Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.12.2012, Qupperneq 19

Fréttir - Eyjafréttir - 19.12.2012, Qupperneq 19
Eyjafréttir / Miðvikudagur 30. ágúst 2012 19 ° ° og barnabarna hans. Þá eru einnig til margar útgáfur af Smiðshúsum á Eyrarbakka og Hótel Berg sem hann hefur málað í gegnum tíðina. Fyrsta olíumálverk Sigmundar heitir Sigling. Líklega málað í kringum 1980. Safnvörðurinn Sigmundur Andrésson Sigmundur var safnvörður í Byggða - safni Vestmannaeyja árin 1986-1992 við góðan orðstír. Hann tók við því starfi af Ragnari Óskarssyni en starfið átti mjög vel við safnarann og grúskarann Sigmund Andrésson. Þessu starfi sinnti hann af sömu elju og samviskusemi og þegar hann var í bakstrinum. Það var hvergi slegið slöku við og mikill metnaður lagður í starfið og að gera hlutina eins vel og hægt væri. Happatalan 4 Talan 4 hefur lengi loðað við afkomendur Magnúsar Bergssonar sem bjó á Heimagötu 4 og hafði mikið dálæti á tölunni 4. Reikning- Magnúsar í Útvegsbankanum, síðan Íslandsbanka, Glitni og nú aftur Íslandsbanka, nr. 4 yfirtók Sig- mundur og er með enn í dag. Sigmundur hinn greiðasami Sigmundur þótti greiðasamur og voru margir sem leituðu til hans á ólíklegustu tímum sólarhringsins og við ýmiss konar aðstæður. Alltaf var Sigmundur tilbúinn að hjálpa. Bakaríið var opnað sérstaklega hvenær sem var sólarhringsins ef það þurfti að afhenda skipum kost eða bjarga veislum. Hann gerði vinum og vandalausum fjölmarga greiða og þótti bóngóður. Dagbókin Dagbók Sigmundar Andréssonar á sér orðið ansi langa sögu og eflaust ekki margir sem hafa skrifað samfellt dagbók eins lengi og Sigmundur. Á hverjum degi er veðrið skráð niður ásamt helstu viðburðum dagsins. Það er öruggt að ýmsir eiga eftir að leita í dagbækur hans er fram líða stundir og þar er ýmsan fróðleik og heim- speki að finna. Bíladella og stuðnings- maður Vigdísar Sigmundur var Citroén aðdáandi og fannst gaman að keyra mjúkan Citroen DS - sem hægt var að hækka og lækka eftir aðstæðum. Hann var notaður þegar hann og Ómar Garðars son á Fréttum, tóku á móti Vigdísi Finnbogadóttur í kosninga - slagnum fyrir forsetakosningarnar 1980. Þeir voru meðal dyggra stuðn- ingsmanna Vigdísar í Vestmanna - eyjum og Eyjamenn áttu sinn þátt í að skila frú Vigdísi á Bessastaði. Afi Simmi - Besti afi í heimi Það er alltaf gott að koma til ömmu Bíbí og afa Simma. Betri afa en Simma afa er vart hægt að hugsa sér. Honum er annt um sína og gefur þeim af sér á jákvæðan og uppbyggi - legan hátt. Við lestur á öllum þeim aragrúa bréfa sem hann hefur skrifað höfundi og fjölskyldu hans rennur upp fyrir honum hversu mikil breyt- ing hefur orðið á Sigmundi eftir því sem árin líða. Á árunum 1985-1995 eru bréfin frá honum mun formlegri og meira frétta- en tilfinningatengd. Á síðari árum fá tilfinningarnar að ráða meira ferðinni og bréfin hafa orðið skemmtilegri og hann gefur meira af sjálfum sér við skriftirnar. Það hefur hjálpað höfundi við að skilja hann enn betur og setja sig betur í hans spor. Sama má segja um almenn samskipti hans við sína nánustu. Á einum stað segir hann frá því hversu vænt honum þyki um snertingu og faðmlag sem hann hefði farið á mis við á sínum yngri árum en eins og hann segir sjálfur: „batnandi mönnum er best að lifa.“ Opnun bakaríisins eftir gos Í gosinu var útvarpið með mjög vin- sæla þætti fyrir Eyjafólk sem þeir bræður Gísli og Arnþór Helgasynir stjórnuðu og nefndu Eyjapistil. Ýmislegt var látið flakka að hætti Eyjamanna. Eftirfarandi kom m.a. fram í upprifjun þeirra á þáttunum. „Þetta fór að vonum mjög fyrir brjóst ið á yfirstjórn útvarps. Við vorum þekktir fyrir að láta flest vaða og tókum ekkert eða lítið tillit til þeirra reglna, sem giltu hjá útvarpinu um orðsins list, enda álitum við Eyja pistil útvarp Vestmannaeyinga. Þannig rak Sigmund bakara í Magnúsarbakaríi í rogastans, þegar hann hringdi í auglýsingadeild út- varpsins og vildi fá birta eftirfarandi auglýsingu: „Frá Magnúsarbakaríi Vestmanna - eyjum: Opnum eftir mikla hreinsun á vikri og skít. Magnúsarbakarí.“ Auglýsingadeildin vildi ekki birta þetta orðrétt og Simmi hringdi bálvondur í Arnþór og kvartaði. Að sjálfsögðu birti Arnþór auglýsinguna orðrétta.“ Skattakóngur Vestmannaeyja Reksturinn á Magnúsarbakaríi undir stjórn Sigmundar var ætíð til fyrir - myndar. Afkoman góð og framleiðsl - unni vel tekið af bæjarbúum. Það var lagður mikill metnaður í allt sem gert var og allir lögðu sitt af mörkum. Sagt var að fraktskip hefðu frekar tekið brauðkostinn sinn í Vestmanna - eyjum en í Reykjavík. Gæðin hafi verið til fyrirmyndar í Magnúsar- bakaríi og hvergi til sparað. Reynir bakari í Kópavoginum lærði hjá Sigmundi en hann er í dag með athafnamikið bakarí á höfuðborgar - svæðinu. Einn af viðmælandum höf - undar sagði að það væri eitthvað gott „Vestmannaeyjabragð“ af bakkelsinu hjá Reyni. Það þurfti að greiða skatta af góðri afkomu og var Sigmundur árið 1977 hæsti skattgreiðandinn í Vestmanna - eyjum og krýndur „Skattakóngur Vestmannaeyja“. Tekin var mynd af honum við hrærivélina með eftir- farandi texta. „Skattakóngur Vest- mannaeyja hrærir í þjóðarkökunni. Mettar fimm þúsund manns með brauði.“ Það er líklegt að hann hafi verið stoltur af þessum titli því því honum fannst meira en sanngjarnt að borga sinn skerf til samfélagsins og gerði ekki margar ráðstafanir til að þær greiðslur yrðu sem minnstar. Það var ekki hans stíll. Það blunduðu ansi lengi í Sigmundi hugmyndir um aðra og meiri starf- semi en á endanum héldu þau hjónin fókus og einbeittu sér að rekstrinum á Magnúsarbakaríi. Helti Sigmundar Aldrei vildi Sigmundur líta á hlutina þannig að hann byggi við einhverja líkamlega fötlun þótt annar fóturinn væri styttri og hann haltraði eilítið. Hann hefði sennilega getað sótt í meiri stuðning og styrki ef hann hefði viljað en það passar engan veg- inn við hann. Einu sinni man höfundur eftir því að foreldrarnir spurðu hann á sólar - strönd hvort honum þætti það leiðin- legt að faðir hans væri væri haltur og gæti ekki hlaupið með honum á strönd inni og gæti ekki gert allt með honum sem aðrir feður gerðu. Þessu svaraði höfundur að sjálfsögðu neit - andi en er hann íhugaði þessa spurn - ingu síðar gerði hann sér grein fyrir því að hann hafði aldrei hugsað til þess og saknaði þess aldrei að hafa ekki pabba sem var með tvo jafn- langa fætur og hljóp með hann eða stökk um. Foreldrar höfundar voru ætíð á sinn hátt einfaldlega þau lang - bestu! Annað líf - Mjúku hendurn - ar hennar mömmu Sigmundur skrifaði höfundi bréf árið 2006 þar sem hann segir frá nýrri og áhrifamikilli reynslu sinni sem hann upplifði á spítalanum í Vestmanna - eyjum. Þangað fór hann eftir að hafa verið sérstaklega slæmur í fótunum. „Það er ýmislegt í lífinu sem hefur komið mér á óvart og ég ekki fengið næga skýringu á en bendir þó til þess að það sé til einhvers konar annað líf sem maður verður var við en getur ekki útskýrt það sem fastan áþreifan - leika eða sönnun. Nú í haust hinn 7. okt (2006 innskot höfundar) er ég lá einn á stofu á spítalanum sofnaði ég ekki fyrr en langt gengin 2, vaknaði fljótlega aftur með nokkurs konar martröð og er að reyna að hrista hana af mér og vakna. Ég glaðvakna við það að verið er að strjúka mjúkum höndum um bæði hnén á mér. Sé um leið að þetta er kona sem situr á rúminu og snýr bakinu í mig. Svo stendur hún upp og ég sé vanga hennar og þekkti þá um leið að þetta var móðir mín sáluga og ég kalla um leið og hún stóð upp og fór út úr herberginu. Mamma. Og ég var svo vel vaknaður að ég horfði á þetta bara eins og á björtum degi. Kveikti strax ljós og skrifaði þetta um leið hjá mér. En ég man varla að mig hafi nokkurn tíma dreymt hana, þó má það nú vera. Ég ætlaði nú ekki að segja neinum frá þessum draumi fyrr en þá löngu löngu seinna og sjá til hvort hann boðaði eitthvað. En eftir að ég kom heim þá sagði ég nú Bíbí frá honum og bað hana um að nefna hann ekki við nokkurn mann, því ég er ekkert fyrir svona lagað. Og svo ætlaði ég líka að sjá hvernig mér vegnaði í fótunum. Og tilfellið er að ég hefi verið betri í þeim heldur en ég átti nokkurn tíma von á, og ég vona bara að mjúku hendurnar hennar mömmu hafi þar eitthvað haft um að segja.“ Lengi vel eftir þennan draum var Sigmundur mun betri í fótunum en nokkur þorði að vona. Ljóðskáldið Sigmundur Sigmundur hefur samið mikið af vísum og ljóðum og væri það efni í heila ritgerð. Mikið af þeim eru hefðbundnar vísur eða stökur en til að gefa hugmynd af frjálslegum stíl hans eru hér nokkur dæmi af því sem hann hefur sent fjölskyldu höfundar: Huginn Ég sakna þin oft, litli vinur. Bros þín og vinarhót velgdu mér oft um hjartað og það er öldnum oft bót. Þú brostir svo blítt á vangann. Það birti yfir svipinn þinn. Ég sakna þín daginn langan, litli vinurinn minn. 19 desember 2012 Nú, þegar klukkan er langt gengin 10 þá leggum við okkur til svona korter í 11 og þá er það fóður- bætir sem ég nú hræri saman við grautinn sem eftir var í morgun, vítamín og 2 verkjapillur. Held síðan niður í Spörvaskjól, kannski með viðkomu á Apótekinu eða hjá Matta út af bílnum sem er nú mjög sjaldan sem betur fer. Þegar eitthvað er að gera hjá mér nú orðið þá loka ég mig af til kl. 13 og ansa engum sama hver bankar. Því það er engin leið að vinna við að mæla nákvæmt eða sníða ef fullt er af köllum kjaft - andi í kringum mig. Útbjó pappaspjald sem á stendur: Opnað kl. 13. Þetta hengi ég á hurðina svo menn sjái hvað er um að vera! Finnst þér það ekki bara gott? Ég vil hafa frið á meðan ég er að vinna. Nú klukkan eitt kemur svo Doddi fyrstur, þá Villi dósent sem sendist fyrir mig um allt nema í Apótekið. Hann er fínn og viljugur og mjög gott að losna við smá snúninga. Þar næst kemur Róbi og þá oft með skyr eða samloku og étur þetta með kaffisopa sem ég gef honum eins og öllum sem það vilja. Fiddi og Sigurjón koma þá oftast og fleiri. Muggur og Hermann stundum, ásamt Dúdda múr sem lætur mig þá heyra það sem hann hefur ort en hann er ágætur að semja. Enga mjólk hefi ég nú í kaffið en kandís og molasykur. Mesta fjörið er þegar Róbert er í stuði, sem er oft því þá kjaftar hann svo mikið og hátt að fólk bara stoppar á götunni og hlustar, það er einfalt gler og allt heyrist út sem sagt er. Doddi er nú líka stundum að segja manni sögur sem maður er búinn að heyra hundruð sinnum. Villi er hægur en skýtur inn einni og einni setningu sem hittir vel í mark og oft hlegið að... Hjá þessum gæjum fæ ég nú helstu fréttir úr bænum. Ég er svo bara til 2.30 eða 3. Þá er sluss. Heima hefur amma verið eitthvað að snúast og ég fæ mér eina brauðsneið áður en við spilum en það gerum við á hverjum degi eftir að ég kem heim. Og þetta er spil sem gefur hundrað stig og sá sem fyrri er að ná í þau sigrar. Stundum getur það tekið marga daga. Um daginn fékk ég alltaf þessi fínu spil en amma þín bara hunda, og var orðin svo leið að hún var að hugsa um að hætta bara. En nú hefur gæfan snúist henni í vil og henni líður betur!! Þá er kíkt eitthvað á sjónvarpið sem amma þín hefur tekið upp fyrir mig. Við borðum upp úr kl. 5 og leggjum okkur smástund til rúmlega 6. Amma þín eldar en ég vaska upp og geng frá. Þá er horft á fréttir og alltaf Kastljós. Annað er nú ekki fyrir mig á skjánum. Lít þá í blöðin og skrifa eitthvað þegar ég nenni. Fæ mér brauðsneið og tesopa. Amma þín fær sér engjaþykkni eða annað svipað. Ég fer að hátta kl.10 en amma þín 10.30. Svo lesum við til 11.30 og tökum svefnpillur og sofnum nú oftast nokkuð fljótt en þó kemur fyrir að amma þín fari fram og leggi kapal, og það geri ég einstaka sinnum líka og síðan er gott að leggja sig aftur, þá sofnar maður strax. Þetta er nú hinn venjulegi dagur hjá Ívanor Ívanovits.” Það hefði víst oft verið gaman að vera lítil fluga á vegg í Spörva - skjólinu þegar umræður stóðu hvað hæst. Stundum lá mönnum svo hátt rómur að fólk staldraði við fyrir utan til að hlusta á um- ræðurnar. Þá sagði einn viðmæl - andi höfundar að stund um hefði verið rifist og einu sinni hefði einn þátttakandinn rokið út og skellt hurðinni svo harkalega á eftir sér að sést hefði á eftir skrúfunum úr hurðinni enda í þakrennunni á næsta húsi. ” Hjónaband Sigmundar og Dóru Hönnu hefur verið farsælt og yndislegt að upplifa hvernig samband þeirra og vinátta hefur styrkst í gegnum árin. Þau eru samrýmd hjón og miklir vinir sem hafa stutt dyggilega við bakið á hvort öðru í gegnum tíðina.” Brot úr sendibréfi frá Sigmundi

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.