Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 28.11.2012, Page 17

Fréttir - Eyjafréttir - 28.11.2012, Page 17
Eyjafréttir / Miðvikudagur 28. nóvember 2012 17 ° ° Jarl Sigurgeirsson stjórnar sínu fólki af innlifun. Tónleikar Fjallabræðra og Lúðrasveitar Vestmannaeyja: Gæsahúð og tár á hvarmi Söngsveitin Fjallabræður og Lúðrasveit Vestmannaeyja efndu til tónleikahalds í Há - skólabíói í Reykjavík á laugar - dag. Það voru ekki einir tón - leikar heldur tvennir og veitti ekki af því að húsfyllir var bæði skiptin. Þessar sveitir hafa raunar hist áður, á þjóðhátíð, en þetta var í fyrsta sinn sem þær efndu saman til tónleika. Boðið var upp á eins konar forleik (svona eins og í óperum) í anddyri Háskólabíós, hálftíma fyrir sjálfa tónleikana þar sem Lúðrasveit Vest- mannaeyja lék nokkur lög, svona til að koma tónleikagestum í réttan gír. En svo hófst sjálf veislan, og þvílík veisluhöld. Fjallabræður hófu leikinn, studdir af heilli popp - hljómsveit, þar sem tveir gítarar, tvö trommusett, fiðla, bassi og hljómborð sáu um undirleik, auk þess sem allir söngvararnir voru væddir míkrófónum. Fjallabræður eru alveg svakalega skemmtilegur karlakór og stjórnandinn, Halldór Gunnar Pálsson, er ákaflega af - slappaður og skemmtilegur, bæði sem stjórnandi og kynnir. Fjalla - bræður eru líka svo rammíslenskur kór að engu tali tekur og svo gægj - ast stöku sinnum inn írsk áhrif sem verða einhvern veginn samofin íslensku öræfastemmingunni. Lúðrasveitin kom svo inn, eftir að Fjallabræður höfðu leikið listir sínar í hálftíma eða svo, og þar með kom meiri fylling í tónlistina eins og geta má nærri. Hinir dyggu stuðningsmenn sveitarinnar á höf - uðborgarsvæðinu voru að sjálf- sögðu mættir til leiks þannig að það var sannkölluð stórsveit sem hálffyllti sviðið í Háskólabíói. Og allt small þetta því sem næst hnökralaust saman og má raunar undrum sæta hjá rúmlega hundrað manna hópi hljóðfæraleikara og söngvara án þess að hafa æft saman. Tveir gestasöngvarar komu fram þetta kvöld, Sverrir Bergmann, sem söng m.a. þjóðhátíðarlagið í ár. Mjög tilkomumikið og flott hjá honum sem og hundrað manna bakröddum og hljómsveit. Þá kom eðaltónskáldið Magnús Þór Sig- mundsson einnig fram og söng þrjú af sínum bestu lögum. Honum var vel og einlæglega fagnað ekki síst eftir flutning lagsins Ísland er land þitt. Þá kom Eyjamaðurinn Guð- mundur Davíðsson skemmtilega á óvart í tvígang, en hann er einn af meðlimum Fjallabræðra. Fyrst með því að spila á agnarsmátt hljóðfæri sem Magnús Þór kallaði púka - blístru, og síðan er hann söng ein- söng í laginu Ég veit þú kemur, og var vel við hæfi að fá Eyjamann í það hlutverk. En líklega höfðu flestir beðið með mestri óþreyju þess að hlusta á Þjóðlagið, sem verið hefur verkefni Halldórs Gunnars undanfarin miss - eri, að ná röddum nokkur þúsund Íslendinga saman í flutningi verks - ins. Á undan verkinu var sýnd stutt myndband sem unnið hefur verið um þetta verkefni og var alveg bráðskemmtilegt. Og Þjóðlagið olli ekki vonbrigðum. Óhemju kraft- mikið og vel samið verk enda risu tónleikagestir á fætur að því loknu og hylltu tónskáldið og flytjendur, lengi og innilega. En stjarna þessa kvölds var líklega Unnur Birna Björnsdóttir, sem köll - uð hefur verið „stelpan í Fjalla - bræðrum“. Hún spilaði á fiðlu á tónleikunum, listilega vel auk þess sem hún hefur sérlega skemmtilega framkomu á sviði. Svo var það rús - ínan í hennar pylsuenda þegar hún lagði frá sér fiðluna og söng ein- söng í Þjóðlaginu. Og þar kom í ljós að hún er ekki síðri söngvari en fiðluleikari. Alveg frábær tónlistar - kona þar. Smágalli á gjöf Njarðar á þessum tónleikum var að myndbrot, sem sýnd voru með sumum laganna, voru öll negatíf; sneru öfugt. Það tók t.d. dágóða stund að kannast við Herjólfsdal þar sem Blátindur var allt í einu kominn austan megin og Moldi vestan megin. En þetta var nú afskaplega smávægilegt og skemmdi í engu ánægjuna af tón- leikunum. Og kannski hefur þetta bara átt að vera svona. Sá sem þetta skrifar hefur sótt nokkra tónleikana um ævina en þessir eru hiklaust þeir áhrifamestu. Það mátti finna í áheyrendahópnum að gæsahúðin hríslaðist um salinn og á stöku stað sáust tár blika á hvarmi. Varla hægt að hugsa sér það betra. Takk fyrir mig. Rúmlega eitt hundrað manns sáu um hljóðfæraleik og söng á tónleikum Fjallabræðra og Lúðrasveitar Vestmannaeyja í Háskólabíói. // Myndir: Reynir Pálsson. Halldór Gunnar Pálsson, kórstjóri Fjallabræðra er af - slappaður og skemmtilegur, segir í umsögn um tónleikana. Áheyrendur risu úr sætum, lyftu höndum á loft og sungu með. SIGURGEIR JÓNSSON sigurge@internet.is Hinir dyggu stuðningsmenn sveitarinnar á höfuðborgarsvæðinu voru að sjálfsögðu mættir til leiks þannig að það var sannköl- luð stórsveit sem hálffyllti sviðið í Háskólabíói. Og allt small þetta því sem næst hnökralaust saman og má raunar undrum sæta hjá rúmlega hundrað manna hópi hljóðfæraleikara og söngvara án þess að hafa æft saman. ”

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.