Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.08.2019, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 17.08.2019, Qupperneq 29
KYNNINGARBLAÐ Michaela Fritzges frá Þýskalandi hefur stund- að Demants-leið (Vajra- yana) búddismans í 35 ár og kennir fólki um víða veröld, meðal annars hér á landi. ➛4 Framhald á síðu 2 ➛ Helgin L A U G A R D A G U R 1 7. Á G Ú ST 2 01 9 Sylvía Haukdal getur ekki sungið eins og systir hennar, Birgitta, en hún kann sannarlega að baka og skreyta. FRETTABLAÐIÐ/ERNIR Skapar glæsitertur fyrir veisluborðið Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir er mikill bakarameistari. Hún skreytir terturnar af list og notar gjarnan fersk blóm til að lífga upp á baksturinn. Sylvía gefur hér þrjár mjög flottar uppskriftir meðal annars af tiramisú-pönnukökutertu. Sylvía Haukdal er menntaður pastry chef frá matreiðslu-skólanum Le Cordon Bleu í London. Hún hefur alltaf haft mik- inn áhuga fyrir bakstri og hjálpaði gjarnan móður sinni í eldhúsinu á yngri árum. Hún starfar við áhuga- málið hjá Sætum syndum og er með eigin uppskriftavef undir nafninu sylviahaukdal.is sem vakið hefur mikla athygli. Þá hefur hún einnig stóran hóp fylgjenda á Instagram. Sylvía nær tengslum við lesendur sína í gegnum samfélagsmiðla. „Ég kláraði stúdentsprófið og fór í háskóla en fann fljótt að baksturinn og sköpunin í kringum hann heillaði meira. Eftir því sem ég varð eldri kom æ betur í ljós að þetta væri draumastarfið,“ segir Sylvía. „Ég þarf alltaf að vera að gera eitthvað. Mér finnst mjög skemmtilegt að skapa eitt- hvað nýtt og fyrir mér er bakstur ákveðin hugleiðsla,“ segir hún. Tínir blóm til skreytinga Sylvía segist ekki vera jafn hrifin af því að elda mat. „Maðurinn minn, Atli Björgvinsson, er lærður kokkur og sér um þá hlið á heimilinu. Ég geri hins vegar smá- rétti og deserta,“ segir hún. Þegar hún er spurð um eftirlætiseftirrétt- inn svarar hún: „Úff, það er erfið spurning. Mér finnst nefnilega svo gaman að prófa eitthvað nýtt. Það er mjög þægilegt að gera marengs- skálar og þær slá alltaf í gegn í mat- arboðum. Ég set karamellu- eða súkkulaðifyllingu, ferska ávexti og skreyti með lifandi blómum. Í góðu veðri fer ég út í móa og tíni þau sjálf. Ég er nýbúin að halda upp á afmæli hjá börnunum mínum en það er eitt það skemmtilegasta sem ég geri. Þá er sko bakað og gjarnan hef ég eitthvert þema,“ segir Sylvía sem á tvær dætur, Önnu Hrafn- hildi, 4 ára, og Marín Helgu, sem er ársgömul. Sylvía er yngri systir Birgittu Haukdal, söngkonu og barnabókahöfundar. Hún segist ekki hafa erft sönghæfileikana en hafa fengið aðra hæfileika í staðinn. Draumur í London Sylvía segir að það hafi verið ein- staklega skemmtilegt að stunda nám í Le Cordon Bleu og sömu- leiðis hafi verið ánægjulegt að upp- lifa hvernig það er að búa í öðru landi. „Það var algjör draumur að upplifa þetta en ég hafði horft á kvikmyndina um Juliu Child og heillast af henni. Ég fylgist líka mikið með fólki á Instagram sem er að gera allt mögulegt skemmti- legt um allan heim. Maður fær oft innblástur með því að fylgjast með á samfélagsmiðlum. Ég hef tekið eftir að blóm eru mikið notuð til skreytinga,“ segir Sylvía sem heimsækir verslanir með köku- skreytingadót þegar hún ferðast til útlanda. Henni finnst sérstaklega gaman að heimsækja slíkar búðir í París. „Ég kíki líka í bakaríin og skoða eftirrétti á veitingahúsum.“ Sylvía segir að tíramisú-pönnu- kökutertan sem hún gefur hér uppskrift að sé alveg frábær. „Þetta er svona ný útgáfa af pönnukökum sem öllum þykja góðar. Svo er þetta svona íslensk/ítalskur eftirréttur.“ Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is 1 7 -0 8 -2 0 1 9 0 4 :4 7 F B 0 9 6 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 9 9 -E B C 8 2 3 9 9 -E A 8 C 2 3 9 9 -E 9 5 0 2 3 9 9 -E 8 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 9 6 s _ 1 6 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.