Fréttablaðið - 04.07.2019, Page 33
NÝTT
ÍSEY SKYR
VIÐBÆTTS SYKURS
OG SÆTUEFNA!
Ísey skyr kynnir til leiks tvær nýjar bragðtegundir
án viðbætts sykurs og sætuefna. Hvort sem þú kýst suðræna ávexti eða
perur og banana er alltaf rétta augnablikið fyrir Ísey skyr.
Laktósalaust
BLÁTT
LOK
BLÁR BOTN
ÍÞRÓTTIR Garðabær greiðir Stjörn
unni 130 milljónir sem árlegt
fjárframlag en bærinn og félagið
endurnýjuðu samstarfssamning
fyrir skemmstu. Samningurinn var
kynntur í bæjarráði á þriðjudag.
Félagið skal ráðstafa fjárframlögum
til íþróttaskóla, almenns rekstrar og
afreksstarfsemi.
Að auki veitir Garðabær félag
inu afnot af íþróttamannvirkjum
bæjarins að verðmæti 90 milljónir
króna. Jafnframt veitir Garðabær
félaginu árlegan styrk til greiðslu
fasteignagjalda í samræmi við regl
ur bæjarins um styrki til greiðslu
fasteignaskatts. Ekki kemur fram
hve hár sá styrkur er.
Leikmenn meistaraflokks Stjörn
unnar í öllum íþróttum þurfa ekki
að greiða í sund samkvæmt samn
ingnum.
Leikmenn fá úthlutaða miða en
markmiðið er að að bæta hvíld og
endurheimt leikmanna. Þurfa þeir
að nota rafræn skilríki til að fram
vísa miðunum. Samkvæmt samn
ingnum ætlar félagið að leggja sig
fram um að hækka ekki æfingagjöld
umfram vísitölu á samningstíma
bilinu sem er til 2022.
Garðabæjarlistinn sat hjá við
afgreiðslu samningsins en hann
var samþyk ktur með f jórum
atkvæðum.
Í bókun Garðabæjarlistans segir
að hann leggist gegn því að ekki sé
dregin fram skýr áhersla á aðgerðir
um frekari útfærslur á systkina
afslætti sem og sértækar aðgerðir
til að auka tækifæri fatlaðra barna
til iðkunar íþrótta. – bb
Árlegt fjárframlag Stjörnunnar 130 milljónir
FÓTBOLTI Jón Daði Böðvars son,
framherji íslenska karlalandsliðsins
í knattspyrnu, virðist vera á leið frá
enska knatt spyrnu fé lag inu Rea d
ing. Það að er Jon ath an Low, blaða
maður Get Rea ding, sem grein ir frá
þessu á Twitter.
Jón Daði mun ekki fara með leik
mannahópi Rea ding sem heldur til
Spán ar á sunnu dag inn kem ur.
Hann verður þessi í stað áfram í
Reading ásamt þeim leikmönnum
sem eru ekki í framtíðarplönum
José Manu el Gomes sem tók við
stjórnartaumunum hjá Rea ding í
desember á síðasta ári.
Íslenski landsliðsframherjinn
var meiddur stóran hluta af síðasta
keppnistímabili en hann skoraði sjö
mörk í þeim 20 leikjum sem hann
spilaði fyrir Reading síðasta vetur.
– hó
Jón Daði
líklega á förum
KÖRFUBOLTI Tryggvi Snær Hlina
son, landsliðsmiðherji í körfubolta,
mun spila áfram á Spáni næsta
vetur ef marka má spænska net
miðilinn Encestando.
Þar kemur fram að Tryggvi Snær
hafi samið við spænska úrvals
deildarliðið Zaragoza. Hann hefur
verið á mála hjá Valencia síðustu
tvær leiktíðir en hann var á láni frá
félaginu hjá Monbus Obradorio á
síðasta tímabili.
Tryggvi Snær var svo leystur
undan samningi við Valencia fyrr
í sumar og hann hefur undan
farnar vikur verið að leita sér að
nýju félagi og nú virðist þeirri leit
vera lokið.
Zaragoza hafnaði í sjötta sæti í
spænsku deildinni í vor og komst í
undanúrslit í úrslitakeppni deild
arinnar. Liðið verður á meðal
keppenda í Meistaradeild Evrópu
á næstu leiktíð. Tryggvi verður
annar Íslendingurinn til þess að
leika með Zaragoza ef að líkum
lætur en Jón Arnór Stefánsson var á
mála hjá liðinu frá 2011 til 2014. – hó
Tryggvi Snær
áfram á Spáni
Leikmenn meistaraflokks þurfa ekki að borga í sund. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Jón Daði þarf að öllum líkindum að
finna nýtt lið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Tryggvi Snær Hlinason
hefur leikið með Valencia og
Monbus Obradorio á Spáni
og er nú á leið til Zaragoza.
S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 23F I M M T U D A G U R 4 . J Ú L Í 2 0 1 9