Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.12.2012, Qupperneq 35

Fréttir - Eyjafréttir - 19.12.2012, Qupperneq 35
Eyjafréttir / Miðvikudagur 19. desember 2012 35 ° ° Handbolti Þróttur engin fyrirstaÝa Karlalið ÍBV vann auðveldan sigur á Þrótti um síðustu helgi. Þróttur er í neðri hluta deildarinnar á meðan ÍBV var öruggt um að vera í öðru sæti fram á næsta ár. ÍBV þurfti hins vegar stigin tvö til að halda í við Stjörnuna, sem er á toppi 1. deildar. Lokatölur í leiknum gegn Þrótti urðu 41:34 eftir að staðan í hálfleik var 21:14. Sérstaklega var skemmtilegt að sjá ungu leikmennina í liði ÍBV spila gegn Þrótti en þeir stóðu heldur betur fyrir sínu og skoraði Dagur Arnarsson m.a. fimm mörk í leiknum. Næsti deildarleikur hjá ÍBV verður hins vegar ekki fyrr en á næsta ári en laugardaginn 2. febrúar tekur ÍBV á móti Fylki. Mörk ÍBV: Andri Heimir Friðriks- son 9, Theodór Sigurbjörnsson 7, Brynjar Karl Óskarsson 7, Dagur Arnarsson 5, Magnús Stefánsson 5, Guðni Ingvarsson 3, Grétar Þór Eyþórsson 3, Bergvin Haraldsson 1, Svavar Grétarsson 1. Varin skot: Kolbeinn Aron Arnars- son 9, Haukur Jónsson 1. Framundan Föstudagur 21. desember Kl. 19:00 A- og B-lið ÍBV Símabikar karla. Laugardagur 22. desember Kl. 14:00 HK1-ÍBV 4. flokkur kvenna, bikar. Fimmtudagur 27. desember Kl. 20:00 Fram-ÍBV Deildarbikar kvenna. Íþróttir Símabikar karla: Stórleikur á föstudaginn Snóker: Kristján fékk silfur Þeir Kristján Egilsson, Jóhann Ólafsson og Páll Pálmason tóku þátt í bikarkeppni 67 ára og eldri í snóker sem fór fram í Reykjavík. Kristján gerði sér lítið fyrir og komst alla leið í úrslitaleikinn. Þar tapaði hann eftir jafna viðureign sem end aði í oddaramma og á síðustu kúlunni. Jóhann endaði svo í 3.-4. sæti en Páll komst ekki upp úr sínum riðli. Abel ekki meÝ ÍBV Úganski markvörðurinn litríki, Abel Dhaira, hefur spilað sinn síðasta leik fyrir ÍBV en samn - ingur hans við félagið rann út í haust. Viðræður um framlengingu gengu vel, eða allt þar til félag í Tansaníu, að nafni Simba, fékk áhuga á honum og bauð honum samning sem Eyjamenn gátu ekki keppt við. Þar með standa Eyja- menn uppi með unga og óreynda markverði og ekki ólíklegt að þeir vilji reynslumeiri mann á milli stanganna fyrir næsta sumar. Und - anfarna daga hefur verið orðrómur á internetinu að enski landsliðs- markvörðurinn fyrrverandi, David James myndi jafnvel spila með ÍBV en hann og Hermann Hreiðarsson léku saman með Portsmouth við góðan orðstír. Hermann vísaði því hins vegar á bug og sagðist ekki eiga von á því að James, sem er 42 ára, myndi spila með ÍBV í sumar.. Íþróttir Á föstudaginn klukkan 19:00 verður mikið um dýrðir í gamla sal Íþróttamiðstöðvarinnar, þegar B-lið ÍBV tekur á móti A-liðinu í 16-liða úrslitum Símabikars karla. Leiksins er beðið með mikilli eftir - væntingu, ekki síst meðal leik- manna B-liðsins sem hafa líklega aldrei undirbúið sig jafn vel og í ár, æft alveg þrisvar sinnum. Eins og áður hefur komið fram, munu leikmenn B-liðsins gefa sinn hluta af innkomu á leikinn til Krabba varna Vestmannaeyja. Auk þess átti að gefa út myndarlega leik- skrá fyrir leikinn, sem reyndar var ekki komin út þegar þetta er skrifað, en ágóði hennar átti einnig að renna til Krabbavarna. Og til að bæta um enn betur, þá ætluðu leikmenn beggja liða að borga sig inn á leikinn, þ.e.a.s. borga fyrir að spila sem er líklega einsdæmi í íslenskri íþrótta - sögu. Miðasala í forsölu hefur gengið afar vel. Aðeins eru 500 miðar í boði en á mánudaginn var búið að selja á fjórða hundruð miða. Það fer því hver að verða síðastur að tryggja sér miða á leikinn. Enginn ætti að verða vonsvikinn af því að mæta enda verður boðið upp á skemmtiatriði bæði fyrir leik og í hálfleik. B-liðið opnar einnig betri stofu sína bæði fyrir og eftir leik, þar sem Ölgerðin kynnir jólaafurðir sínar. En aðalskemmtunin verður sjálfur leikurinn enda mun kempur eins og Sigmar Þröstur Óskarsson, Birkir Ívar Guðmundsson, Arnar Pétursson, Erlingur Richardsson, Hermann Hreiðarsson, Guðfinnur Kristmanns- son, Gunnar Berg Viktorsson, Svavar Vignisson og Davíð Guðmundsson leika listir sínar fyrir áhorfendur. Erfiður leikur fyrir A-liðið Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari A-landsliðs karla, bíður, eins og landsmenn allir, spenntur eftir leikn - um. „Þeir voru reyndar búnir að biðja mig að taka þátt í leiknum með B-liðinu en því miður kemst ég ekki til Eyja. Ég hef hins vegar beðið um myndbandsupptökur enda mun ég fylgjast spenntur með B-liðinu í leit að reynslumiklum mönnum,“ sagði Aron í viðtali við Eyjafréttir. „Það er alltaf mikil stemmning þegar B-lið ÍBV mætir til leiks og Daði Páls virðist vera prímusmótor í því að halda þessu saman, búa til góða stemmningu og halda um - gjörðinni góðri fyrir liðið. Ég gæti best trúað að A-lið ÍBV eigi erfiðan leik fyrir höndum gegn reynslumiklu liði B-liðsins.“ Ef ég fæ þig til að spá um lokatölur? „Ég spái því að þessum leik ljúki 28:24 fyrir A-liðið, þar sem Arnar Pétursson og Erlingur Richardsson gera afdrifarík mistök á loka - kaflanum,“ sagði Aron að lokum. LandsliÝsþjálfarinn spáir A-liÝinu áfram - En fylgist vel meÝ B-liÝinu í leit aÝ reynslu fyrir landsliÝiÝ Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV spilar annað árið í röð gegn liði sem hann þjálfar en í fyrra lék hann með B-liðinu gegn HK. GleÝileg jól! Óska fjölskyldu minni og vinum gleÝilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þakka ánægjulegar stundir. Jóhann Jónasson Grundarbrekku Kæru vinir og venslafólkGuð gefi ykkur Gleðileg jól og farsælt komandi ár Með þökk fyrir það liðna. Jólakveðja Erla Vídó Kæru vinir og venslafólkGuð gefi ykkur Gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökk fyrir stuðningin á árinu. Jólakveðja Ásta Sigurðardóttir og fjölskylda. Sendum Eyjamönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi árs. Þökkum viðskiptin á liðnum árum. Gröfuþjónusta Brinks ehf. Óskum Vestmanna - eyingum öllum gleÝilegra jóla og farsældar á komandi ári Þökkum ómetanlegan stuÝning á árinu. EYJARÓS - Krabbavörn Vestmannaeyjum AÐALFUNDUR Skipstjóra- og stýrimannafélagsins VerÝandi verÝur haldinn í Básum föstudaginn 28. desember 2012 kl. 20.00 Dagskrá 1. Venjuleg aÝalfundarstörf 2. Önnur mál og þar verÝur m.a. rætt um réttindi fyrrverandi félagsmanna gagnvart sjúkrasjóÝi Eldri félagsmenn eru sérstaklega boÝnir velkomnir. Stjórnin

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.