Fréttablaðið - 04.07.2019, Page 32

Fréttablaðið - 04.07.2019, Page 32
GOLF Kylfingurinn Tiger Woods bar sigur úr býtum á Masters um miðj- an apríl fyrr á þessu ári. Hann fór í frí eftir sigurinn á Masters-mótinu og hefur því verið fjarverandi frá heimili sínu í nokkrar vikur  og fékk svo óvæntan glaðning sendan á heimili sitt í Flórída. Þar hafði hann fengið verðlauna- gripinn fyrir sigurinn á Mast- ers-mótinu sem hann vann fyrir þremur mánuðum. Tiger greindi frá þessu á Instagram-síðu sinni.   „Þegar ég kom heim sá ég að það beið mín pakki. Held að ég geti klárlega fundið stað fyrir þennan fallega grip. Takk kærlega fyrir stuðninginn og kveðjurnar kæru vinir,“ skrifar Tiger við myndina af verðlaunagripnum. Tiger sem hefur unnið 15 risamót á ferlinum batt enda á tíu ára bið sína eftir sigri á risamóti þegar hann fór með sigur af hólmi á Masters. Þetta var í fimmta skipti sem Tiger vinnur Masters-mótið og í fyrsta skipti síðan árið 2005. Þar með á hann fimm verðlaunagripi frá mótinu sem eru eftirlíking af klúbbhúsinu sem stendur við Aug- usta National-völlinn. – hó Tiger fékk bikarinn í pósti  FÓTBOLTI „Við erum vanir því að þegar okkur gengur vel þá búa menn til eitthvað úr engu,“ segir Svein- björn Þorsteinsson starfsmaður hjá KR en fótbolti.net sagði frá atviki á leik KR og Breiðabliks sem vakti töluverða athygli. Ungur maður í hjólastól hafði þá mætt til að horfa á toppslaginn og verið vísað á þar til gert svæði ásamt föður sínum eða aðstoðarmanni. Í frétt fótbolta.net segir að vallar- starfsmenn hafi svo mætt og, hirt stólinn af þeim sem var með fatlaða drengnum og vísað þeim úr sólinni í skugga og beðið þann sem var með drengnum að fara hinumegin við skiltin. Fréttin bar heitið Hófið-Vanvirð- ing umferðarinnar og sköpuðust töluverðar umræður um hana á samfélagsmiðlum þar sem sam- félagsmiðlaorð voru höfð uppi um hegðun KR-inga. Sveinbjörn segir að þarna sé verið að gera úlfalda úr mýflugu. „Mér skilst, á eldri sjálfboðaliða hjá okkur, að hann hefði beðið einstak- ling í hjólastól að færa sig á þann stað þar sem þeir eru venjulega því við- komandi hafði farið á vitlausan stað. Þetta var allt gert á rólegum nótum og leystist farsællega. Fyrir mér er verið að gera úlfalda úr mýflugu. Hann var beðinn um að færa sig fimm metra til hliðar því hann var svolítið nálægt línu- KR-ingar skilja ekkert í vanvirðingu umferðarinnar Á öllum völlunum þarf að gera úrbætur í aðgengismálum Alexander Harðarson tómstunda- fræðingur gerði úttekt á fótbolta- völlum í BA- ritgerð sinni í tómstunda- og félagsmálafræði árið 2017. Yfir- skrift ritgerðarinnar var Aðgengi fatlaðra stuðningsmanna á knattspyrnuvöllum á Íslandi. Þar heimsótti hann alla velli í efstu deild karla og kvenna þar sem kom í ljós að á öllum völlunum þarf að gera úrbætur í aðgengismálum til að tryggja aðgengi. „Það hefur ekkert breyst síðan ég skrifaði þessa ritgerð. Ég er svona 98 prósent viss,“ segir Alexander. Í ritgerðinni segir að á öllum völlum vanti skilgreind hjólastólastæði í stúku og þar með merkingar þar um. Alls staðar vanti merkt hjólastóla- stæði og sæti fyrir aðstoðarfólk við hlið þeirra. Ekkert félag er með upplýsingar á aðgengilegu formi, t.d upplýsingar á heima- síðu, er varðar þá aðstöðu og aðgengi sem félagið býður upp á. Þá geti skert sjónlína valdið því að fatlaðir stuðningsmenn missi af mörkum eða öðrum stórum atriðum leiksins. Þá bendir Alexander á í ritgerðinni að þegar einstaklingur fær ekki réttar upplýsingar um aðstöðu félags eru minni líkur á að við- komandi mæti á völlinn. „Ég hef farið til að kynna mér málin á völlum á Spáni meðal annars og fengið góðar upplýsingar um stöðu mála annars staðar. Það verður að segjast að Íslendingar eru ansi aftarlega á merinni.“ Starfsmenn KR voru sakaðir um dónaskap gagnvart ungum manni í hjólastól í toppslag KR og Breiðabliks. KR-ingar segja þó að allir hafi ver- ið rólegir og málið hafi verið leyst án illinda. Aðgengismál fatlaðra á knattspyrnuvöllum er í lamasessi hér á landi. Niðurstöður Alexanders Í lagi Ekki í lagi Eru aðgengileg bílastæði við völl? 15 0 Er skutlsvæði minna en 50 m frá inngangi? 15 0 Er miðasala aðgengileg? 12 3 Fara fatlaðir stuðningsmenn sömu leið að stúkunni og aðrir stuðningsmenn? 15 0 Eru allar merkingar einfaldar og skýrar? 0 15 Komast fatlaðir stuðningsmenn í stúku? 10 5 Er fjöldi hjólastólastæða í stúku fullnægjandi? 0 15 Er sjónlína úr hjólastólastæðum fullnægjandi? 5 10 Eru sérstök sæti ætluð aðstoðarfólki fatlaðra stuðningsmanna? 0 15 Geta fatlaðir stuðningsmenn setið hjá öðrum stuðningsmönnum síns liðs? 8 7 Eru upplýsingar frá félagi á aðgengilegu formi? 0 15 Komast fatlaðir stuðningsmenn í samkomusal? 15 0 Eru sölubásar aðgengilegir fötluðum stuðningsmönnum? 9 6 Eru aðgengileg salerni við völlinn? 13 2 vörðunum og var því beðinn um að færa sig þangað sem hann væri ekki í hættu. Þannig upplifðum við þetta.“ Hann bætir því við að hjólastólar hafi verið á sama svæði í fjölda mörg ár og enginn hafi kvartað svo hann viti til. „Hjólastólarnir eru á ákveðnu svæði, nálægt þar sem leikmenn ganga út á völl. Þessi fór svolítið nálægt vellinum og var nánast ofan í hliðarlínunni og aðstoðardómar- anum. Þetta var voðalega saklaust – allavega af okkar hálfu.“ – bb Mér skilst, á eldri sjálfboðaliða hjá okkur, að hann hefði beðið einstakling í hjólastól að færa sig á þann stað þar sem þeir eru venjulega því viðkomandi hafði farið á vit- lausan stað. Þetta var allt gert á rólegum nótum og leystist farsællega. Alls staðar vantar merkt hjólastólastæði og sæti fyrir aðstoðarfólk. Ekkert félag er með upplýsingar á aðgengilegu formi, t.d. upplýsingar á heima- síðu, er varðar þá aðstöðu og aðgengi. Þá geti skert sjónlína valdið því að fatlaðir stuðningsmenn missi af mörkum. NORDICPHOTOS/GETTY Tiger Woods með verðlaunagripinn fyrir Masters. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Manchester City  hefur virkjað ákvæði í samningi spænska landsliðsmannsins Rodri sem leikur með Atlético Madrid og mun að öllum líkindum ganga frá kaupum og kjörum og landa honum á næstu dögum. Enska félagið þarf að greiða 63 milljónir punda til þess að losa Rodri undan samningi við Atlético Madrid en það hefur legið fyrir í nokkurn tíma að Pep Guardiola vilji styrkja miðsvæðið. Fernandinho er orðinn 34 ára gamall og Guardiola hefur hug á að minnka álagið á honum á næstu leiktíð og aukinheldur finna leik- mann sem getur tekið algerlega við hlutverki hans sem djúpur miðju- maður þegar fram í sækir. Þá hefur Harry Maguire einn- ig verið orðaður við Manchester City til þess að fylla skarð Vincents Kompany sem fór til belgíska liðsins Anderlecht fyrr í sumar. – hó Rodri á leið til Man.City 63 milljónir punda er verðið sem Man.City þarf að greiða fyrir Rodri. 4 . J Ú L Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R22 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.