Fréttablaðið - 04.07.2019, Page 12
4 . J Ú L Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Jón G. Snædal
yfirlæknir í öldr
unarlækningum
á Landspítal
anum
Einn þriðji er hins
vegar þeir þættir
sem hægt er að hafa áhrif á
svo sem heilsa, mataræði,
menntun og félagsleg virkni.
Jón G. Snædal
Talið er að um þrjú hundruð einstaklingar greinist með heilabilun hér á landi á hverju
ári. Sjúkdómurinn er ógnvekjandi
og hefur mikil áhrif á líf þeirra sem
með hann greinast. María Kristín
Jónsdóttir taugasálfræðingur segir
mikilvægt að efla hreysti hugans til
þess að minnka líkurnar á því að fá
heilabilun. Með aukinni heilahreysti
sé hægt að draga úr líkum á heila-
bilun.
„Við erum að þjálfa heilann alla
ævi, því alla ævi lærum við eitthvað
nýtt. Við getum breytt heilanum og
myndað nýjar taugafrumur á full-
orðinsaldri en lengi vel héldu menn
að það væri alls ekki hægt, heilinn
væri fullmyndaður á einhverjum
tilteknum aldri og svo sætum við
uppi með hann. Það er líklegt að
þetta hafi svo mótað dálítið afstöðu
manna til þess hvernig þeir mættu
ellinni, minnistapi og sjúkdómum
á borð við heilabilun,“ segir María.
„Það er vel þekkt að oft finnast
Alzheimer-breytingar í heila fólks
eftir andlátið án þess að það hafi
greinst með sjúkdóminn í lifanda lífi
eða haft einkenni um hann. Þannig
virðist viðnám fólks gegn þessum
breytingum í heila mismikið. Sumir
hafa mikið viðnám, aðrir lítið eða
minna,“ bætir hún við.
Engar skyndilausnir eru til sem
fyrirbyggja það að fólk fái heilabilun
og mælir María gegn því að fólk falli
fyrir slíkum lausnum til dæmis í
formi bætiefna. Hún segir fólk geta
unnið sér í haginn í gegnum lífið
með heilbrigðum lífsstíl og mennt-
un svo dæmi séu tekin. „Með þessu
aukum við líkurnar á því að þegar
sjúkdómurinn byrjar þá stöndumst
við áhlaup hans betur og einkennum
seinkar en ef við hefðum öðruvísi
heila og værum við slæma almenna
heilsu.“
Þegar María er spurð að því hvern-
ig þjálfa megi heilann segir hún
margt koma til greina. „Mikilvægt
er að huga vel að almennri hreysti
og hreyfingu, til dæmis að passa
blóðþrýsting og annað slíkt, og
samskiptum við annað fólk, góðum
svefni og næringu og að koma í veg
fyrir of mikla streitu og andlega van-
líðan. Allt sem stuðlar að almennri
hreysti og vellíðan er gott fyrir
heilann. En auðvitað er mikilvægt
að örva hugann og það er hægt að
gera á svo margan hátt. Með sam-
skiptum við aðra, lestri, læra eitt-
hvað nýtt, handavinnu, smíðum,
spilamennsku, og svo framvegis.“
María segir einnig að mikilvægt
sé að hafa fjölbreytni í því sem fólk
tekur sér fyrir hendur eigi það að
minnka líkurnar á heilabilun. „Það
er varasamt að hugsa bara um að
þjálfa heilann til að seinka þróun
heilabilunar eða líta á heilann sem
eitthvert einangrað fyrirbæri. Heil-
brigður heili fæst meðal annars með
heilbrigðu líferni, almennri hreysti,
góðri menntun, fjölbreyttri örvun í
daglegu lífi og félagsskap við annað
fólk. Og þarna erum við að horfa á
allt æviskeiðið. Lausnin er sem sagt
ekki að sitja í sama horninu heima
við og leysa sams konar sudoku-
þrautir dag eftir dag.“
Mikilvægt að huga að
hreysti hugans til að
sporna við heilabilun
Að greinast með heilabilun getur verið mikið áfall. Erfitt getur verið að horfast í augu
við sjúkdóminn og þær breytingar
sem honum fylgja. Jón G. Snædal,
yfirlæknir í öldrunarlækningum á
Landspítalanum, segir hægt að til-
einka sér ákveðna þætti til þess að
hægja á sjúkdómseinkennum.
„Það skiptir töluvert miklu máli
að viðhafa virkni. Virknin þarf að
vera bæði andleg og líkamleg og
sú andlega þarf að vera fjölbreytt.
Hún þarf að fela í sér samskipti við
annað fólk og fjölbreytt verkefni.
ekki vera einhæf heldur vinna gegn
vanvirkni. Vanvirkni heilu dagana
dregur úr lífsgæðum og í raun og
veru getur hraðað ferlinu,“ segir
Jón.
Hann segir enga eina leið liggja
að því að fyrirbyggja heilabilun
en að ýmsar aðgerðir geti dregið
úr líkunum á því að fólk fái sjúk-
dóminn á efri árum. „Það er fyrst
og fremst að fólk sinni heilsu sinni
vel. Áhættuþættirnir eru þeir sömu
og fyrir hjarta- og æðasjúkdóma
sem f lestir þekkja vel, hreyfing
og hollt mataræði. Það er það sem
skiptir mestu máli en það sem er
sérstakt þegar kemur að heilabilun
er tvennt. Menntunarstig og vinna
gegn félagslegri einangrun,“ segir
Jón.
„Góð menntun á unga aldri virð-
ist draga úr líkum á heilabilun svo
það að vinna gegn brottfalli úr skól-
um og sjá til þess að börn fái góða
menntun hefur í raun og veru for-
varnaráhrif, en náttúrulega dálítið
löngu síðar. Svo er hitt sem skiptir
máli þegar fólk er orðið eldra, það er
að vinna gegn félagslegri einangrun.
Félagsleg einangrun er áhættu-
þáttur fyrir sjúkdóma af þessu tagi,“
bætir hann við.
Aðspurður um helstu orsakir
heilabilunar segir Jón að orsakirnar
séu ekki að öllu leyti þekktar og
að í mörgum tilvikum komi sjúk-
dómurinn öllum að óvörum líkt og
skrattinn úr sauðarleggnum.
„Í fyrsta lagi ber að nefna aldur
og í öðru lagi erfðir. Þetta eru tveir
áhættuþættir sem fólk fær auðvitað
engu ráðið um og þeir eru orsökin
í tveimur þriðju hluta tilfella. Einn
þriðji er hins vegar þeir þættir sem
hægt er að hafa áhrif á svo sem
heilsa, mataræði, menntun og
félagsleg virkni,“ segir Jón að lokum.
Menntun á unga aldri
og félagsleg virkni góð
forvörn gegn heilabilun
María Kristín
Jónsdóttir
tauga
sálfræðingur
Minnisskerðing
Framtaks og
frumkvæðisleysi
Málstol
Verkstol
Dómgreindarskerðing og
skortur á innsæi
Skert ratvísi
Óáttun í tíma og rúmi
Erfiðleikar við
skipulag
Persónuleika breytingar
Breyting á persónulegu
hreinlæti
Kvíði og depurð/þung
lyndi
Ranghugmyndir
og ofskynjanir
Helstu einkenni
Er hægt að forðast
heilabilun?
Hundruð Íslendinga greinast með heilabilun á hverju ári og sjúkdómurinn veldur
mikilli skerðingu á lífsgæðum fólks. Þeir sem greinast með sjúkdóminn þurfa
að miklu leyti að reiða sig á aðra því honum fylgir minnistap, skert hugsun og
minnkun á vitrænni getu. Flest tilfelli eru af völdum hrörnunar í heila, en hvern-
ig getum við komið í veg fyrir að heili okkar hrörni og viðhaldið hreysti hans?
Um þrjú hundruð
einstaklingar greinast með
heilabilun á hverju ári hér á
landi. 70% þeirra greinast
með Alzheimer-sjúkdóm.
Aldur er stærsti áhættu-
þáttur heilabilunar og þar á
eftir koma erfðir. Þessir tveir
þættir eru orsök meirihluta
tilfella, eða um 67%.
TILVERAN