Fréttir - Eyjafréttir - 19.12.2012, Page 21
°
° Eyjafréttir / Miðvikudagur 19. desember 2012 21
Suðurland í öllu
veldi kjördæm -
isins er eins og tveggja stefna skip,
Lónsöræfi í austri, Sandgerði í
vestri. Hvarvetna eru tækifæri í
hverju fótmáli, veiðum og vinnslu,
virkjunum og atvinnusköpun,
ræktun lands og búskap, ferða -
þjónustu þar sem flestar náttúrperl -
ur Íslands eru á okkar svæði,
menningin og margvísleg jákvæð
uppbyggileg og bráðskemmtileg
tilþrif í félagsstarfi fólksins okkar
og að auki sérstaða og sérkenni
byggða og fólks vítt og breitt.
Suð ur landsundirlendið, Suðurnesin
og Eyjar eru stórkostleg blanda af
gríðarlega öflugum drifkrafti,
reynslu og verkviti. Hvarvetna er
verk að vinna til heilla og hamingju
fólksins okkar. Við þurfum að hlúa
stanslaust að því sem býður vinn -
andi hönd, bjarta hugsun, áræði og
þor. Öfund er illur fylginautur,
hrindum öfundinni frá, gleðjumst
yfir góðu gengi, góðum vilja, góð -
um árangri í starfi og leik. Á vett -
vangi þjóðmálanna skiptir miklu
máli að horfa til allra byggða
Suð ur kjördæmis, standa vaktina og
auka tilþrif og takt, því daglega
starfið okkar á að vera óður til lífs -
ins, ferskar hugmyndir með farsæld
á gömlum grunni, en umfram allt
með leikgleði. Reynslan og verk -
vitið skiptir öllu máli, ekki orður og
gráður. Lífsreynsla venjulegs fólks
er dýrmætasta orðan og gráðan í
senn fyrir sjálfstætt Ísland. Lífið er
vinna, vinna og meiri vinna og það
eina sem við gerum af viti er að
vinna með óendanlegri fjölbreytni.
Hnýtum saman reynsluna, ferskar
hugmyndir og framsækni. Þar liggja
okkar möguleikar inn í fram tíðina
bjarta og vonglaða. Sunn lenska
sólin erum við sjálf með kostum og
göllum en góðum vilja í stefni.
Þökk fyrir vinarþel og við mót allt.
Guð gefi ykkur gleðileg jól og gæfu -
ríkt komandi ár, yndi og árangur.
Sunnlenska sólin í hjarta mínu
sindrar af lífsins gleði,
því hún er ljósblik af lífi þínu
og landsins daglega geði.
Sunnlenska sólin er vorsins blær
í sjálfri vitund þinni,
hugsunin hreina skýr og tær
í hugans orði og sinni.
Sunnlenska sólin er aflsins elfur,
atlot manna í starfi og leik,
þegar brimar í hjarta og blóðið skelfur
eða blíð eins og áin lygn og keik.
Sunnlenska sólin er vonarhönd
í stríði um daglegt brauð,
brosið sem byggir tryggðabönd
og brúar dýrasta auð.
Frá fjöru til fjalls, sjávar og sveita
býr andi fólksins okkar
í stóru og smáu að fegurð leita
og stefnu á allt sem lokkar.
Með góðum hug og gjöfum blíðum
gleðibrosi og hönd í hönd
fer lindin tær í lífsins hlíðum,
ljóðsins skip á nýrri strönd.
Árni Johnsen
Lífið er vinna, vinna og meiri vinna
Svonefndar vísnagátur hafa lengi
verið vinsælar og a.m.k. tvær bækur
hafa komið út með slíkum gátum. Í
morgunþætti Rásar 2 hefur í haust
verið ein slík gáta í hverjum þætti
og keppni milli hlustenda um það
hver fyrstur finnur lausnina.
Vísnagátur eru þannig uppbyggðar
að sama orðið er falið í hverju vísu -
orði (hverri línu) og hefur því orðið
mismunandi merkingu. Hér er t.d.
gáta úr nýútkominni bók Páls
Jónassonar, sem ber heitið Vísna -
gátur:
Þessi bíll kom þýskum frá.
Þetta heiti skordýr ber.
Hún er mínu hjóli á.
Hávær, málglöð konan er.
Lausnin er: Bjalla.
Okkar maður á Eyjafréttum, Sig-
urgeir Jónsson, hefur fengist við að
semja vísnagátur og féllst á að leyfa
lesendum að spreyta sig á nokkrum
slíkum. Við hæfi þótti að hafa þær
13 talsins, jafnmargar jólasveinun -
um þó svo að gáturnar tengist þeim
ekki á nokkurn hátt.
1. Berst að feigum banvænt skeyti,
býr það til á skrokkinn far.
Æstur er að ýmsu leyti
ofursmáar agnirnar.
2. Einatt merkir ofsarok,
einnig notað yfir spil.
Þurrkar klútinn þar um bil,
þannig skrokknum snýr hún til.
3. Notað yfir myndamót,
margoft lögð á spilarann.
Flöt og köntuð flekabót,
fær og gabbað náungann.
4. Snæða af honum matinn má,
músík einnig hlýða á,
sendingu í sjónvarp ná,
svífur hann um loftin blá.
5. Mörkin hálfa mælist hann,
mjög á stýri situr hann,
sveinar ungir sjúga hann,
sopann ramma geymir hann.
6. Undir hann á uppboð fer,
Eyja menntastofnun er.
Gaura slær í gríð og erg,
geysihátt og þverhnípt berg.
7. Vitra menn hún vísar á,
verðmætt kortið hér má sjá.
Eins og lítið ljóð hún er,
leyfi ef þú í reisu fer.
8. Sundur fína fjöl þú tekur,
fríðleiksstúlka engri lík.
Frásögn góð sem gleði vekur,
gistihús í Reykjavík.
9. Áður fyrr þar Árni bjó,
oft þeir tengjast brimi og sjó.
Í þeim rækta alls kyns má,
einnig reisa veggi há.
10. Oft hann á sér hengi hefur,
heftir lykt í pípulögn.
Þjófavörn hann góða gefur,
gjarnan skellt í hann að sögn.
11. Ýmsir vita ekki neitt,
er og stræti ekki breitt,
hér má setja holu á blað,
hluti af þriggja krossa stað.
12. Bólguhnúður höfði á,
hnoða hana á vetrum má.
Í keppni henni kasta frá,
kallast milljón sumum hjá.
13. Á hann er gott að halla sér,
heitfeng yfir ísinn fer.
Kollsteypan með kræfar sögur,
konan lagviss, íðilfögur.
Rétt er að taka fram að í síðustu
gátunni er mismunandi ritháttur á
orðinu, eftir merkingu, en fram-
burðurinn hinn sami
Svörin birtast í næsta tölublaði
Eyjafrétta sem kemur ú þann
28. desember.
Vísnagátur
Sigurgeirs Jónssonar
Árni Johnsen
SUNNLENSKA SÓLIN Í SJÁLFI ÞÍNU
Geirrún og fjölskylda aÝ Bröttugötu 9
senda öllum sem sýndu okkur
hlýhug og stuÝning á erfiÝum tíma
innilegar þakkir.
Bestu jóla- og nýársóskir.
Ég óska öllum ættingjum, vinum og
kunningjum gleðilegra jóla og farsæls
komandi árs. Þökkum innilega sýnda samúð
og væntumþykju á liðnu ári.
Óla, Einar og Göggur.
Óskum félagskonum
og öÝrum bæjarbúum
gleÝilegra jóla
og farsældar á nýju ári.
Þökkum frábæra samvinnu og
stuÝning á árinu sem er aÝ líÝa.
Kvenfélag Landakirkju