Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 28.11.2012, Qupperneq 11

Fréttir - Eyjafréttir - 28.11.2012, Qupperneq 11
Eyjafréttir / Miðvikudagur 28. nóvember 2012 11 ° ° Rösklega 50 manns voru mættir á það sem Kristín Jóhannsdóttir sagði í sínum lokaorðum að væri síðasta stórdagskráin í Safnahúsinu þetta árið. Eftir er reyndar að fagna útgáfu á úrvali verka Árna Árnasonar símritara, en það verður gert eftir röska viku, laugardaginn 8. desember. Dagskráin að þessu sinni var helguð Hannesi Jónssyni lóðs (1852-1937), en 160 voru liðin frá andláti hans miðvikudaginn á undan, þann 21. nóvember. Fór vel á því að minnst væri eins mesta aflamanns úr Eyjum á „Bryggjunni“, í rými Sagnheima, byggðasafns. Helga Hallbergsdóttir, safnstjóri, kynnti dagskrána og hóf mál sitt með því að ræða ofurlítið um þá einstöku veröld sem verið var að draga fram, tíma gömlu áraskipanna þar sem Hannes lóðs stóð í fyrirrúmi. Hún gaf síðan Jóni Þ. Þór sagnfræðingi orðið. Yfir heiðar og fjöll á leið í verin Jón Þ. Þór kom greinilega vel undirbúinn og flutti hið sköruleg - asta erindi, enda einn mesti sér- fræðingur Íslands um sjómennsku og sjósókn á fyrri tíð. Nægir í því sambandi að minna á þriggja binda verk hans, Saga sjávarútvegs á Ís- landi, en fyrsta bindi fjallar einmitt um sögu áraskipanna. Jón flutti erindi sitt afar áheyrilega enda þótt tæknin væri eitthvað að stríða mönnum í byrjun, og var einstak- lega gaman, eða fremur merkilegt, að heyra hversu mikið fyrri kyn - slóðir þurftu að hafa fyrir því að afla í sig og á. Helga minntist á eftir fyrirlestur Jóns að Hannes hefði verið aðeins 11 ára er hann hóf sjó - sókn sína og er ótrúlegt til þess að hugsa. Jón Þór upplýsti að sjómenn hefðu ekki orðið til fyrr en á síðustu öld. Fram að því voru það vermenn sem komu alls staðar af á landinu, yfir heiðar og fjöll í svartasta skammdeginu á leið í ver á Suður- landi, Vestmannaeyjum og Suður- nesjum. Í þeim ferðum urðu mann - skaðar og sjómennskan var vígvöll - ur Íslendinga þegar bátar fórust á hverju ári og mest er vitað um að tæplega 200 manns hafi farist sama daginn. Ekki lítil blóðtaka það. Vel byggt skip Næstur tók til máls Gunnar Marel Eggertsson, skipasmiður, sem ekki þarf að kynna hér í Eyjum, enda einn af Eyjapeyjunum sem byrjaði ungur að sækja sjóinn. Gunnar Marel er vitaskuld þekktastur fyrir að hafa smíðað víkingaskipið Íslending og siglt því þvert yfir At- lantshafið árið 2000. Gunnar ræddi um áraskipin gömlu og kryddaði mál sitt með fjölda mynda sem sýndu ólíkt skipalag þeirra. Gídeon, sem Hannes var formaður á yfir 40 ár, var einstaklega vel byggt skip og gaman að sjá mynd af því þar sem skipalagið var útskýrt af frá bærum fagmanni. Kom fram hjá honum að bátar höfðu lítið breyst frá Gauk- staðaskipinu norska sem byggt var fyrir 900 og fram á vél bátaöld. Vörpulegir söngvarar Að loknum þessum tveimur fróð - legu erindum kynnti Helga óvæntan dagskrárlið. Á 100 ára fæðingardegi Hannesar gáfu barnabörn hans Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Verðandi farandbikar fyrir aflakóng Vestmannaeyja. Af því tilefni orti Magnús Jónsson frá Sólvangi, er ævinlega orti undir skáldanafninu Hallfreður, kvæði er Helga kvaðst ekki vita til að hafi verið sungið áður. Lagið fann Kári með hjálp Kristjáns Eiríkssonar í Árnastofnun sem m.a. ritaði heila bók um bjarg - veiðar í Vestmannaeyjum í Eyja - skinnu. Lagið var síðan sungið af fimm vörpulegum karlmönnum úr kór Landakirkju undir stjórn kór - stjórans og organistans, Kitty Kovács. Lagið var hátíðlegt og virkilega gaman að tekist skuli hafa að finna það að nýju. Sögur af afa og langafa Jóhannes Tómasson, afabarn Hann - esar og Jórunn G. Helgadóttir, lang - afabarn hans, minntust afa og lang - afa en þau mundu vel eftir Hannesi. Jóhannes var orðinn 17 ára er hann andaðist en Jórunn 8 ára. Helga og Haraldur höfðu tekið viðtölin upp fyrirfram og voru þau spiluð á dagskránni. Það kom einstaklega vel út, greinilegt að bæði mundu eftir góðum manni og framlag þeirra setti persónulegan blæ yfir dagskrána. Að lokum fluttu Haraldur Þor - steinn Gunnarsson og Tómas Jóhannesson fróðlegt erindi um Hannes, fyrir hönd fjölskyldunnar. Greinilegt var að þeir höfðu dregið að miklar heimildir og m.a. nefndu þeir Jóhönnu, systur Hannesar sem fór vestur um haf. Kári er að vinna að rannsóknum á sögu hennar og kom fram í máli þeirra að von væri á sérstakri dagskrá um Jóhönnu síðar. Síðasti afmælisviðburðurinn Lokaorðin átti menningarfulltrúinn okkar, Kristín Jóhannsdóttir. Eins og kom fram í upphafi gat Kristín þess að dagskráin væri síðasti stóri viðburðurinn á afmælisárinu, 150 ára afmæli Bókasafnsins og 80 ára afmæli Byggðasafnsins. Rakti hún í stuttu máli hið viðburðaríka ár og sagði að Kári og Helga hefðu staðið fyrir ótrúlega flottum og fjölbreytt - um kynningum og dagskrám. Þakkaði hún, fyrir hönd afmælis- nefndar Safnahússins, fyrir sam- starfið, en auk þeirra þriggja sátu í afmælisnefndinni Arnar Sigur- mundsson og Hildur Sólveig Sig- urðardóttir, formaður fræðslu- og menningarráðs bæjarins. Reyndar er rétt að geta þess að allar líkur benda til þess að enn einn atburðurinn verði í Safnahúsinu á þessu ári. Útgáfuteiti vegna bókar Árna Árnasonar, símritara, Eyjar og úteyjalíf, verður að öllum líkindum í Safnahúsinu laugardaginn 8. des. Að lokum bauð Helga öllum viðstöddum upp á kaffi og konfekt sem og að skoða sérstaka sýningu sem sett var upp í tilefni dagsins um Hannes lóðs og áraskipaöldina. Á sýningunni fann blaðamaður skemmtilegar myndir af Hannesi, auk handrita úr Skjalasafninu. Þá var merkilegt að sjá óprentaða skrá um öll áraskip í Vestmannaeyjum eftir Jón Björnsson frá Bólstaðar - hlíð, enn eitt þrekvirkið sem hér er varðveitt eftir hann. Dagskráin var fróðleg og vel skipulögð og góður endir á af- skaplega skemmtilegu afmælisári í Safnahúsinu. Það má því vel taka undir með Kristínu að Kári og Helga eiga þakkir skilið fyrir afmælisárið og er vonandi að framhald verði á dagskrám af þessu tagi í Safnahúsinu. Dagskrá um Hannes lóðs :: Enn ein skrautfjöðrin í starfsemi Safnahússins: Sjómennskan var vígvöllur Íslendinga :: Bátar fórust á hverju ári :: Mest er vitað um að tæplega 200 manns hafi farist sama daginn Haraldur Þorsteinn Gunnarsson, Jóhannes Tómasson, Guðfinna Stefánsdóttir, Tómas Jóhannesson, Jórunn G Helgadóttir, Fanney Björk Ásbjörnsdóttir, Tinna Tómasdóttir, Emelía Ögn Bjarnadóttir, Egill Davíðsson, Egill Egilsson, Erna Jóhannesdóttir, Erna Sólveig Davíðsdóttir, Iðunn Dísa Jóhannesdóttir, Eyrún Sigurjónsdóttir, Unnur Tómasdóttir, Helgi Magnússon, Kristín Gunnarsdóttir, Eyrún Haraldsdóttir og Nanna Björk Gunnarsdóttir. ÓMAR GARÐARSSON omar@eyjafrettir. is Jón flutti erindi sitt afar áheyrilega enda þótt tæknin væri eitthvað að stríða mönnum í byrjun, og var einstaklega gaman, eða fremur merkilegt, að heyra hversu mikið fyrri kynslóðir þurftu að hafa fyrir því að afla í sig og á.”

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.