Fréttir - Eyjafréttir - 28.11.2012, Side 15
Eyjafréttir / Miðvikudagur 28. nóvember 2012 15
Hugleiðing í tilefni af Evrópudegi sjúkraliða þann 26. nóv. sl.
Hver er mín upplifun af
starfinu mínu?
Mig minnir að ég
hafi verið um 18-19 ára þegar ég
ákvað að ég vildi vinna í heilbrigð -
is geiranum, byrjaði að leysa af sem
ófaglærð starfsstúlka sumrin 1978
og 1979 og síðan lá leiðin í Fjöl-
brautaskólann á Akranesi þar sem
ég tók allt mitt bóklega nám, vann
síðan verknámið mitt allt á Sjúkra -
húsi Akraness og útskrifaðist síðan
sem sjúkraliði í mars 1982.
Minn starfsvettvangur hefur lengst
af verið við umönnun aldraðra, en
ég hef líka komið við á alls kyns
öðrum deildum.
Um tíma tók ég mér pásu frá
sjúkraliðastarfinu og fór yfir á allt
annan vettvang og var þá í dag -
vinnu, en spítalavinnan togaði í mig
og þrátt fyrir að vaktavinnan hafi
sína galla (næturvaktir og vinna á
hátíðum og tyllidögum) þá hentar
hún mér betur. Og mér finnst eigin-
lega bara notalegt til þess að hugsa
að þó það sé vissulega yndislegt að
vera heima hjá sínu fólki á stórhá -
tíðum, þá er það líka gott að hugsa
til þess að vera í vinnu á þessum
dögum og geta létt þeim lífið sem
þurfa að liggja á sjúkrahúsi á þess -
um stundum. En ég hóf aftur störf í
heilbrigðisgeiranum þegar ég flutti
hingað til Vestmannaeyja í janúar
2004, byrjaði að vinna á Heil-
brigðisstofnun Vestmannaeyja og
hér er ég enn og hér líður mér vel.
Hér á HSV er gott að vinna.
Maður eiginlega kynnist allri heil-
brigðisstarfsflórunni; nýfæddum
börnum og mæðrum þeirra, sjúk-
lingum að jafna sig eftir aðgerðir og
veikindi, umönnun aldraðra og
einnig að annast einstaklinga við
lífslok.
Sem dæmi má nefna nýfæddu
börnin. Það er alveg dásamlegt
þegar þessi litlu kraftaverk koma í
heiminn og dveljast á deildinni hjá
okkur um lengri eða skemmri tíma
ásamt mæðrum sínum. Stundum
hagar því þannig til að mömmurnar
þurfa hvíld yfir nóttina og fáum við
þá að taka litlu krílin fram á vakt til
okkar og gæta þeirra einhvern part
næturinnar. Það er svo yndislegt og
gefandi að fá að passa þessa litlu
anga og annast þá.
Og annað dæmi; það er annasöm
morgunvakt, margir sjúklingar
inniliggjandi, einhverjir útskrifast
heim, nokkrir eru lagðir inn og
mikill erill myndast. Maður er ef til
vill farinn að verða svolítið lúinn og
er að aðstoða sjúkling við athafnir
daglegs lífs, sem hann er ekki fær
um sjálfur. Og þessi einstaklingur
er svo þakklátur fyrir veitta aðstoð
að manni er gefin stroka á vanga og
hlý orð látin falla. Þetta verður
alveg til þess að öll þreyta og stress
fýkur út í veður og vind og hlýir
straumar fara um hjartað í manni.
Svo er eitt dæmi enn sem mig
langar að nefna; það er órjúfanlegur
hluti af starfi sjúkraliða að annast
einstaklinga við lífslok og síðan
kveður viðkomandi þennan heim.
Aðstandendur safnast saman á
deildinni til að kveðja ástvin sinn
og við tökum á móti fólkinu og
vottum þeim samúð okkar. Þá er
það iðulega þannig að við erum
teknar og faðmaðar hlýtt og inni-
lega og okkur hrósað með yndis -
legum hlýjum orðum. Þetta yljar
okkur þvílíkt um hjartaræturnar og
lyftir okkur upp í hæstu hæðir og
fær okkur til að segja; mikið
óskaplega þykir mér vænt um
starfið mitt!
Mig langar til að segja við ykkur
unga fólk þarna úti, sem eruð að
velta fyrir ykkur hvað ykkur langar
að verða: Spáið í sjúkraliðanámið!
Þetta er fjölbreytt og gefandi starf,
vissulega getur það verið andlega
og líkamlega krefjandi, en er svo
ríkulega gefandi og veitir manni svo
magnaða og góða lífsreynslu. Ef ég
væri aftur orðin 18-19 ára og væri
að velta fyrir mér hvað ég vildi
verða, þá myndi ég pottþétt velja
sjúkraliðanámið!
Ég er sjúkraliði og er stolt af því!
Tölvufíkn barna
og ungmenna
Tölvutæknin er ein af stærstu
uppfinningum síðastliðinna áratuga
og ef til vill sú sem hefur haft mest
áhrif á daglegt líf okkar og það á
mjög skömmum tíma. Varla hefði
fólk um miðja síðustu öld órað fyrir
því að bráðum myndum við geta átt
samskipti í gegnum tölvur, talað í
gegnum myndavél við fólk sem er
statt í fjarlægum heimshluta, stundað
viðskipti, deilt fjölskyldualbúminu,
eignast vini og jafnvel fundið okkur
maka í gegnum lyklaborð og lítinn
sjónvarpsskjá.
Þegar tækni er jafn ör í þróun og
raun ber vitni vill það gerast að við,
þessi mannlegu, náum ekki að fylgja
almennilega á eftir. Flestir þekkja
það af eigin raun að börnin þeirra eru
mun snjallari við þessa nýju tækni en
þeir sjálfir og í sumum tilvikum eru
það börnin sem stýra tölvunotkun
heimilisins af þeirri einföldu ástæðu
að þau kunna þar best til verka.
Algengt er að við tortryggjum það
sem við þekkjum ekki og flest börn
og ungmenni þekkja mjög líklega
kvartanir foreldra um of mikla tölvu -
notkun. Skilin á milli eðlilegrar
tölvunotkunar barna og ungmenna
og tölvufíknar eða stjórnlausrar
hegð unar eru ekki alltaf skýr í huga
fólks enda áttar fólk sig ekki alltaf á
þeim möguleikum sem tölvunotkun
og þá einkum netnotkun býður upp
á. Í huga sumra verður því tölvan og
netið yfirleitt með neikvæðum
stimpli og tölvunotkun talin óæskileg
hegðun. „Af hverju ertu ekki frekar
úti að leika þér eða að spila við vini
þína, læra heima eða þá a.m.k. að
hlusta á tónlist eins og unglingar eiga
að gera?“ En raunin er þá sú að það
er einmitt það sem viðkomandi
unglingur er að gera – hann er bara
að gera það í gegnum netið. Börn og
ungmenni sækja stóran hluta af
afþreyingu sinni og þekkingu í
gegnum netið enda er til urmull af
áhugaverðum og gagnlegum vef-
síðum. Samskipti í tölvuformi koma
að sjálfsögðu ekki í stað hefð -
bundinna samskipta, ekki frekar en
símtöl koma í stað innihaldsríkra
samræðna, augliti til auglits en hvort
tveggja getur verið ágæt viðbót í
samskiptum fólks. Hins vegar er líka
til mjög óæskilegt efni á netinu og
ekki eru öll samskipti þar með upp-
byggjandi eða heilbrigðum hætti.
Í einstaka tilvikum missir fólk
stjórn á tölvunotkun sinni og hún fer
að stýra lífi þess og valda erfið -
leikum í námi eða vinnu og einkalífi.
Þegar um raunverulega hamlandi
áhrif tölvunotkunar er að ræða er
hægt að tala um fíkn en vandinn er
sá að gera sér grein fyrir hvenær farið
er að stíga yfir línuna.
Þegar skilgreina skal tölvufíkn er
ágætt að nota almenna skilgreiningu
á fíkn til að átta sig á því hvenær
notkunin verður vandamál þar sem
hægt er að skipta út neyslu vímuefna
fyrir svo til hvaða neyslu eða hegð -
unarmunstur sem er og sem getur
reynst skaðlegt. Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunin skilgreinir fíkn á eftir-
farandi hátt:
• Sterk löngun eða áráttukennd þörf
fyrir efnið.
• Stjórnlaus neysla. Tíðari, meiri eða
varir lengur en gert var ráð fyrir.
• Líkamleg fráhvarfseinkenni þegar
dregið er úr neyslu.
• Aukið þol – meira magn þarf til að
ná sömu áhrifum og áður.
• Meiri tími fer í að nálgast efnið,
neyta þess eða ná sér eftir neyslu.
• Neyslu er haldið áfram þrátt fyrir
líkamlegan eða sálrænan skaða.
Fíkn er til staðar ef þrjú af sex ofan-
greindum einkennum hafa verið til
staðar um eitthvert skeið á síðast -
liðnum tólf mánuðum.
Gjarnan er gerður greinarmunur á
fíkn og misnotkun á efni – í þessu
tilviki tölvumisnotkun. Talað er um
misnotkun þegar eitt eða fleiri af
neðangreindum atriðum er uppfyllt:
1. Endurtekin (mis)notkun sem leiðir
til mistaka við að uppfylla skyldur í
vinnu, skóla eða á heimili
2. Endurtekin notkun í áhættu -
aðstæðum, t.d. við akstur eða þegar
viðkomandi þarf á annan hátt að
beina athyglinni að því sem hann er
að gera, s.s. við vinnu
3. Endurteknir árekstrar við um -
hverf ið vegna tölvunotkunar
4. Áframhaldandi (mis)notkun þrátt
fyrir endurtekin vandamál.
Margir foreldrar kannast við börnin
sín í þessari upptalningu, þ.e. það
hefur komið fyrir að þau skrópi í
skóla eða vanræki heimanám vegna
tölvunotkunar, eigi erfitt með að
hætta í tölvunni þegar þeim er sagt
að hætta, séu pirruð yfir að komast
ekki að í tölvunni eða að þeim lendi
saman við aðra fjölskyldumeðlimi
vegna notkunarinnar. Skilin á milli
eðli legrar notkunar, misnotkunar og
fíkn ar geta hins vegar verið óljós og
einstaklingsbundin.
Annar þáttur sem taka þarf inn í
dæmið þegar foreldrar leggja mat á
hvort tölvunotkun barnsins sé með
eðlilegum hætti, er hvað barnið er að
gera í tölvunni. Eins og komið var
inn á má telja það mjög eðlilega
hegðun unglings að hlusta á tónlist
og horfa á kvikmyndir þó smekkur
unglingsins fari ekki alltaf saman við
smekk foreldra hans. Hvers konar
skaðleg tölvunotkun er hins vegar
hættumerki. Til dæmis að skoða
klám, samskipti við ókunnugt fólk
sem eru stundum í annarlegum til-
gangi, einelti og notkun á ofbeldis -
leikjum sem einungis eru ætlaðir
fullorðnum notendum. Það er eitt af
hlutverkum foreldra að kenna börn -
um eðlileg og örugg samskipti á net-
inu og að fylgjast með netnotkun
þeirra. Það að leyfa tölvu inni í her-
bergjum barnanna takmarkar það
eftirlit sem hægt er að hafa með
tölvunotkuninni, bæði hversu lengi
þau eru í tölvunni og hvað þau eru að
gera.
Einnig er mikilvægt að foreld rar
ræði saman um tölvunotkun barn -
anna í vinahópnum og setji sam -
eiginleg viðmið í því, rétt eins og að
standa saman um að virða útivistar-
reglur, kaupa ekki áfengi og tóbak
fyrir börn, leggja ekki í einelti o.s.frv.
Eins og áður segir slá börnin for -
eld rana oft út af laginu þegar kemur
að tölvunotkun – þau kunna þetta
stund um allt miklu betur en foreldr -
arnir svo foreldrum finnst þeir ekki
vera dómbærir á hvað telst eðlileg
tölvu notkun. Oft er það þó þannig að
áhyggjur sem foreldrar hafa af börn -
um sínum, af hvaða meiði sem þær
eru, reynast oft á rökum reistar.
Hins vegar getur verið gott að viðra
málin við óháðan aðila til að leggja
mat á þessa þætti. Hafi foreld rar
áhyggjur af tölvunotkun barna sinna
og mögulegri tölvufíkn er t.d. hægt
að fá ráðgjöf hjá starfsmönnum fjöl-
skyldu- og fræðslusviðs.
Pólitík skiptir máli –
tökum þátt
Eftir um 150 daga
ganga Íslendingar að kjörborðinu
og kjósa til Alþingis. Prófkjör, for-
val og uppstillingar eru í gangi hjá
öllum stjórnmálaflokkum og á
næstu tveimur mánuðum skýrist
hvernig framboðslistar flokkanna
verða skipaðir. Nú er tækifæri til að
hafa áhrif.
Stjórnmálin mega muna sinn fífil
fegurri og við sem störfum á þeim
vettvangi finnum sennilega öll fyrir
minni áhuga, virðingarleysi og jafn-
vel vonleysi gagnvart stjórnmálum
og stjórnmálamönnum. Eins skrýtið
og það hljómar, er mín upplifun
samt sú að fólk sé þrátt fyrir þetta
almennt pólitískara en áður. Hvert
sem ég fer og hvar sem ég kem
ræðir fólk við mig um pólitík, hvað
það vill sjá betur gert og hvernig.
Og hefur á því miklar skoðanir og
margt til málanna að leggja. Í þessu
er fólgin þversögn - almenningur er
pólitískari á sama tíma og hefð -
bundin þátttaka í stjórnmálum fer
dvínandi.
Stjórnmál skipta máli, hugmynda -
fræði skiptir máli, vinnubrögð
skipta máli og einstaklingar skipta
máli. Ég leyfi mér að fullyrða að
við öll sem störfum í stjórnmálum
séum þar af góðum hug – við
viljum hafa áhrif á samfélagið og
við höfum sannfæringu fyrir því
sem við erum að berjast fyrir. Og
það er einmitt ekkert athugavert við
það að stjórnmálum fylgi barátta,
stundum átök um mismunandi
aðferðir og hugmyndafræði. Þetta
er það sem lýðræðið snýst um.
Við erum samt miklu oftar sam-
mála, þvert á flokkslínur, á Alþingi
en menn halda - en átökin eru
fréttnæmari. Við tölum oftar um og
við hvert annað af virðingu á
Alþingi - en virðingarleysið þykir
fréttnæm ara.
Þetta fælir gott fólk frá þátttöku í
stjórnmálum og þessu vil ég breyta.
Tökumst á um menn og málefni en
umfram allt, sýnum hvert öðru virð -
ingu. Það er gaman í stjórnmá l um,
það er gaman að sjá hugmynd ir
fæðast og verða að veruleika. Til
þess að hafa áhrif verða menn að
taka þátt og nú er tækifærið.
Prófkjör okkar sjálfstæðismanna í
Suðurkjördæmi fer fram þann 26.
janúar og rennur framboðsfrestur út
þann 14. desember. Ég vil hvetja
fólk til dáða – komið með okkur í
baráttuna, tryggjum góða þátttöku,
tökum slaginn saman og gerum gott
samfélag betra.
Ásdís Emil ía
Björgvinsdótt i r
sjúkral ið i v ið
Hei lbr igðisstofnun
Vestmannaeyja
Og mér finnst eiginlega bara notalegt til
þess að hugsa að þó það sé vissulega
yndislegt að vera heima hjá sínu fólki á
stórhátíðum, þá er það líka gott að hugsa
til þess að vera í vinnu á þessum dögum.” Hvers konar skaðlegtölvunotkun er hinsvegar hættumerki. Tildæmis að skoðaklám, samskipti við
ókunnugt fólk sem
eru stundum í annar -
legum tilgangi, einelti
og notkun á ofbeldis -
leikjum sem einungis
eru ætlaðir fullorðn -
um not endum.
”
Ragnheiður El ín
Árnadótt ir
oddvit i Sjálstæðis-
f lokksins í
Suðurkjördæmi
Það er gaman í stjórnmá l um, það er
gaman að sjá hugmynd ir fæðast og verða
að veruleika. Til þess að hafa áhrif verða
menn að taka þátt og nú er tækifærið. ”
Guðrún
Jónsdótt i r
yf ir fé lagsráðgjaf i
f jö l skyldu- og
fræðslu sviðs Vest-
mannaeyjabæjar
STIMPLAR
Ýmsar gerðir og litir
Strandvegi 47 - Sími 481 1300
°
°