Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 28.11.2012, Side 2

Fréttir - Eyjafréttir - 28.11.2012, Side 2
2 Eyjafréttir / Miðvikudagur 28. nóvember 2012 ° ° Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549. Ritstjóri: Júlíus Ingason - julius@eyjafrettir.is. Blaðamenn: Ómar Garðarsson - omar@eyjafrettir.is. og Sæþór Þorbjarnarson. - sathor@eyjafrettir.is. Ábyrgðarmenn: Júlíus Ingason og Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. Ljósmyndir: Óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegur 47, Vestmannaeyjum. Símar: 481 1300 og 481 3310. Netfang: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: www.eyjafrettir.is EYJAFRÉTTIR koma út alla miðvikudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppn um, Vöruval, Herjólfi, Flughafnar versluninni, Krónunni, Ísjakanum, Kjarval og Skýlinu. EYJAFRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. EYJAFRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. FRÉTTIREYJA Bókin um Árna símritara: Útgáfa frestast um viku Útgáfu á bókinni Eyjar og úteyjalíf, með verkum Árna símritara frá Grund, seinkar vegna tafa í prentsmiðju. Fyrirhugað var að halda útgáfuteiti laugardaginn 1. desember næstkomandi en því hefur verið seinkað um eina viku, eða til laugardagsins 8. desember og verður nánar auglýst í næstu viku. Tillaga að deiliskipulagi á lóð Ísfélagsins við Friðarhöfn: Margt á teikniborðinu en ekkert ákveðið Fyrr í haust samþykkti bæjarstjórn að auglýsa tillögu deiliskipulags á hafn arsvæðinu við Friðarhöfn þar sem Ísfélagið er með starfsemi sína. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir bygging - arreit fyrir frystiklefa á lóð Ísfé lags - ins við Strandveg 102 og stækkun akgreina á Garðavegi sem liggur niður að höfninni milli Ísfé lags og Vinnslu stöðvar. Samkvæmt tillög - unum ætlar Ísfélagið í fram tíðinni að fara út í miklar fram kvæmdir þó þær séu enn á teikni borðinu og ákvörðun liggi ekki fyrir. Skipulagstillagan hefur verið aug - lýst og frestur til að skila inn skrif - legum athugasemdum er til kl. 12.00 þann 7. desember 2012. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við breyt - ingartillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni. Á byggingareitnum er gert ráð fyrir nýrri frystigeymslu sem yrði 40 x 50 m og kæmi 65 m vestan við frysti- húsið. Þá er gert ráð 40 x 25 m húsi á tveimur hæðum fyrir flokkun og móttöku milli nýja og gamla frysti - klefans og er gert ráð fyrir að það verði á tveimur hæðum. Stækka á um 6,1 x 40 m austan við núverandi mótorhús og gert er ráð fyrir 5 x 15 m hreinsistöð vestan við fiskvinnslu - húsið. Það er reiknað með tveimur 7x20 m löndunar- og hráefnistönkum norðan við gamla frystiklefann, tankarnir eru sívalir og hámarkshæð 10 m. Gert er ráð fyrir fjórum 12 x 30 m vinnslu- hráefnistönkum sunnan við nýju frystigeymsluna, tankarnir eru sívalir og hámarkshæð 10 m. Þá er gert ráð fyrir stækkun á vinnslusal og skrifstofuhúsnæði, 46 x 32 m sem kæmi sunnan við frysti- húsið, hámarkshæð 10 m og þar er gert ráð fyrir tveimur hæðum auk kjallara. Loks er gert ráð fyrir að löndunar- búnaði verði komið fyrir á bryggj - unni á móts við flokkunar- og móttökuhús. Dælulagnir frá lönd - unarbúnaði að flokkunar- og mót- tökuhúsi fara undir bryggjuþekjuna. Samanlögð stærð bygginga innan marka skipulagssvæðisins verður um 10.000 fermetrar að Strandvegi 102, Garðavegi 2 og 3 og er nýtingarhlut- fall 0,5. „Það hefur ekkert verið ákveðið í þessum efnum enda þarf m.a. deiliskipulag að liggja fyrir áður en ákvarðanir eru teknar um fram - haldið,“ sagði Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins, þegar hann var spurður um fyrir hugaðar framkvæmdir. Á myndinni hér að neðan gefur að líta svæðið þar sem byggja á við Ísfélagið. Hér til hliðar má svo sjá teikningu af nýbygg ingunni. Fundu lunda pysju í nóvember Þeim brá heldur betur í brún hjón - unum Magnúsi Benónýssyni og Elísu Elíasdóttur þegar þau voru á kvöldgöngu á Ráðhúströð. Þar fundu þau nefnilega lundapysju og það í lok nóvember. Eðli málsins samkvæmt var farið með pysjuna á Náttúrugripasafnið daginn eftir. Þá kom hins vegar í ljós að pysjan hafði ekki flogið úr holu á þessum árstíma, heldur sloppið frá fóstur - heimili sínu í næsta nágrenni. Fóstri hennar sótti pysjuna og var afskaplega feginn að fá litlu fóstur- pysjuna aftur til sín. Húsasmiðjan og Ískraft gáfu Framhaldsskólanum í Vest - manna eyjum sameiginlega gjöf á þriðjudaginn en þá komu þeir færandi hendi upp í skóla, þeir Ríkharður Hrafnkelsson, versl - un arstjóri Húsasmiðjunnar og Guðmundur Smári Jónsson, starfsmaður Ískrafts í Reykjavík. Ólafur H. Sigurjónsson, skóla - meistari FÍV, Gísli Eiríksson og Guðjón Jónsson, kennarar tóku á móti gjöfunum ásamt nemendum. Húsasmiðjan var að taka inn vörur frá Ískraft í verslun sinni við Græðisbraut. Herjólfur er nú í þurrkví í Hafn - arfirði eftir að önnur skrúfan laskaðist þegar skipið var að sigla inn í Landeyjahöfn á laugar - daginn. Ljóst er að viðgerð tekur einhverja daga en á meðan siglir Baldur í Landeyjahöfn. Farþeg - um var ljóst að eitthvað hafði gerst en allir voru rólegir og aldrei kom högg á skipið. „Það var ekkert að sjó og ferðin á allan hátt venjuleg,“ sagði Katarina Sigmundsson sem var meðal farþega í Herjólfi þegar hann lenti í óhappinu í Landeyjahöfn á laugar - daginn. Hún var ein á ferð en sagðist hafa setið með Guðbjörgu Guðmanns- dóttur og Óskari Jóshúa Steinars - syni. „Við sátum við glugga bak - borðsmegin. Þegar við vorum rétt að koma að höfninni vorum við Guðbjörg að hrósa veðrinu. Þegar Herjólfur siglir inn finnum við að hann kastast með afturendann í austur. Skipstjórinn nær að rétta hann af en þá kastast skipið í vestur. Við sáum að við vorum komin mjög nálægt vestari hafnargarðinum þar sem hann tók niðri,“ sagði Katarina. Hún segir að ekki hafi komið högg á skipið, það var frekar eins breyt- ing hefði orðið á vélarhljóðinu. „Það voru allir mjög rólegir. Það var enginn hristingur eða óeðlileg hljóð þegar við sigldum inn höfnina en þegar Herjólfur lagðist að bryggju fundum við ekki var allt í lagi. Það var eins og skipið vaggaði þegar hann var að snúa,“ sagði Katarina að endingu. Herjólfur frá eftir að skrúfa skemmdist: Farþegar rólegir og fundu ekki fyrir höggi Í Eyjafréttum í síðustu viku var því haldið fram að Róbert Marshall, sem var í þriðja sæti á lista Sam- fylkingarinnar á Alþingi, hefði skipt yfir í Dögun og ætlaði að bjóða sig fram á höfuðborgarsvæðinu. Þarna var farið með rangt mál því Róbert er genginn í Bjarta framtíð. Er beðist velvirðingar á þessum leiðu mistökum. Leiðrétting: Róbert með Bjartri framtíð ÓMAR GARÐARSSON omar@eyjafrettir. is Smári Harðarson á leið í kaf að skoða skemmdirnar á skrúfunni eftir höggið á laugardaginn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.