Fréttablaðið - 04.07.2019, Síða 39
Valgerður Jónsdóttir söng-
kona ætlar að hylla Íra á
tónleikum í Stúkuhúsinu að
Görðum, enda írskir dagar
að hefjast á Skaganum.
FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Fimmtudagur
hvar@frettabladid.is
4. JÚLÍ 2019
Útivist
Hvað? Fjölskyldu-
ganga
Hvenær? 20.00
Hvar? Bílastæðið
við Kaldársel
Kolbrún Krist-
ínardóttir, barna-
sjúkraþjálfari og
áhugamaður um útivist
og samverustundir
utandyra, leiðir
göngu í Valaból,
ævintýrastað með
góðum klifur-
trjám og spennandi
hellisskúta. Leiðin
er um 2,5 km löng
og auðgeng. Allir
eru hvattir til að taka með nesti
og klæða sig eftir veðri. Ferðin
tekur um 3-3,5 klst. í heildina og
á leiðinni verður farið í skemmti-
lega leiki.
Myndlist
Hvað? Varðað
Hvenær? 17.00
Hvar? Ásmundarsalur, Skóla-
vörðuholti
Fjórir listamenn af yngri kynslóð-
inni sýna ný verk sem eru inn-
blásin af sögu og umhverfi Skóla-
vörðuholtsins. Þeir eru: Auður
Lóa Guðnadóttir, Helga Páley
Friðþjófsdóttir, Loji Höskulds-
son og Þorvaldur Jónsson. Verkin
eru full af húmor og sögur eru
sagðar með formum og litum. Í
tilefni sýningarinnar kemur út
bókverkið Varðað eftir Skarp-
héðin Bergþóruson.
Tónleikar
Hvað? Alþjóðlegt orgelsumar í
Hallgrímskirkju
Hvenær? 12.00-12.30
Hvar? Hallgrímskirkja, Skóla-
vörðuholti
Guðmundur Sigurðsson, organisti
Hafnarfjarðarkirkju, leikur verk
eftir Friðrik Bjarnason, Smára
Ólason, Johann Pachebel, George
Shearing og Huga Guðmundsson.
Miðaverð er 2.500 krónur.
Hvað? Freyjujazz
Hvenær? 17.15-18.00
Hvar? Listasafn Íslands
Tríó Sunnu Gunnlaugs fagnar
útkomu vínylútgáfu hljóðritunar
sem gerð var í Finnlandi og
ber titilinn Ancestry.
Hljómdiskurinn
hefur hlotið fína
dóma í erlendum
miðlum og fékk
fjórar stjörnur hjá
tímaritinu Jazz-
wize í Englandi.
Diskurinn var
einnig tilnefndur til
Íslensku tónlistarverð-
launanna. Auk Sunnu,
sem leikur á píanó,
leikur Þorgrímur
Jónsson á bassa og
Scott Mc Lemore á
trommur. Aðgangs-
eyrir er 2.000
krónur.
Hvað? Töfrandi tón-
list frá Írlandi
Hvenær? 20.00
Hvar? Stúkuhúsið, Görðum,
Akranesi
Valgerður Jónsdóttir tónlistar-
kona syngur fyrir hlé heillandi
þjóð- og popplög frá Írlandi og
segir sögur tengdar þeim. Eftir
hlé verður skipt um gír, þá taka
við ýmis þekkt popplög eftir
írskt tónlistarfólk. Sveinn Arnar
Sæmundsson leikur á píanó,
Kristín Sigurjónsdóttir spilar á
fiðlu og syngur raddir, Þórður
Sævarsson leikur á gítar og radd-
ar, Haraldur Ægir Guðmundsson
spilar á kontrabassa og Arnar
Óðinn Arnþórsson á trommur.
Boðið verður upp á léttar veit-
ingar í hléi. Aðgangseyrir: 2.000
krónur. Sætapláss er takmarkað,
hægt er að panta miða í síma:
8417688 eða á valgerdur76@
gmail.com.
Hvað? Tónaveisla
Hvenær? 20.00
Hvar? Fríkirkjan í Reykjavík
Hjörleifur Valsson fiðluleikari og
Ourania Menelaou píanóleikari
f lytja perlur fyrir fiðlu og píanó.
Veggmynd Ingibjargar af Sæmundi á selnum prýðir vinnustofu hennar í Stykkishólmi.
Skemmtileg leið til
að túlka menningararfinn
Gömlu húsin í Stykkis-hólmi get a ek k i annað en glatt hvern þann sem lítur þau augum, svo falleg eru þau. Eitt þeirra
gengur undir heitinu Tang og Riis
og í kjallara þess hefur listakonan
Ingibjörg Ágústsdóttir komið sér
upp aðstöðu, „Það voru danskir
kaupmenn sem reistu þetta hús sem
pakkhús, það var keypt tilsniðið frá
Noregi og reist ofan á hleðslu sem
nú er vinnustofan mín,“ segir Ingi-
björg. Hún sker út myndverk sem
tengjast iðulega íslenskum þjóð-
sögum og þjóðtrú, og býr einnig
til fuglshöfuð. Hún vinnur með
linditré og málar á vinnustofunni
en annars staðar í bænum er hún
með grófvinnuvélar þar sem hún
heflar og sagar.
Ingibjörg er lærður fatahönn-
uður. „Þegar ég áttaði mig á að það
væri ekki hægt að lifa af fatahönnun
þá færðist áhugi minn á textíl yfir
á íslensku þjóðbúningana og í kjöl-
farið vaknaði forvitni á íslensku
handverki og sérstaklega útskurði.
Þetta vatt upp á sig og allt í einu
var ég farin að skera út og til varð
mikið af búningakonum,“ segir
hún. „Ég vinn mikið út frá því þjóð-
lega, eins og þjóðsögunum. Þetta er
skemmtileg leið til að túlka þennan
menningararf. Árið 2008 tók ég þátt
í fyrstu sýningunni og síðan hef
ég unnið þjóðsögurnar á þennan
hátt ásamt því að gera fuglshöfuð
á vegg.“
Meðal verka sem prýddu vinnu-
stofu hennar þegar blaðamaður
var þar á ferð var veggmynd af
Sæmundi á selnum, kona í þjóð-
búningi með hnallþóru í fanginu
og þar var einnig fallega útskorin
Skotta, kvenkynsdraugur.
Ingibjörg segir viðtökur við verk-
unum hafa verið mjög góðar. „Þetta
byrjaði sem áhugamál sem smám
saman fór að hlaða utan á sig. Þó að
það sem ég hef verið að gera heilli
útlendinga þá hefur mér þótt vænt
um hvað Íslendingar tengja vel
við verk mín. Allir eiga sína uppá-
haldsþjóðsögu eða fugla, þannig að
verkin falla í góðan jarðveg.“
Spurð um uppáhaldsþjóðsögu
sína segir Ingibjörg: „Það er erfitt
að segja, eins og að gera upp á milli
barnanna sinna. Ætli ég nefni ekki
Gilitrutt og Búkollu því það eru
sögurnar sem ég ólst upp við.“
„Ég vinn mikið út frá því þjóðlega,“ segir Ingibjörg. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Hér er Mývatnsskotta mætt til leiks.
Ingibjörg Ágústs-
dóttir sker út
myndverk sem
tengjast íslenskum
þjóðsögum og þjóð-
trú. Segir Íslend-
inga tengja sérlega
vel við verkin.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
– við Laugalæk
Ekkert hveiti
Ekkert soyja
Enginn sykur
Ekkert MSG
Íslenskt kjöt
Íslensk
framleiðsla
Sterkar,
mildar
og allskonar
4 . J Ú L Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R28 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING