Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.08.2019, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 17.08.2019, Qupperneq 72
sér rétt, en ég vona að framkvæmd- unum ljúki bráðlega og að götu- myndin verði fallegri, þá munum við fá f leira fólk í götuna til okkar.“ Vilja bjarga staðnum Egill Pietro Gíslason og Guðlaugur Ingibjörnsson, tveir af sjö eigendum Mat Bars, eru að leggja lokahönd á undirbúning fyrir daginn en gefa sér tíma til að setjast niður með blaðamanni þegar hann rekur inn nefið. Staðurinn er undir áhrifum frá einfaldri ítalskri matargerð og matarhefðum Skandinavíu. Mat Bar er lítill en virkilega fallegur staður, hannaður í anda fimmta og sjötta áratugarins og er sérstaklega Guðlaugur Már Ingibjörnsson, Egill Pietro Gíslason, Siggi Strarup Sigurðs- son, Łukasz Dziu og Eggert Gíslason Þorsteinsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sjö ungir matreiðslumenn keyptu Mat Bar fyrir ári. Arnaud-Pierre í Hyalin, á Hverfisgötu. Þeir Didier hafa hugað að hverju smáatriði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Arnaud og Didier leggja áherslu á hefð- bundnar og ljúf- fengar franskar sælkeravörur. Þar er hægt að fá ýmiss konar sinnep og sósur og hágæða olíur. VIÐ HÖFUM EKKI RÁÐ Á AÐ AUGLÝSA OG ORÐSPORIÐ ER ÞAÐ SEM SKIPTIR OKKUR MÁLI. Arnaud-Pierre vinsæll á meðal leikhúsgesta. Þar er hægt að raða saman smáréttum af matseðli eða velja sér aðalrétt eftir hentugleikum. „Það er rúmt ár síðan við tókum við staðnum,“ segir Guðlaugur frá. „Við sem eigum staðinn í dag vorum flestir að vinna hér saman á Mat Bar þegar það kom upp sú staða að það átti að loka staðnum. Okkur var sagt að því miður þyrfti að loka eftir tvær vikur. En við höfðum lagt svo mikinn metnað í það sem við vorum að gera hér í eldhúsinu að við gátum ekki hugsað okkur að þetta yrði niðurstaðan. Við ákváðum því að gera saman tilboð í reksturinn og taka yfir staðinn, eignast hann smátt og smátt gegn því að bjarga honum. Nú ári síðar gengur þetta, en sumarið hefði getað verið betra,“ segir hann og Egill tekur undir. Þeir reyna að láta áreitið sem fylgir framkvæmdunum ekki hafa áhrif á sig. „Þetta er gaman en mjög krefjandi á sama tíma. Það er alltaf eitthvað spennandi og við breytum matseðlinum eftir því hvaða hrá- efni er ferskast og best hverju sinni. Á sumrin vinnum við með íslenskt grænmeti, núna erum við til dæmis að vinna með blómkál, hvítkál og hnúðkál. Og í haust tökum við inn sveppi, reyndar erum við með einn svepparétt á matseðlinum núna,“ segir Guðlaugur. Framkvæmdir allan tímann Þegar gengið er upp götuna til móts við Mat Bar er gengið fram hjá nokkrum veitingastöðum sem hefur verið lokað. Eigendur stað- anna hafa sumir lýst framkvæmd- unum sem martröð sem hafi haft úrslitaáhrif á það að reksturinn gekk ekki lengur. „Við erum síðasti veitinga- staðurinn á þessari gönguleið sem er ekki búið að loka vegna framkvæmdanna og alveg síðan við tókum við rekstrinum hefur Hverfisgata verið meira og minna undirlögð og lokuð vegna fram- kvæmda. Fyrst vegna hótelbygg- inga ofar í götunni. Um leið og þeim framkvæmdum var lokið var byrjað neðar í götunni og því miður vissum við ekki af því fyrr en það var hreinlega búið að girða svæðið af,“ segir Guðlaugur og segist hafa hringt í byrjun vikunnar til að fá upplýsingar. „Ég fékk engar upplýsingar frá Reykjavíkurborg heldur var mér bara bent á að tala við verktakana. Ég náði sambandi við verktakann og hann sagði mér að hann gæti ekki svarað mér, ég ætti bara að hafa samband við Reykjavíkurborg. Hver vísaði á annan. Ég hringdi aftur í Reykjavíkurborg og þá sögð- ust þeir ætla að klára framkvæmdir fyrir Menningarnótt. Ég leit bara út um gluggann og hugsaði: Nei, það er ekki að fara að gerast,“ segir Guð- laugur en nýjustu fréttir herma að framkvæmdir tefjist enn frekar og alveg óljóst hvenær þeim verður að fullu lokið þegar þetta er skrifað. „Mér hefði fundist í lagi að láta vita. Eigendur á Dill og Systur mættu bara einn daginn og gang- stéttin fyrir utan staðinn var bara farin og búið að setja planka í stað- inn.“ Guðlaugur og Egill segja að þótt reksturinn gangi merkilega vel þá sakni þeir þess að gestir af götunni komi inn í drykk og smárétti. „Bók- unum hjá okkur hefur ekki fækkað en við söknum þess að fá traffík af götunni og finnum fyrir því að fólk nennir ekki að koma hingað af því það veit að það eru framkvæmdir við götuna. Það fer enginn og gerir sér sérstaka gönguferð upp Hverfis- götu.“ Í versluninni er gott úrval af súkkulaði, trufflum, karamellum og fleiru. Framhald af síðu 30 OKKUR VAR SAGT AÐ ÞVÍ MIÐUR ÞYRFTI AÐ LOKA EFTIR TVÆR VIKUR. EN VIÐ HÖFÐUM LAGT SVO MIKINN METNAÐ Í ÞAÐ SEM VIÐ VORUM AÐ GERA. Guðlaugur Ingibjörnsson 1 7 . Á G Ú S T 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R32 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 7 -0 8 -2 0 1 9 0 4 :4 7 F B 0 9 6 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 9 9 -C 4 4 8 2 3 9 9 -C 3 0 C 2 3 9 9 -C 1 D 0 2 3 9 9 -C 0 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 9 6 s _ 1 6 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.