Fréttir - Eyjafréttir - 19.12.2012, Blaðsíða 14
14 Eyjafréttir / Miðvikudagur 19. desember 2012
°
°
Merkilegt má það heita að hugtak
sem öll þjóðin þekkir, brandajól og
þó sérstaklega með lýsingarorðin
stóru fyrir framan, skuli vera svo
myrkri hulið að ekki er lengur
augljóst hvað átt er við þegar um er
rætt.
Hér mun lesendum, vonandi til
glöggvunar og jafnvel skemmtunar,
reynt að svara spurningunni: Teljast
hin komandi jól stóru brandajól?
Öllum heimildum ber saman um að
elsta dæmi um hugtakið sé komið
frá Árna Magnússyni handritasafn -
ara. Í heimild frá því um 1700 segir
hann: „Brandajól kalla gamlir menn
á Íslandi þá jóladag ber á mánudag
... [a]ðrir segja brandajól heita ei
nema þegar jóladagurinn var fyrra
árið á laugardegi og stökkur
[stekkur] vegna hlaupárs á
mánudegi.“
Samkvæmt þessari skilgreiningu
eru ekki brandajól þetta árið þar
sem aðfangadag ber upp á ofan-
greinda vikudaga (laugardag í fyrra,
mánudag í ár) en ekki jóladag.
Þegar betur er aðgætt kemur í ljós
að málið er ekki svona einfalt.
Þannig var í katólskum sið talað um
að félli jóladagur á miðvikudag þá
væru komin stóru brandajól. Í Sögu
daganna eru enn aðrir dagar leiddir
fram er Árni Björnsson þjóðhátta -
fræðingur segir: „Á miðri 20. öld
virðast menn helst hafa talið að
stóru brandajól væru þegar að -
fangadag bæri á fimmtudag.Nú á
dögum ... virðist eðlilegast að tala
um stóru brandajól þegar aðfanga -
dagur fellur á mánudag eða
miðvikudag ... .“
Aðfangadagur má samkvæmt
þessu falla á sunnudag, mánudag,
þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag
eða föstudag til þess að um sé að
ræða stóru brandajól! Aðeins þegar
aðfangadag ber upp á laugardag
virðast ekki vera stóru brandajól
samkvæmt neinum heimildum.
Hvernig stendur á þessu? Málið er
raunar sáraeinfalt. Stóru brandajól
eru þegar helgidagar jólanna leggj -
ast svo að lögbundnum frídögum
(eins og þeir eru á hverjum tíma) að
hámarksfrí verður úr fyrir vinnandi
almenning. Því er ekki um fyrir-
fram skilgreinanlega daga að ræða,
heldur markast hugtakið af vinnu -
hefð hverju sinni. Sú er hin einfalda
ástæða þess að katólskir sögðu að
aðfangadagur verði að falla á
miðvikudag (þá er fjórði dagur jóla
helgur) til þess að um stóru branda-
jól væri að ræða en eftir siðaskipti
varð aðfangadag að bera upp á
fimmtudag (þá eru aðeins þrír dagar
jóla helgir og laugardagur almennur
vinnudagur).
Sú er einnig ástæða þess að við
fögnum þetta árið stóru branda-
jólum þar sem aðfangadag ber upp
á mánudag (þá eru laugardagur og
aðfangadagur orðnir frídagar eins
og almennt er) og samfellt frí því
svo langt sem kostur er eða fimm
dagar.
Að lokum skal litið á sjálft hug-
takið brandajól eða stóru brandajól.
Hvað merkir það?
Forliðurinn branda- þykir ekki ljós
og hefur verið togast mjög á um
skilning hans. Árni Magnússon
handritasafnari gefur fyrstu og að
minni hyggju einföldustu út-
skýringuna. Um merkingu hug-
taksins segir hann einfaldlega: „...
aðrir halda það svo kallað af
miklum ljósa brennslum.“ Ég hygg
að þar muni vera komin einföld og
eðlileg skýring. Jólin hafa alla tíð
verið hátíð ljóssins. Þeim mun fleiri
daga sem jólahátíðin stendur þess
meiri eldivið þarf að bera að.
Þannig hugsuðu menn í hina gömlu
daga. Vonandi er að hátíð ljóss og
friðar sem kallast stóru brandajól
þetta árið sakir hins mikla óslitna
hlés frá vinnu verði okkur öllum
dagar birtu og hamingju.
Gleðileg jól.
Eru stóru brandajól í ár?
KÁRI BJARNASON
Brandajól kalla gamlir menn á Íslandi þá
jóladag ber á mánudag ... [a]ðrir segja
brandajól heita ei nema þegar jóladagurinn
var fyrra árið á laugardegi og stökkur
[stekkur] vegna hlaupárs á mánudegi.”
Smáar
Lítið dömuarmband
fannst á Vallargötunni, síðastliðinn
sunnudag. Eigandi armbandsins
getur haft samband í s. 481-2055.
---------------------------------------------
Til leigu
3ja herb. íbúð. Fullbúin. Laus strax.
Uppl. í s. 899-9066.
AA fundir
eru haldnir sem hér segir
að Heimagötu 24:
Miðvikudagur: kl.20.30
Fimmtudagur: kl.20.30
Laugardagur: kl.20.30 opinn fundur
Sunnudagur: kl.11.00
Athugið, allir fundir reyklausir
Móttaka nýliða hálfri klst.
fyrir hvern auglýstan fundartíma.
Ath.símatíma okkar, sem eru hvern dag,
hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn
fundartíma og eru 2 klst. í senn.
Sími 4811140
Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu?
Al-Anon
fyrir ættingja og vini alkóhólista
Fundir á þriðjudögum kl. 20.30
Byrjendafundir kl. 20.00
að Heimagötu 24
EYJAFRÉTTIR.is
Sendum öllum bæjarbúum
bestu óskir um
gleðileg jól
og farsælt komandi ár.
Pacta Lögmenn óska öllum
Vestmannaeyingum nær og fjær
gleðilegra jóla og farsæls komandi árs,
með þökkum fyrir árið sem er að líða.
Sendum öllum bæjarbúum
bestu óskir um
gleðileg jól
og farsælt komandi ár með
þökk fyrir viðskiptin á árinu
sem er að líða.
Gleðileg jól
gott og farsælt nýtt ár,
þökkum liðið.