiða skjól­ stæðingunum til baka en konunni var gert að greiða bænum 1,5 milljónir í skaðabætur með vöxt­ um ásamt málsvarnarlaunum. „Það er ákveðinn léttir að mál­ inu sé lokið, en þetta er fyrst og síðast sorglegt. Þetta er mann­ legur harmleikur á alla kanta,“ segir Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. „Við erum ánægð með viðbrögðin hér innanhúss. Svo líka að það hafi tekist f ljótt að gera upp við skjól­ stæðingana þó svo að dómsmálið hafi tekið sinn eðlilega tíma.“ – ab Fimm mánaða skilorð fyrir fjárdrátt Málið komst upp við innra eftirlit Ísafjarðarbæjar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR jeep.is JEEP ® RENEGADE SUMARTILBOÐ JEEP® RENEGADE LIMITED MEÐ TILBOÐSPAKKA - LISTAVERÐ: 5.702.000 KR. - TILBOÐSVERÐ: 5.390.000 KR. JEEP® RENEGADE TRAILHAWK MEÐ TILBOÐSPAKKA - LISTAVERÐ: 6.202.000 KR. - TILBOÐSVERÐ: 5.690.000 KR. Bjóðum nokkra Jeep® Renegade Limited og Trailhawk með tilboðspakka. 2.0 lítra dísel vél 140 hö. Limited - 170 hö. Trailhawk 9 gíra sjálfskipting, hátt og lágt drif, álfelgur, 7” upplýsinga- og snertiskjár og Bluetooth til að streyma síma og tónlist. Tilboðspakki: Þægindapakki, LED ljósapakki, svart þak og 8,4” upplýsinga- og snertiskjár (aðeins í Trailhawk.)* ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF *Aukahlutir ekki í tilboði: kajak og kajak festingar UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 LOKAÐ LAUGARDAGA FRÁ 8. JÚNÍ TIL OG MEÐ 3. ÁGÚST ÍÞRÓT TIR  Íslenska krikketsam­ bandið bauð indversku stjörnunni Ambati Rayudu að koma til Íslands og sækja um dvalarleyfi. Rayudu var ekki valinn í indverska landsliðið fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Bretlandi. Í kjölfarið lagði hann kylfuna á hilluna. Vakti þetta uppátæki mikla athygli í heimalandi Rayudu og birt­ ust fréttir á stærstu miðlum lands­ ins um það. Til dæmis India Today, Indian Times og Indian Express. „Þetta tilboð var nú gert í gríni,“ segir Jakob Wayne Robertson, tals­ maður og fyrrverandi formaður íslenska krikketsambandsins. „Við myndum auðvitað taka við Rayudu, en við gætum ekki greitt honum nein laun. Hann er atvinnumaður.“ Krikket hefur verið spilað á Íslandi í 20 ár. Í úrvalsdeildinni eru fimm lið og eru þau að langmestu leyti skipuð innflytjendum. – khg Krikketstjörnu boðið til Íslands Ambati Rayudu. NORDICPHOTOS/GETTY LÍFEYRISMÁL Fjár mála eft ir litið telur aðgerðir VR í garð stjórnarmanna Lífeyrissjóðs verslunarmanna (LIVE) hafa vegið að sjálfstæði stjórnar­ innar. Í dreifibréfi sem FME sendi á stjórnir allra lífeyrissjóða eru stjórn­ irnar beðnar um að taka sam þykktir sínar til skoð unar með það að leið ar­ ljósi að skýra hvort og þá við hvaða aðstæður sé mögu legt að aft ur kalla umboð stjórn ar manna. Fulltrúaráð VR samþykkti á fundi fyrir tveimur vikum að afturkalla umboð allra fjögurra stjórnar­ mannanna sem félagið skipar í stjórn LIVE og tilnefna nýja í þeirra stað. Brugðið var á það ráð í kjölfar vaxtahækkunar á breytilegum verð­ tryggðum húsnæðislánum til sjóð­ félaga. Taldi stjórn VR það trúnaðar­ brest að hækka vexti, það gengi í berhögg við markmið kjarasamn­ inga. Þessu neituðu stjórnarmenn­ irnir, sögðu að um væri að ræða lítinn hóp lántaka sem aðrir sjóð­ félagar væru að niðurgreiða með of lágum vöxtum. „Ef ákvörðun um afturköllun á tilnefningu stjórnarmanna lífeyris­ sjóðsins og skipun nýrra aðila af hálfu VR byggð á framangreindum sjónarmiðum VR frá 18. júní síðast­ liðinn nær fram að ganga megi líta svo á að um tilraun til beinnar íhlutunar í stjórn lífeyrissjóðsins sé að ræða,“ segir í áliti  frá FME. Með óbeinum hætti væri ætlunin að færa ákvörðunarvald frá stjórn lífeyrissjóðsins. „Það vegur að sjálf­ stæði stjórnar og góðum stjórnar­ háttum.“ Jón Þór Sturluson, aðstoðarfor­ stjóri FME, staðfesti að stofnunin hefði staðið í bréfaskiptum við LIVE vegna málsins síðustu daga. Dreifi­ bréfið sé til komið þar sem málið hafi vakið spurningar um hvernig staðið skuli að því að skipta út stjórnarmönnum. „Þetta mál varðar meira en bara þennan lífeyrissjóð. Það eru áhöld um það hvaða reglur gilda um aftur­ köllun á umboði stjórnarmanna. Lög eru býsna hljóð um þetta atriði og það er tekið á því á mismunandi hátt í samþykktum lífeyrissjóðanna,“ segir Jón Þór. Daginn eftir stjórnarfund VR, þar sem stjórn LIVE var skipt út, sendi FME bréf til stjórnarmanna og tjáði þeim að litið væri svo á að þeir væru enn í stjórn. Jón Þór segir það mat FME að Ólafur Reimar Gunnarsson sé enn stjórnarformaður LIVE. „Við lítum svo á að gamla stjórnin hafi enn fullt umboð. Það var ekki rétt staðið að afturkölluninni og ný skipan hefur ekki tekið gildi,“ segir Jón Þór. Næsta skref sé að sjá hvað stjórn VR geri, afturkalli umboð stjórnarmann­ anna á nýjan leik og skipi nýja stjórn, eða ekki. „Það er ekki útilokað að það verði gerð tilraun til að skipa nýja stjórn, þá með réttum hætti sem standist lagaskilyrði. Við viljum brýna fyrir mönnum þegar slíkt stendur til að hafa í huga sjálfstæði stjórna og að stjórnir hafi skyldur gagnvart öllum lífeyrisþegum. Og þá jafnframt að skoða eigin samþykktir þannig að þetta verði gert með betri hætti í framtíðinni.“ FME hefur ekki viljað af hjúpa innihald samskiptanna við stjórn LIVE. „Það er óhætt að segja frá því að við lítum svo á að þessi aftur­ köllun á umboði stjórnarmanna hafi ekki verið rétt framkvæmd,“ segir Jón Þór. Ekki náðist í Ólaf Reimar Gunn­ arsson. Í tilkynningu frá Ólafi í gær­ kvöldi þar sem vitnað er til álits FME segir að VR hafi verið „óheimilt að afturkalla umboð stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verslunarmanna“. arib@frettabladid.is Aðgerðir VR hafi vegið að sjálfstæði sjóðsstjórnarinnar Fjármálaeftirlitið sendi bréf á lífeyrissjóði um að taka samþykktir sínar til skoðunar til að koma í veg fyrir að mál Lífeyrissjóðs verslunarmanna endurtaki sig. Stofnunin segir að gamla stjórnin sé enn með umboð. Hún hefur einnig staðið í bréfaskiptum við stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna vegna framgöngu VR. Jón Þór Sturluson, aðstoðarfor- stjóri FME, segir að málið snerti fleiri lífeyrissjóði en LIVE. Fjármálaeftirlitið telur Ólaf Reimar Gunnarsson enn stjórnarformann LIVE þrátt fyrir afturköllun VR á umboði stjórnarmanna sinna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Við lítum svo á að gamla stjórnin hafi enn fullt umboð. Það var ekki rétt staðið að aftur- kölluninni og ný skipan hefur ekki tekið gildi. Jón Þór Sturluson 4 . J Ú L Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.