Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 28.11.2012, Page 20

Fréttir - Eyjafréttir - 28.11.2012, Page 20
20 Eyjafréttir / Miðvikudagur 28. nóvember 2012 ° ° Todmobile í einu orði sagt frábær :: Bjarni Ólafur Guðmundsson, rekstraraðili Hallarinnar, ánægður með heimsókn helgarinnar Hljómsveitin Todmobile heimsótti Vestmannaeyinga um helgina og bauð upp á tveggja kvölda skemmt - un í Höllinni. Annars vegar tónleika að kvöldi föstudags og dansleik að- faranótt sunnudags. „Hljómsveitin var í einu orði sagt frábær, sérstak- lega á tónleikunum og svo var boðið upp á ekta Todmobileball,“ sagði Bjarni Ólafur Guðmundsson, rekstaraðili Hallarinnar, í samtali við Eyjafréttir. „Mætingin var kannski ekki eins góð og við vonuðumst eftir, en ljósi þess að það eru vaktir í stöðvunum og eins fóru margir héðan á tónleika Lúðrasveitarinnar og Fjallabræðra í höfuðborginni, þá er þetta skiljan- legt. Það voru um 150 manns sem sóttu tónleikana og eitthvað annað eins á ballinu, bara fínt þó maður vilji alltaf fá fleiri. Ég held að það hafi bara allir verið í skýjunum sem mættu enda ekki annað hægt með slíka ofurgrúbbu.“ Árshátíð elstu bekkja Grunnskóla Vestmannaeyja: Mikið fjör og dansað fram undir miðnætti Í síðustu viku héldu elstu bekk - ingar Grunnskóla Vestmanna - eyja sína árlegu árshátíð. Eins og alltaf mættu nemendurnir í sínu fínasta pússi og skemmtu sér konunglega. Fanney Ás- geirsdóttir, skólastjóri GRV, sagði í samtali við Eyjafréttir að árshátíðin hefði heppnast mjög vel. „Árshátíð unglingastigsins fór afar vel fram og unglingarnir okkar voru í alla staði til fyrir - myndar. Skemmtiatriði kvölds - ins báru þess merki að við eigum mikið af virkilega hæfi - leikaríkum nemendum og þarna mátti m.a. finna mörg frábær tónlistaratriði. Úr stuttmynda - smiðjunni bárust líka mjög skemmtilegar myndir og kynnar kvöldsins stóðu sig með miklum ágætum. Kvöldinu lauk svo með dúndrandi dansleik og það voru heitir, þreyttir og ánægðir unglingar sem drifu sig heim rétt fyrir miðnætti,“ sagði Fanney. Viktoría Þorsteinsdóttir og Svanhildur Eiríksdóttir tóku lagið á árshátíðinni. Samkvæmt þessari mynd klæðast ungir menn hvítri skyrtu með slaufu um hálsinn og axlabönd um herðar. Herratískan í ár? Þessir krakkar fengu hin ýmsu verðlaun á árshátíðinni. Þær Halla Kristín Kristinsdóttir og Sara Dís Hafþórsdóttir brostu sætt til ljósmyndara Eyjafrétta. M yn di r: Ó sk ar P ét ur F ri ðr ik ss on .

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.