Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.12.2012, Qupperneq 10

Fréttir - Eyjafréttir - 19.12.2012, Qupperneq 10
° °10 Eyjafréttir / Miðvikudagur 19. desember 2012 Ólöf Jóna aðstoðarsparisjóðsstjóri og Ólafur sparisjóðsstjóri :: Samtals um 40 ára starfsreynsla: Við lifum og störfum í þessu samfélagi og það skiptir okkur máli hvernig það þróast :: Áhersla á að veita persónulega þjónustu :: Um allt Suðurland :: Reynt að byggja upp einingu sem stjórnað væri frá Vestmannaeyjum Ólöf Jóna Þórarinsdóttir og Ólaf - ur Elísson eru við stjórnvölinn hjá Sparisjóði Vestmannaeyja, hún sem aðstoðarsparisjóðsstjóri og hann sem sparisjóðsstjóri. Bæði eiga langan starfsferil að baki en Ólöf þó öllu lengri því hún byrjaði 1984 en Ólafur árið 1999 þegar hann flutti sig af efstu hæðinni í húsi Sparisjóðsins við Bárustíg og niður á miðhæðina. Mjög góður vinnustaður Ólöf minnist góðra starfsfélaga frá upphafsárum sínum í Sparisjóði Vestmannaeyja. Meðal þeirra voru Benedikt Ragnarsson, þáverandi sparisjóðsstjóri, Guðjón Hjörleifsson sem seinna varð bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum en stundar nú fast - eignaviðskipti af miklum móð, Guðni Valtýs, Sigríður hans Hauks á Reykjum sem flestir kannast við sem Lillý, Stína sem alltaf er kennd við Sparisjóðinn, Unnur Katrín, Ásdís Sævalds, Guðrún Aðalsteinsdóttir, Barbara Wdowiak og stuttu eftir að Ólöf kom í Sparisjóðinn byrjaði Erna systir hennar. Nú eru þær þrjár eftir, Ólöf, Erna og Unnur Katrín af þeim sem störfuðu þá. „Það var svipaður fjöldi nú og þá en í dag erum við tólf sem störfum hér í Vestmannaeyjum,“ segir Ólöf. Það verður ekki sagt að starfs - manna veltan hafi verið mikil því flestir eiga margra ára og jafnvel áratuga starfsaldur að baki í Spari - sjóðnum. „Sparisjóðurinn er mjög góður vinnustaður og það er ómetan- legt að hafa starfað við hlið góðra samstarfsfélaga og viðskiptavina þessi ár segir Ólöf. Við reynum alltaf að veita persónulega þjónustu og ég held að það hafi tekist ágætlega hjá okkur.“ Færri ferðir i sparisjóðinn Þegar rætt er um breytingar á þessum árum þá nefna bæði tölvuvæðinguna sem hefur breytt svo miklu í daglegu lífi fólks og starfsemi fyrirtækja og stofnana. „Þegar ég byrjaði voru allar færslur handskrifaðar inn í allar sparisjóðsbækur,“ segir Ólöf og Ólafur skýtur inn í að allt framundir 1980 hafi allt bókhald verið hand- fært. Fyrsta tölvan í Sparisjóðnum var stór og mikil en nú eru tölvurnar orð- nar fyrirferðaminni og hraðbankar og heimabankar eru orðnir hluti af þjónustu lánastofnana. „Ég hef alltaf sagt að með tilkomu allrar þessarar tækni fækkar ferðunum í Spari - sjóðinn og biðraðir um mánaðamót eru löngu horfnar. Nú gengur fólk frá sínum málum í gegnum heimabanka og það sama gerðist þegar við fórum að bjóða upp á greiðsluþjónustu, hún fækkaði ferðum til okkar,“ segir Ólafur. Meiri tími hjá þeim fer í að sinna tölvusamskiptum og segir Ólafur að hálfur dagurinn fari í að lesa og svara tölvupósti sem þeim berst. Spari - sjóðirnir hafa tekið þátt í uppbygg - ingu á tækninýjungum eins og heimabankakerfinu sem kosti hundruð miljóna. „Í dag er heima- bankinn eins og hvert annað heimil - istæki sem nýtt er af fleirum en bara viðskiptavinum banka og sparisjóða. Markhópurinn einstak - lingar og lítil og meðal stór fyrirtæki Þegar þau eru spurð um hlutverk Sparisjóðsins í bæjarfélaginu segir Ólafur að það sé að sinna viðskipta - vinum á hverjum stað, heimamönn - um og fyrirtækjum. „Markhópurinn eru einstaklingar og lítil og meðal- stór fyrirtæki. Á árunum í kringum 2000 og eftir kom Sparisjóðurinn talsvert að uppbyggingu fyrirtækja í sjávarútvegi og tók meðal annars þátt í fjármögnun margra skipa sem keypt voru til Vestmannaeyja á þessum tíma.“ Enn í dag er Sparisjóðurinn öflugur í fjármögnun atvinnuupp- byggingar í Eyjum. Bæði eru sammála um að sam- félagslegt hlutverk sparisjóðanna skipti máli. „Það er mjög ríkt,“ sagði Ólafur. „Við lifum og störfum í þessu samfélagi og það skiptir okkur máli hvernig það þróast.“ Það hefur ekki verið auðvelt að starfa í banka eftir bankahrunið 2008 og segir Ólöf að sjálf hafi hún ekki upplifað skrítnari tíma en síðustu fjögur árin. Sparisjóðurinn starfar víðar en í Vestmannaeyjum og á starfssvæði okkar var mismunandi hvað þenslan var mikil fyrir hrun. Sjávarpláss fóru betur út úr falli krónunnar og þess njótum við hér í Eyjum,“ sagði Ólafur. Það lenti á bankastarfsmönnum um allt land að taka á móti fólkinu sem lenti í erfiðleikunum og sumt sá ekki fram úr vandræðum sem það var komið í. „Sumum í hópi bankastarfs - manna finnst viðhorf almennings með öðrum hætti núna og það er rétt að vandinn er mikill,“ sagði Ólöf og Ólafur tók undir með henni. „Þetta hefur bitnað á okkur þó í bönkunum vinni fólk sem sumt er í sömu vandamálum sjálft,“ sagði Ólafur. „Við höfum upplifað uppsveiflur og samdrátt en núna hefur þetta staðið svo lengi og sárindin svo mikil “ bætti Ólöf við. Fórum ekki varhluta af erfiðleikunum „Það er alltaf erfitt að spá og sérstak- lega um framtíðina,“ segir Ólafur þegar hann er spurður að því hvernig hann sjái fyrir sér næstu misseri og ár í starfi Sparisjóðsins. „Sparisjóð - ur inn fór ekki varhluta af þeim erf - iðleikum sem efnahagslíf á Íslandi lenti í 2008. Þá hrundu þrír turnar yfir samfélagið og þar varð Spari - sjóðurinn undir,“ segir Ólafur og á þar við stóru bankana þrjá, Kaup - þing, Glitni og Landsbanka. „Síðan hefur þetta verið hrein og tær rústa - björgun og vandi að sjá hvernig þetta fer allt saman. En Sparisjóðurinn á samleið með samfélaginu í Vest - mannaeyjum og skiptir bæjarfélagið máli eins og hann hefur gert í sjö áratugi,“ segir Ólafur. Í allt starfa 30 manns hjá Spari - sjóðnum, þar af tólf í Vestmanna - eyjum en starfsemin er orðin fjölbreyttari en hún var. „Starfsemi lánastofnana hefur breyst mikið á undanförnum árum og er þjónustan orðin miklu fjölbreyttari. Ný tækni hefur gert þetta mögulegt og þannig höfum við getað að miklu leyti haldið jafnmörgum störfum hér í Vestmannaeyjum. „Til dæmis gerum við ráð fyrir um tveimur stöðugildum í að svara í síma sem kallar á vana bankastarfsmenn,“ sagði Ólafur. Við höfum tekið inn tryggingaum- boð fyrir VÍS og erum með póst - þjónustu í útibúum okkar fyrir austan en öll stjórnunarstörf vegna starf - sem innar uppi á landi eru hér í Eyjum. Starfsemi Sparisjóðs Vestman- naeyja nær frá Breiðdalsvík í austri að Selfossi í vestri. Þetta byrjaði með opnun Sparisjóðsins á Suðurlandi árið 2000. „Með þessu vorum við að reyna að byggja upp rekstrarhæfa en litla einingu, sem stjórnað væri frá Vestmannaeyjum og það hefur tekist að mestu leyti vel. „Það skiptir okkur Eyjamenn máli,“ sögðu þau Ólöf og Ólafur að lokum. STARFSFÓLK SPARISJÓÐS VESTMANNAEYJA 2012. Aftari röð frá vinstri: Hafsteinn Gunnarsson, Gísli Gunnar Geirsson, Ólafur Elísson, Harpa Gísladóttir og Unnur Katrín Þórarinsdóttir. Fremri röð frá vinstri: Egill Arngrímsson, Matthildur Halldórsdóttir, Björg Egilsdóttir, Guðný Guðmundsdóttir, Erna Þórarinsdóttir, Anna Kristín Hjálmarsdóttir og Ólöf Jóna Þórarinsdóttir. Sparisjóður Vestmannaeyja 70 ára ÓMAR GARÐARSSON omar@eyjafrettir. is Í allt starfa 30 manns hjá Sparisjóðnum, þar af tólf í Vestmannaeyjum en starfsemin er orðin fjölbreyttari en hún var. „Starfsemi lánastofnana hefur breyst mikið á undanförnum árum og er þjónustan orðin miklu fjölbreytt - ari. Ný tækni hefur gert þetta mögulegt og þannig höfum við getað að miklu leyti haldið jafnmörgum störfum hér í Vestmannaeyjum”

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.