Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 28.11.2012, Page 13

Fréttir - Eyjafréttir - 28.11.2012, Page 13
Eyjafréttir / Miðvikudagur 28. nóvember 2012 13 ° ° Var hann kominn upp undir Heimaey nokkru áður en við kom - um. Sagði skipstjóri, að hann hefði verið orðinn vonlaus um Gideon. Þetta út af fyrir sig sló ekki litlum frægðarljóma yfir þessa sjóferð, að útlendur skipstjóri á gufudampi, eins og altítt var að heyra gufuskip nefnd, hefði talið skipið af, og jafnvel að svo vont hefði verið, að hann hefði ekki treyst sér til að leita til hlítar. Hlutverk mitt í þessari níu til tíu stunda lotu var aðeins það, að vera vesæl kjölfesta niðri í skut Gide - ons.Vera má að mér hafi ofboðið siglingin af því að þetta var fyrsta svaðilför mín. En mikið umtal vakti þessi sjóferð og oft vorum við spurð - ir um öll atvik, sem fyrir komu. Löngu síðar, þegar bátar voru á sjó og hvasst var, mátti oft heyra, að ekki væri eins vont og þegar Hannes Jóns- son hefði fengið siglinguna miklu á Gideon, frá Geirfuglaskeri. Fleiri skip reru þennan morgun, en þau fóru seinna af stað. Sneru sum aftur, en önnur voru betur undir storminn sett og náðu öll landi. Það má nærri geta, hvernig aðstandend - um þeirra, er voru á Gideon, hefur liðið, sérstaklega þegar Doric, svo hét línuveðarinn, kom aftur jafnnær. En það er ekki í fyrsta skipti, sem að- standendur og aðrir nánir sjómönn - um þessa lands, hafa mátt bera harm í hljóði. Vafalaust má telja, ef ekki hefði farið saman afbrags formennska, úrvals skipshöfn og fyrirtaks skip, að saga okkar allra hefði þá orðið styttri. Mér hefur verið sagt, að Þorkell Jónsson bóndi á Ljótarstöðum í Austur-Landeyjum, hafi byggt skipin Gideon, Trú og Ísak, sem öll voru orðlögð gæða- og happaskip. Ég átti því láni að fagna, að vera formaður á Ísak í fimm vertíðir, og er það sú besta fleyta, sem ég hef stjórnað. Öll hafa þessi skip að líkindum verið smíðuð á árunum 1835 til 1850. Erfiðlega gekk þó mönnum þeim, sem fluttu Gideon í fyrsta skipti til Eyja, því þeir tepptust þar fullar 16 vikur. Í annað sinn gekk betur, þegar þeir voru á Hallgeirs - eyjarsandi á 15 faðma dýpi og höfðu hálffermi af fiski. Skall þá á norðan fárviðri, svo mikið að þeir voru 30 mínútur til Eyja með öll segl tví - rifuð. Jafnframt þorskveiðum stundaði Hannes hákarlaveiðar á Gideon. Fór hann mest í níu hákarlalegur frá vet - urnóttum til vertíðar, en að jafnaði var farið sjaldnar. Síðasta seglskipið til hafnar í Eyjum: Hann var sannkölluð hetja og vík - ingur að dugnaði, áræði og útsjón. -Þannig lýsir Jón lóðs Hannesi forvera sínum í starfi. Önnur frásögn fjallaði um snarræði Hannes sem lóðs og var það Jón Í. Sigurðsson frá Látrum sem lengi var lóðs í Vestmannaeyjum segir söguna. Hann var þá 19 ára og orðinn hafn- sögumaður. Segir hann frá snarræði Hannesar þegar seglskip sem hann var að lóðsa var rétt farið upp í Faxasker. Þann 27. desember 1930 kom hing - að til Vestmannaeyja síðasta farm- seglskipið. Skip þetta hét San og flutti timburfarm til verslunar Gísla J. Johnsen, hinn síðasta til hennar. Við skip þetta eru mér tengdar sérstakar endurminningar. Ég er einn á lífi af þeim mönnum, sem sóttu skipið norður fyrir Eiði og færðu það til hafnar með leiðsögn Hannesar Jónssonar lóðs sem þá var 78 ára. Á San var fimm manna áhöfn. Þennan dag var vindur austan suðaustan sex til sjö stig framan af degi og allmikill austan sjór. Klukkan 9 um morguninn fórum við inn fyrir Eiði á v/b Heimaey VE 7, sem var stór vélbátur á þessum tíma mælikvarða eða rúmar 29 lestir, og með Tuxhamvél. Þessi bátur hafði talstöð, sem var algjör nýjung hér þá, hann var fyrsti bátur hér í Eyjum með þá tækni innan borðs. Bátinn átti Gísli J. Johnsen kaupmaður. Þegar við komum um borð í San, þar sem skipið lá fyrir akkeri fyrir innan Eiði, var hafist handa um að létta legugögnum. Ætlunin var að Heimaey drægi skipið austur fyrir Klettsnef og inn á höfn. Allerfiðlega gekk að létta akkerinu, enda voru tækin ekki góð til slíkra hluta. Byrjuðum við að draga upp akkerið, en það gekk skrykkjótt. Tvívegis átti sér stað, þegar komið var að beinni niðurstöðu, að allt stóð fast. Þá var ályktað, að festin eða akkerið væri fast í botni. Var festin gefin út aftur og skipið látið reka og taka í festina. Allt án árangurs. Þegar festin hafði verið dregin inn að niðurstöðu í þriðja sinn, tók stýri- maðurinn eftir því, að festarlás stóð fastur í festarsmáttinni (klussinu). Eftir að hann hafði verið losaður, gekk vel að ná akkerinu upp. Höfð um við þá verið þrjár og hálfa klukku stund að létta. Allan þann tíma beið Heimaey hjá okkur reiðubúin til að draga San í höfn. Var þá dráttartaug fest á milli skips og báts og haldið af stað. Dráttartaugin slitnar Eins og áður er á drepið, var allmikill austan sjór. Þegar við vorum komnir austur í Faxasund, fór að ganga hægt. Að lokum slitnaði dráttartaugin. Þá sló San yfir til bakborða og rak nú fyrir straumi og vindi í áttina að Faxaskeri. Skipið valt gífurlega, þar sem það lá flatt fyrir öldunni, og tók sjó á bæði borð yfir öldustokka. Sigluráin sleit sig lausa úr klofa sínum og slóst milli borða. Er hér var komið, stóðu stýrimaður og háseti frammi á skipinu, en við hinir aftur á með skipstjóra, lóðs og háseta. Nú skipaði Hannes lóðs að draga upp fokkuna og festa skautið stjórn- borðsmegin. Hið fyrra gerði stýri- maður umsvifalaust en festi skautið bakborðsmegin gegn skipan Hann - esar. Þar sem þessi óhlýðni stýri- manns gat haft alvarlegar afleiðingar og okkur lífsnauðsyn að ná skipinu undan sem allra fyrst, þar sem það rak að skerinu og var komið ískyggi- lega nærri því, bað Hannes okkur tvo að fara fram á, vera fljóta, festa fokkuskautið stjórnborðsmegin og strengja vel. Við urðum að sæta færi vegna sjóa að komast fram á skipið, en það gekk þó vel. Átök kostaði það við stýri- manninn að hagræða seglinu eftir boði Hannesar. Svo mikilvægt fannst Hannesi, að boði hans væri hlýtt, að hann kom sjálfur í skyndi fram á skipið, þó að viðsjárvert væri, er við vorum að festa skautið stjórnborðs- megin, og var hann þó ekki orðinn eins léttur á sér og áður sökum ald - urs. Litlu mátti muna Hann var sannkölluð hetja og víkingur að dugnaði, áræði og útsjón. Ef seglskautið hefði verið fest bak- borðsmegin eins og stýrimaðurinn ætlaði sér, hefði skipið sótt meira upp í vindinn og eflaust lent á Faxa - skeri, enda vorum við það nálægt því, að vélbáturinn gat ekki lagt að San eftir að dráttartaugin slitnaði . Eftir að skipið var sloppið fram hjá skerinu, voru öll segl dregin upp og siglt inn á Ál. Síðan var slagað austur með sandi, uns hægt var að sigla beitivind suður flóann fyrir vestan Elliðaey og síðan inn á Víkina. En þar kom Heimaey okkur til aðstoðar og dró okkur inn á innri höfn. Komið var myrkur, er við fórum inn á milli hafnargarðanna. Af þeim sökum var öll aðstaða verri við að festa skipið við hafnarfestarnar. Allt tókst þetta að lokum þrátt fyrir slæma aðstöðu. Við vorum alls níu og hálfa klukkustund að sækja San inn fyrir Eiði og ganga frá því á höfninni. Þetta var óvenjulega langur tími. Þessari síðustu hafnarleiðsögn til handa seglknúnu farmskipi hingað lauk þess vegna betur en áhorfðist í fyrstu. Hið sama mætti segja um margar slíkar ferðir okkar fyrr og síðar. Lánið hefur þar jafnan verið með í förum.“ Heiðraður 80 ára Hannes var heiðraður á 80 ára afmælinu. Var hann þá búinn að vera lóðs í 50 ár við hinar örðugustu aðstæður, skipin stækkandi, sem af- greiða átti, hafnargarðar engir, og batnaði lítið við hálfbyggða garða, og þegar þeir voru hálfhrundir, voru þeir frekar til óhagræðis skipum en varnar. 23. maí 1953, ákváðu afkomendur Hannesar lóðs að gefa Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Verðandi verð - launagrip til minningar um Hannes lóðs, þar sem rúm 100 ár voru liðin frá fæðingu hans. Verðlaunagrip - urinn var víkingaskip úr silfri og var farandgripur og bar heitið ,,Afla - kóngur Vestmannaeyja og hlaut hann aflahæsti skipstjóri á hverri vetrar - vertíð. Jóhannes og Jórunn við brjóstmynd af forföður sínum, Hannesi lóðs, sem er að finna í Sagnheimum. Siglingin mikla reyndi mikið á skip og áhöfn og þeir urðu að sigla fram og aftur vestan við Eyjar áður en þeir náðu landi á Eiðinu. Hannes Jónsson var fæddur hér í Eyjum, að Nýjakastala 21. nóvem- ber 1852. Foreldrar hans voru Jón Hannesson tómthúsmaður, ættaður frá Langholti í Meðallandi og kona hans, Margrét Jónsdóttir frá Núpi undir Eyjafjöllum. Jón var seinni maður Margrétar, en hún var áður gift Jóni Gíslasyni, bónda í Túni og átti með honum eitt barn, Sesselju. Jón þessi fórst í hákarlalegu árið 1847. Með Jóni Hannessyni eignaðist hún Hannes og Jóhönnu. Jón Hannesson drukknaði 21. októ - ber 1853, réttum mánuði áður en Hannes varð ársgamall. Jón hafði farið í hákarlalegu með átt - æringnum Najaden. Þeir hrepptu norðanstorm og héldu heim fullum seglum, voru þeir komnir undir Heimaey að austan þegar Jón hrökk útbyrðis. Hafði hann setið á skor- bita er skaut, sem hann hallaði sér upp að, slitnaði eða losnaði og hann tapaði jafnvæginu. Móðirin vann myrkranna á milli Ólst Hannes því upp hjá móður sinni og var hjá henni þar til hann byrjaði sjálfur búskap 26 ára gamall. Börnin voru öll í ómegð þegar Jón Hannesson drukknaði. Átti Margrét því erfitt uppdráttar. Þrátt fyrir ráðleggingar um að segja börnin til sveitar, harðneitaði hún því og vann myrkranna á milli. Reytti lunda fyrir kaupmenn á sumrin, var gott verð fyrir lunda - fiður. Leigðu kaupmenn veiðirétt af bændum og höfðu margt manna við lundaveiði, jafnvel austan úr Mýr - dal, settust margir þeirra að í Eyjum. Fyrir reytinguna guldu kaupmenn helming fugls og fiðurs. Hannes hafði varla slitið barns - skónum, þegar hann byrjaði að draga til heimilisins. Hannes kvæntist árið 1878 Margréti Brynj - ólfsdóttur, sáttasemjara í Norður- garði, Halldórssonar bónda á Kúf - hóli í Landeyjum og konu hans Jórunnar Guðmundsdóttur ættaðri úr Landeyjum. Margrét var fædd 18. október 1852. Hún var svipstór kona og gjörvuleg, skörungur í skapi og góð húsfreyja. Þau Hannes byrjuðu búskap í Nýjakastala en fluttu þaðan eftir níu ár að Miðhúsum og tóku þá jörð til ábúðar. Miðhús voru talin tvö kýr- fóður og höfðu 15 sauða beit í Ell iðaey. Efnin voru ekki mikil í fyrstu en þeim búnaðist vel og bjuggu síðar við góð efni. Heimilið þeirra var þekkt að rausn og mynd - arskap. Þau eignuðustu fjögur börn. Eitt þeirra dó í æsku, en þrjú komust til fullorðinsára, einn sonur, Jóhannes sem lést 34 ára gamall og tvær dætur, Jórunn og Hjörtrós. Ævistarf þeirra hjóna var farsælt og þau nutu virðingar og trausts samborgara sinna. Missti föður sinn ungur

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.