Fréttablaðið - 04.07.2019, Qupperneq 14
Til að útskýra
á einfaldan
hátt hvers
vegna sindur-
efnin ættu
að skemma
líkamann
hefur verið
bent á sams
konar virkni í
tengslum við
rotnun mat-
væla, ryðgaða
málma,
föln andi
málningu
og hrörnun
bygginga.
Teitur Guðmundsson
læknir
Þegar einstaklingur greinist með heilabilun hefur það í för með sér breytingar sem ekki
einungis hafa áhrif á hann sjálfan
heldur einnig á aðstandendur.
Erfitt getur reynst að sætta sig við
sjúkdóminn og þær breytingar sem
honum fylgja og vilja aðstandendur
í mörgum tilvikum létta undir með
þeim sem greinst hefur.
Vilborg Gunnarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Alzheimersamtak-
anna á Íslandi, segir mikilvægt að
þekkja bæði sjúkdóminn og fyrstu
einkenni hans vel til að létta undir
með þeim sem greinst hafa. „Okkar
heilræði er að reyna að stuðla að því
á fyrstu stigum sjúkdómsins að líf
þess veika verði sem innihaldsrík-
ast og líkast því sem það var áður.
Mikilvægt er að ræða saman opin-
skátt um sjúkdóminn og hlusta á
hvað einstaklingurinn sjálfur vill
þegar kemur að þjónustu. Þá er gott
að forðast allar meiriháttar breyt-
ingar og aðstæður sem geta valdið
þeim veika óróleika eða óöryggi,“
segir Vilborg.
Hún hefur unnið mikið með
aðstandendum heilabilaðra og
leggja samtökin mikið upp úr því að
hlúa að þeim sem og þeim sem eru
greindir með sjúkdóminn. Vilborg
gefur lesendum í þessum aðstæðum
góð ráð. „Því miður verður það oft
svo að það að annast ástvin með
heilabilunarsjúkdóm reynir mjög
mikið á. Við ráðleggjum aðstand-
endum að gleyma ekki að hugsa um
sjálfa sig líka og leita sér aðstoðar
til dæmis innan fjölskyldunnar
þannig að ábyrgðin hvíli á f leirum.
Aðstandendum býðst ráðgjöf og
jafningjastuðningur hjá sérfræð-
ingum Alzheimersamtakanna en
það hefur hjálpað mjög mörgum
að finna stuðning frá öðrum í sömu
sporum.“
Mikilvægt er að þeir sem greinast
með heilabilun séu meðvitaðir um
það sem koma skal og afli sér upp-
lýsinga um sjúkdóminn. „Þeir sem
greinast ættu að byrja á að lesa sem
mest og kynna sér sem mest um
sjúkdóminn. Gott ráð er að byrja
strax að ræða opinskátt um stöð-
una við sína nánustu, samstarfs-
menn og vini. Þeir sem farið hafa
þá leið að segja sem flestum frá því
hvernig komið er, segja að það hafi
hjálpað þeim mikið og þeir fundið
fyrir stuðningi frá nærumhverfinu,“
segir Vilborg.
„Gott er líka að byrja að kynna
sér hvaða þjónusta er í boði. Þegar
sjúkdómurinn er kominn á ákveð-
ið stig eru sérhæfðar dagþjálfanir
mjög gott úrræði þar sem virknin
er Við ráðleggjum aðstandendum
að gleyma ekki að hugsa um sjálfa
sig líka mikil og hefur verið sýnt
fram á að slík þjálfun hægir á sjúk-
dómnum. Þar er líka í boði mikill
stuðningur fyrir aðstandendur.
Þegar lengra líður getur verið skyn-
samlegt að setja niður hvernig við-
komandi vill haga til dæmis sínum
fjármálum eða meðferð við lífslok
tímanlega á meðan hann er fær um
að taka slíkar ákvarðanir, “ bætir
hún við.
Alzheimersamtökin vinna ýmis-
legt starf sem tengist sjúkdómnum
og eru forvarnir stór þáttur í starf-
inu. „Það sem við gerum sem sam-
tök í forvarnarskyni er að veita
mikla fræðslu, bæði til aðstand-
enda, sjúklinganna sjálfra og
heilbrigðisstarfsfólks. Vitundar-
vakning almennings er sérstaklega
mikilvæg núna þar sem líkur eru á
að fjöldi þeirra sem greinast á næst-
unni margfaldist. Ástæðan er fyrst
og fremst að á næstu árum fjölgar
mjög í aldurshópnum eldri en 65
ára en þótt minnissjúkdómar séu
ekki öldrunarsjúkdómar aukast
líkur á að fá sjúkdóminn með aldr-
inum.“
Aðstandendur gegna stóru hlutverki
Við ráðleggjum
aðstandendum að
gleyma ekki að hugsa um
sjálfa sig líka.
Vilborg Gunnars-
dóttir, fram-
kvæmdastjóri
Alzheimersam-
takanna
Ráð til aðstandenda
n Fá einstaklinginn með í það
sem hann hefur getu til.
n Hvetja hann til að gera það
sem hann mögulega ræður
við.
n Horfa á jákvæðu hliðarnar og
hrósa þegar vel gengur.
n Vera róleg og veita öryggis-
kennd.
n Nota kímni ef við á, hún
dregur úr spennu og léttir
lund.
Um nokkuð langt skeið höfum við vitað að við efnaskiptin í líkaman-um myndast ákveðin efni sem hafa verið kölluð radikalar eða sindur-efni. Þessi ákveðnu efni hafa verið talin sérstaklega hættuleg í miklu
magni og þau eigi að hafa neikvæð áhrif á heilsu
okkar.
Sérstaklega hefur það verið rætt að þau ýti undir
öldrun líkamans auk þess sem þau eigi að hafa nei-
kvæð áhrif á ýmis líffæri og geti í verstu tilfellum
leitt til hjarta- og æðasjúkdóma, krabbameina og
hvers kyns óværu. Líkami okkar þarfnast súrefnis
til að lifa, megintilgangurinn með súrefninu er að
ýta undir ákveðin efnahvörf þar sem orkuefnum
er breytt í orku og niðurbrotsefnin vatn og koltví-
sýring. Þannig halda frumur okkar áfram að starfa
og líkaminn að virka. Ferlið er afar f lókið og koma
mjög margir þættir við sögu, en í stuttu máli er
þetta það sem gerist. Það er við þessar kringum-
stæður sem þessi svokölluðu sindurefni verða til.
Þar sem við höfum til nokkuð langs tíma velt
vöngum yfir því hvaða atriði það eru sem hafa
áhrif á meingerð sjúkdóma, myndun krabbameina,
hrörnun og öldrun, hafa þessi efni fengið neikvæða
athygli á þann veg að talið hefur verið gott að draga
sem mest úr álagi af þeirra völdum. Það sem einna
helst er talið valda myndun þeirra er hefðbundin
líkamsstarfsemi, mengun, reykingar, geislun,
matar æði, áfengisdrykkja, streita og þannig mætti
lengi telja. Í grunninn nánast hvað sem við gerum.
Til að útskýra á einfaldan hátt hvers vegna sindur-
efnin ættu að skemma líkamann hefur verið bent á
sams konar virkni í tengslum við rotnun matvæla,
ryðgaða málma, fölnandi málningu og almenna
hrörnun bygginga. Það er auðvelt að átta sig á því
að það hljóti að virka eins í líkamanum.
Það er á þessum grunni sem kenningin um öldrun
af þeirra völdum hefur orðið til og þá einnig hvers
vegna það hljóti að vera allra meina bóta að taka
til sín sem mest af svokölluðum andoxunarefnum
í því augnamiði að ná einhvers konar jafnvægi eða
jafnvel yfirhöndinni. Mjög margt hefur verið sett
fram sem andoxunarefni með raunverulega virkni
í tilraunaglasi, hægt er að efast um að öll sú virkni sé
til staðar eftir að hafa borið á sig krem með slíkum
innihaldsefnum eða innbyrt vökva, duft eða pillur
sem eiga að sýna sömu virkni.
Þeir sem eru hvað harðastir telja að best sé að
taka til sín andoxunarefni með hefðbundnum mat
og eru sumar matvörur sérstaklega öflugar í sinni
andoxunarvirkni. Þar má nefna ávexti og grænmeti
sem eru rík af A-, C- og E-vítamínum. Bláber, jarðar-
ber, hindber, laukur, tómatar sem dæmi eru mjög
rík af f lavonóíðum. Ekki má gleyma polyphenolum
sem er að finna í ýmsu kryddi eins og negul, karríi,
kanil, hnetum og ýmsu fleira. Öll þessi fræði hafa
gert mann ruglaðan í raun og neytendur vita hvorki
upp eða niður hvað þeir eiga að gúffa í sig þá stund-
ina og er í tísku sem „aðal“ andoxarinn.
Sumir vísindamenn í dag segja að öll þessi fræði
séu ekki rétt. Sindurefnin hafi ekki þessi vondu
áhrif sem okkur hefur verið talin trú um á undan-
förnum árum. Sindurefnin hjálpi meira að segja til
og komi í veg fyrir öldrun! Ljóst er að ekki eru öll
kurl komin til grafar og það verður spennandi að
fylgjast með þróuninni á þessu sviði á næstu árum.
Líklega er jafnvægi og heilbrigt líferni lykilinn að
öllu þessu sem fyrr.
Eru andoxarar
lykillinn að
langlífi?
TILVERAN
4 . J Ú L Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð