Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.12.2012, Page 23

Fréttir - Eyjafréttir - 19.12.2012, Page 23
Eyjafréttir / Miðvikudagur 19. desember 2012 23 ° ° Bók Árna símritara, Eyjar og úteyjalíf :: Hafsjór af fróðleik og skemmtilegheitum frá fyrri hluta síðustu aldar: Eins og að uppgötva Blik að nýju :: segir Kári Bjarnason, einn þeirra sem kom að útgáfu bókarinnar :: Ég mæli hiklaust með þessari bók sem jólabókinni í ár fyrir alla þá sem unna menningu Vestmannaeyja Á laugardaginn 8. desember var haldið í húsakynnum Sagn- heima, byggðasafns, útgáfuteiti vegna útgáfu bókar með úrvali verka Árna Árnasonar símritara. Dagskráin var afar vönduð og ljóst af mætingunni að Eyjabúar kunnu vel að meta að minningu Árna væri haldið svo veglega á lofti. Blaðamanni lék forvitni á að fá frekari upplýsingar og að lokinni dagskrá og eftir að hafa innbyrt Álseyjarbollur og tertur var sest niður með fundarstjóra, Kára Bjarnasyni. Það sem kom blaðamanni mest á óvart er hversu mikið efni er varðveitt eftir Árna og fyrsta spurningin var því hvað er til eftir Árna og hvar er það varðveitt? Kári tekst allur á loft. „Á skjalasafninu hjá Jónu eru hvorki meira né minna en 12 Árnakassar með ótrúlega fjöl- breyttu efni. Mér er svo minnisstætt þegar ég skoðaði fyrst safnið hans, sat inni á bókasafninu heila helgi og las grein eftir grein sem opnaði mér nýja heima inn í veröld Vestman- naeyja. Að kynnast Árna var eins og að uppgötva Blik að nýju, aðeins óút- gefið og því miður að miklu leyti óþekkt. Að vinna að útgáfunni með þeim Erpi, Mara og Sigurgeir hafa verið forréttindi fyrir mig og gefið mér tækifæri til að gera það sem ég vil helst gera, að opna Vestman- naeyingum sýn til eigin menn - ingararfs.“ Margir komu að verki „Hvernig var vinnunni háttað hjá ykkur“, spyr blaðamaður. „Við byrj - uðum á því að fá Halla okkar til að skanna allt efnið, þúsundir blaðsíðna og síðan tóku þær Halla Þórdís Magnúsardóttir og Hrefna Valdís Guðmundsdóttir sig til og rituðu upp greinarnar á tölvutækt form, auk þess sem Hrefna vann nafnaskrána að miklu leyti. Helga Hallbergsdóttir og Jóna Björg Guðmundsdóttir voru okkur til aðstoðar frá upphafi og þær Hrefna og Helga unnu ásamt mér að samræmingu skránna. Þá tókum við Jóna saman ritaskrá Árna. Margir aðrir komu að verkinu, Már Jónsson var okkur öflugur liðsmaður og las og marglas yfir, Víglundur Þorsteins- son kom inn á lokasprettinum og rak augun í margt sem bæta þurfti og fleiri lögðu okkur lið með öflun mynda, upplýsingum um fæðingar- og dánardægur, upptalningu barna, leiðréttingar á ýmsu o.s.frv. Á engan held ég að sé hallað þótt ég nefni sérstaklega tvo einstaklinga sem skiptu sköpum fyrir verkefnið. Annar er dótturdóttir Árna, Katrín Gunnars- dóttir. Fyrir okkur í ritnefndinni var það ómetanlegt að komast í kynni við hana og fá að njóta þessa mikla áhuga og velvilja fjölskyldunnar. Hamhleypan Sigurgeir Hinn einstaklingurinn er Sigurgeir Jónsson, í ritnefndinni. Hann var hamhleypan í hópnum, las og leiðrétti kafla eftir kafla og sendi til baka. Þegar bókin fór í umbrot í prentsmiðjunni Eyrúnu fylgdi hann bókinni svo bókstaflega eftir að hann bjó nánast í prentsmiðjunni síðustu vikurnar. Það var líka Sigurgeir sem útbjó stuttu kaflanna sem eru svo víða í bókinni og auðvelda lesendum að átta sig á efninu, ég setti slíkar millitilvísanir við einn kaflann en sá fljótt hvað þetta er mikil yfirlega og ákvað að láta karlinn ólmast í því í staðinn.“ „Af hverju var svona mikið að leiðrétta“, spyr blaðamaður. „Því er auðvelt að svara“, segir Kári. „Stað - reyndin er sú að Árni deyr frá verki sínu og hann veikist einnig frá verki sínu. Þess vegna var svo gríðarleg vinna fólgin í yfirferð aftur og aftur, þess vegna var svo mikið sem þurfti að gaumgæfa og þaulkanna. Megnið af verkinu hefði Árni gert sjálfur ef honum hefði enst líf og heilsa. Svo varð þó ekki og við tókum glöð á okkur að ljúka hans góða verki. Við vitum að verkið er ekki fullkomið, en við erum sannfærðir um að það er að minnsta kosti ekki langt frá því sem Árna hefur dreymt um. Fjölbreytt og dásamlega víðáttumikið áhugasvið Það sem á eftir að koma mörgum á óvart er hversu fjölbreytt og dásam- lega víðáttumikið áhugasvið Árna er. Honum er ekkert óviðkomandi, aðeins ef það hefur með menn - ingararf Vestmannaeyja að gera. Hér er skáldið að störfum með ljóðin sín sem svo margir kunna, hér er sagnameistarinn sem bregður upp ógleymanlegum myndum af sér - kennilegum kvistum á borð við Tuma, er vígðist prestur sakir óbil - andi þekkingar á fjöllum Vestman- naeyja, hér er spennu sagnahöf - undurinn með Einari ríka í ótrúlegum ævintýrum, hér er ættfræðingurinn sem tekur saman bjargveiðimannatal úr úteyjunum, hér er hinn glöggi fræðimaður sem safnar saman í heildstæða sýn sem svo er miðlað af lifandi áhuga. Svona gæti ég talið endalaust, bókin er ótrúlega skemmtilegt samansafn og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ég mæli því hiklaust með þessari bók sem jólabókinni í ár fyrir alla þá sem unna menningu Vestman- naeyja“, sagði Kári Bjarnason og bætti því við að ritnefndin hefði unnið að verkinu í sjálfboðavinnu og að allur ágóði færi í næstu verkefni til heiðurs Árna. Þau tóku við fyrstu eintökum bókarinnar: F.v. Hilmir Högnason, sem launaði gjöfina með því að afhenda Kára eintak af bók sinni. Litlu lunda pysjunni, Hermann Einarsson, Sigurgeir Jónsson, Már Jónsson, Jóna Björg Guðmundsdóttir, Hrefna Valdís Guðmundsdóttir, Erpur Snær Hansen, Kári Bjarnason, Kristinn R. Ólafsson, Marinó Sigursteinsson, Halla Þórdís Magn úsardóttir, Helga Hallbergsdóttir, Haraldur Halldórsson og Katrín Gunnarsdóttir. Samantekt ÓMAR GARÐARSSON Að kynnast Árna var eins og að uppgötva Blik að nýju, aðeins óútgefið og því miður að miklu leyti óþekkt. Að vinna að útgá- funni með þeim Erpi, Mara og Sigurgeir hafa verið forréttindi fyrir mig og gefið mér tækifæri til að gera það sem ég vil helst gera, að opna Vestmannaeyingum sýn til eigin menningararfs.“ ” Sendum öllum bæjarbúum bestu óskir um gleÝileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum viÝskiptin á árinu Sendum öllum bæjarbúum bestu óskir um gleÝileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum viÝskiptin á árinu sem er aÝ líÝa.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.