Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.12.2012, Side 12

Fréttir - Eyjafréttir - 19.12.2012, Side 12
° °12 Eyjafréttir / Miðvikudagur 19. desember 2012 Harpa Gísladóttir, þjónustustjóri Sparisjóðsins, hóf störf í Spari - sjóðnum í júlí 1997. Áður hafði hún rekið verslun og unnið í Ís- félaginu. Henni hefur líkað starfið vel eins og starfsaldurinn sýnir. „Já, það eru fimmtán ár síðan ég byrjaði. Þetta er alltof fljótt að líða,“ segir Harpa sem er ánægð með sinn Sparisjóð. „Starfið á vel við mig og mér líkar þetta vel.“ Um fyrri störf nefnir hún Ísfélagið og snyrtivöruverslunina Ninju sem var til húsa að Strandvegi 47 þar sem ritstjórn Eyjafrétta er í dag. „Fyrst vorum við mamma með búðina, þegar hún hætti var ég ein en svo kom Þórunn systir og tók við af mér og var með tískuvöru fyrir konur og snyrtivörur fyrir konur og karla.“ Sem þjónustustjóri hefur Harpa yfirumsjón á neðri hæðinni þar sem afgreiðslan er. „Þar tökum við á móti almennum viðskiptavinum og það er mitt hlutverk að sjá til þess að það gangi almennilega fyrir sig. Það er ekki þar með sagt að ég þurfi að vera mjög ströng því allar eru konurnar í afgreiðslunni búnar að starfa hér lengi, þrælvanar og flottar,“ segir Harpa og bendir á að körlum hafi fjölgað með árunum. „Óli var lengi eini karlinn en núna eru þeir orðnir fjórir.“ Hver er helsti kosturinn við að vinna í Sparisjóði Vestmannaeyja? „Þetta er eins og mitt annað heim- ili. Hér er góður andi, gott fólk og samstaðan mikil. Við erum í mikl - um samskiptum við viðskiptavini og það finnst mér gott.“ Gísli Gunnar Geirsson, forstöðu- maður fyrirtækja- og verðbréfasviðs: Að eiga þátt í að sjá drauma fólks verða að veruleika :: Er það sem gefur starfinu gildi Kristín Guðmundsdóttir tók við stjórnarformennsku í Sparisjóði Vestmannaeyja árið 2011. Þó að Kristín sé fulltrúi Bankasýslu rík- isins var það fyrir áeggjan frá Eyjum sem hún ákvað að slá til. Frá bankahruni hefur mikill tími farið í fjárhagslega endurskipu- lagningu. Kristín segir mikla vinnu að baki en nú sé kominn tími til að horfa fram á veginn. Enn eru þó ýmsar hindranir í vegi fyrir því að hægt sé að þróa starfsemina áfram og vegur þar þyngst kyrrstaða í efna- hagsmálum þar sem öllum er gert erfitt um vik. Kristín er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, var í 20 ár hjá Ís- landsbanka og Iðnaðarbankanum. Þá var hún fjármálastjóri Granda hf. í átta ár. Hún var fjármálastjóri hjá Símanum og Skiptum frá 2003. Seinna varð hún forstjóri Skipta en er sjálfstætt starfandi í dag. Situr í stjórn N1 og er að vinna fyrir Saga Medica auk þess að vera í forsvari stjórnar Sparisjóðs Vestmannaeyja. „Ástæðan er að Binni í Vinnslu - stöðinni, sem sat í stjórn Símans og Skipta þegar ég var þar, talaði við mig en ég kem inn í stjórnina sem fulltrúi Bankasýslu ríkisins,“ sagði Kristín þegar hún var spurð um aðkomu sína að Sparisjóðnum. Góðar minningar af golfvellinum Kristín þekkti til í Vestmannaeyjum, m.a. annars kynntist hún Sigurði Einarssyni, fyrrum forstjóra Ís- félagsins á meðan hún vann hjá Granda. Þá á hún góðar minningar af golfvellinum. „Ég byrjaði í stjórninni 31. mars 2011 og tók við formennsku af Helga Bragasyni. Þá voru komnar strangari reglur um hæfi fólks í stjórnum fjármálafyrirtækja sem núna má aðeins vinna fyrir eitt fyrirtæki í þessum geira.“ Í stjórninni eru, auk Kristínar, Rut Haraldsdóttir, varaformaður, Hörður Óskarsson, Stefán S. Guðjónsson og Þorbjörg Inga Jónsdóttir, Varamenn eru Elís Jónsson, Jóna Sigríður Guð- mundsdóttir, Jónína B. Bjarnadóttir, Trausti Harðarson og Unnar Steinn Bjarndal Björnsson „Í aðalstjórn erum við þrjú frá Reykjavík, ég, Stefán og Þorbjörg Inga. Þetta er góð stjórn og gott að hafa lögfræðing eins og Þorbjörgu Ingu í hópnum. Sérstaklega þegar við erum t.d. að ræða dóma sem fallið hafa vegna gjaldeyrislána. Stefán er forstjóri fjölskyldufyrirtækisins John Lindsay, sem er gamalgróið innflutn - ingsfyrirtæki og reynsla hans hefur verið mjög gagnleg. Þá hafa Hörður og Rut staðið sig mjög vel og ekki má gleyma Ólafi, sparisjóðsstjóra sem er mikill reynslubolti. Það er líka styrkur fyrir Sparisjóðinn að hafa á að skipa tveimur löggiltum endurskoðendum,“ segir Kristín og vitnar til þess að Ólafur sparisjóðs - stjóri og Hafsteinn Gunnarsson, sem er forstöðumaður bókhalds og innra eftirlits, eru löggiltir endurskoð - endur. Þegar fjárhagslegri endurskoðun sparisjóðanna lauk var ákveðið af Fjármálaeftirlitinu, að eiginfjárhlut- fall þeirra yrði að vera 16 prósent. Kristín segir að það sé í sjálfu sér of hátt en Sparisjóðurinn hafi verið í þeirri stöðu að lítið mátti út af bera. „Við vorum rétt yfir strikinu í upp - hafi og áttum að halda okkur yfir 16 prósentunum. Við höfum orðið að afskrifa lán í kjölfar dóma sem fallið hafa vegna gengistryggðra lána og núna erum við undir markinu. Þar með erum við undir eftirliti og sjóð - ur inn starfar núna á tímabundinni undanþágu. Á sama tíma erum við að sækja á Seðlabankann um að fá leiðréttingu gengisbundinna lána Sparisjóðsins hjá bankanum. Á meðan við erum að takast á við vandamál fortíðar er erfitt að horfa til framtíðar og vera í sókn sem er svo mikilvægt,“ segir Kristín. Sparisjóðirnir eiga fullan rétt á sér Hún segist tilbúin að vinna í framtíðinni fyrir Sparisjóðinn enda eigi sparisjóðirnir fullan rétt á sér, ekki síst fyrir landsbyggðina. Reyndar hafi róðurinn þyngst eftir að sjóðunum fækkaði og opinberar álögur á fjármálastofnanir hækkuðu. Því hafi m.a. verið mætt með fækkun starfsfólks. „Auknar álögur hafa gert rekstur inn miklu erfiðari en við verðum að veita sömu þjónustu og stóru bankarnir ef við ætlum að standast samkeppnina. Það hefur hjálpað okkur að við erum í góðu samstarfi við MP-banka sem vill koma meira inn í samstarf með okkur. Við eigum tækifæri því Lands bankinn hefur fækkað útibúum á landsbyggðinni og það er ekki að sjá að aðrir stórir viðskiptabankar hafi áhuga á að fylla í skörðin.“ Kristín kallar eftir aðgerðum í efna- hagsmálum og segir lítið gerast á meðan efnahagskerfið fari ekki af stað. „Staðan í sjávarútvegi, þar sem ríkisstjórnin ræðst á kvótakerfið, bitnar á stöðum eins og Hornafirði og Vestmannaeyjum. Á meðan allt er í gíslingu er lítið hægt að gera,“ segir Kristín. Samgöngur mikilvægar Hún segir að stjórnarsetan hafi opnað augu sín fyrir því hvað fólk á við að stríða á landsbyggðinni og það ekki síst í samgöngum. „Það kom mér á óvart hvað samgöngur skipta Vest- mannaeyinga miklu máli en ég skil það í dag. Þegar þið vaknið byrjið þið að tékka á veðrinu sem er eitt - hvað sem við gerum ekki endilega í Reykjavík.“ En Kristín er ánægð með sam- skiptin við Eyjamenn og á héðan góðar minningar frá stórum mótum í golfi. „Áður en ég byrjaði hjá Sparisjóðnum hafði ég komið til Eyja til að spila golf en völlurinn ykkar er einn af tveimur eða þremur fallegustu golfvöllum á landinu og í heiminum. Ég á skemmtilegar minn - ingar frá Íslandsmótinu 1996 og á golfmótum eldri kylfinga. Þetta verða alltaf golfhátíðir þar sem allir eru saman, spila golf á daginn og á kvöldin er það góður matur og frábær félagsskapur. Svona stemmn- ing verður aldrei í mótum í Reykja - vík eða í nágrenni, þar sem flestir fara heim þegar búið er að spila,“ sagði Kristín að endingu. Kristín með sonum sínum tveimur, barnabarni sínu, Ísaki og syni sínum, Jasoni. Harpa Gísladóttir, þjónustustjóri Sparisjóðsins: Úr fiski og verslunar- rekstri í Sparisjóðinn Gísli Gunnar Geirsson, forstöðu- maður fyrirtækja- og verðbréfa - sviðs, er meðal yngri starfs - manna Sparisjóðsins, bæði í árum og starfsaldri. Hann segir að starf hans nái yfir miklu fjöl- breyttara svið en titillinn segi til um. „Hann segir kannski minnst um það sem ég er að gera,“ segir Gísli við blaðamann þar sem þeir spjalla saman á skrifstofu Gísla á annarri hæð Sparisjóðsins. „Það er rétt að ég sinni fyrirtækjum og verðbréfa - viðskiptum en ég kem líka að út - lánum til einstaklinga og greiðslu - mati, sem er mest fyrir einstaklinga í húsnæðiskaupum,“ segir Gísli sem er viðskiptafræðingur að mennt en hann fór ekki alveg hefðbundna leið í námi sínu. „Ég tók stúdentspróf árið 1966 en það var ekki fyrr en árið 2002 að ég byrjaði í viðskiptafræði í fjarnámi við Háskólann. Ég kláraði það árið 2006,“ segir Gísli sem á þessum tíma var kominn með fjölskyldu. „Þetta var mjög strembið sem sést á því að við byrjuðum átján en það voru ekki nema fjórir sem útskrif - uðust. Sjálfur þurfti ég að hafa fyrir þessu enda í fullri vinnu allan tím - ann. Menntunin hefur reynst mér vel í þessu starfi og sennilega væri ég ekki í þessum stól ef ég hefði ekki drifið mig í viðskiptafræðina.“ Fljótlega eftir að hann útskrifaðist hóf hann störf í Sparisjóðnum og hann er ánægður. „Mér finnst þetta góður vinnustaður og hef verið ánægður hérna. Maður er svolítið með puttana á því sem er að gerast í bæjarfélaginu, sérstaklega á fasteignamarkaðnum. Við verðum fljótt vör við það þegar kreppir að og líka þegar ástandið verður betra.“ Gísli segir að það að vinna í minni stofnun hafi marga kosti. „Þú ert ekki bara í einhverju einu heldur öllu og verður að fara í það sem fellur til hverju sinni. Við erum í miklum samskiptum við fólk og starfið snýst um það að það er alltaf einhver á hinum endanum. Við þurfum stundum að taka á erfiðum málum en sem betur fer eru þau miklu fleiri málin sem gaman er að koma að. Að eiga þátt í að sjá drauma fólks verða að veruleika er það sem gefur starfinu gildi,“ sagði Gísli að endingu. ”Mér finnst þettagóður vinnustaðurog hef verið ánægð - ur hérna. Maður er svolítið með puttana á því sem er að gerast í bæjarfélag- inu, sérstaklega á fasteignamark - aðnum. Við verðum fljótt vör við það þegar kreppir að og líka þegar ástandið verður betra. ”Þetta er eins og mittannað heimili. Hérer góður andi, gott fólk og samstaðan mikil. Sparisjóðirnir eiga fullan rétt á sér :: ekki síst fyrir landsbyggðina :: segir Kristín Guð- mundsdóttir, stjórnarformaður Sparisjóðsins Kristín Guðmunds- dóttir er gift Ólafi Jónssyni, stjórnanda hjá Reykjavíkurborg og fyrrum landsliðs- fyrirliða í handbolta. Þau eiga saman tvö börn, Jason Kr. Ól - afs son og Bjarneyju Sonju Breidert Ólafs- dóttur og eru barna - börnin orðin sex. >>

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.