Fréttir - Eyjafréttir - 09.04.2014, Qupperneq 2
°
°
2 Eyjafréttir / Miðvikudagur 9. apríl 2014
Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549.
ritstjóri: Júlíus Ingason - julius@eyjafrettir.is.
blaðamenn: Ómar Garðarsson - omar@eyjafrettir.is,
Sæþór Þorbjarnarson. - sathor@eyjafrettir.is og
Gígja Óskarsdóttir, - gigja@eyjafrettir.is.
ábyrgðarmenn: Júlíus Ingason og Gísli Valtýsson.
Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent.
ljósmyndir: Óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn.
aðsetur ritstjórnar: Strandvegur 47,
Vestmannaeyjum.
símar: 481 1300 og 481 3310.
netfang: frettir@eyjafrettir.is.
veffang: www.eyjafrettir.is
eyJafrÉttir koma út alla miðvikudaga. Blaðið er selt
í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum,
Toppnum,Vöruval,Herjólfi,Flughafnarversluninni,
Krónunni, Ísjakanum, Kjarval og Skýlinu.
eyJafrÉttir eru prentaðar í 2000 eintökum.
eyJafrÉttir eru aðilar að Samtökum bæjar-
og héraðsfréttablaða.
eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og
annað er óheimilt nema heimilda sé getið.
Eyjafréttir
Merki á Kviku menningarhús
:: Gíslína Dögg og Emilía hlut-
skarpastar:
Miðstöð ólgandi
sköpunarkrafta
:: Stöðug uppspretta nýrra og
frjórra hugmynda
Gíslína Dögg Bjarkadóttir og
Emilía Borgþórsdóttir urðu
hlutskarpastar í vali á merki á
Kviku menningarhús sem vígt
verður á laugardaginn. Sam-
keppnin var öllum opin og
allnokkrar tillögur bárust. Var
það niðurstaða stýrihóps að
mæla með merki Gíslínu og
Emilíu sem var samþykkt í
bæjarráði.
Kvika menningarhús í Vestmanna-
eyjum undir tón- og sjónlistir
verður í Félagsheimilinu við
Heiðarveg sem gengur í endurnýjun
lífdaga eftir breytingar. Merki
Gíslínu og Emilíu mun prýða húsið
og um það segja þær. „Miðja
merkisins snýst umhverfis hina
miklu kviku sem er í iðrum jarðar,
vatn, eldur og hraun brýst upp og
teygir sig til allra átta.
Sérhvert menningarhús á að vera
miðstöð ólgandi sköpunarkrafta og
stöðug uppspretta nýrra og frjórra
hugmynda, og vísar merkið í þann
kraft sem býr í fólki. Tilvísun í „G“
lykilinn í tónfræðinni, sem opnar
sérhvert lag, er einnig að finna í
merkinu. Allt tengist þetta og
fléttast saman í alltumlykjandi ólgu
og krafti sem býr í menningunni.
Þannig verða skilin á milli náttúr-
unnar og krafta hennar óljós í
merkinu, tónar og tal fallast í faðma
rétt eins og náttúran öll sem
umfaðmar allt, í hita eldsins, kulda
hafsins og stöðugleika bergsins.“
Kvika menningarhús verður
formlega opnað við frumsýningu
rokksöngleiksins Don't stop
believing á laugardaginn.
Sindri
færir sig
í næsta
hús
:: Tekur við
Landflutningum
Sindri Ólafsson, sem gengt hefur
stöðu framkvæmdastjóra Skipulyft-
unnar síðustu sex ár, er að söðla
um og tekur við sem rekstrarstjóri
Landflutninga í Vestmannaeyjum.
„Ég byrjaði í Skipalyftunni í júní
2008, korteri fyrir hrun,“ sagði
Sindri þegar rætt var við hann í
morgun. Tekur hann við af Sverri
Unnarssyni sem verður rekstrar-
stjóri Landflutninga á Suðurlandi á
Selfossi. „Það er stefnt að því að ég
taki við um mánaðamótin næstu. Ég
hlakka til að taka við nýju starfi hjá
Landflutningum. Það er fjölbreytt
og skemmtilegt og mig langaði til
að breyta til.“
Sindri er hagfræðingur að mennt.
Ríkiskaup leita að nýju húsnæði fyrir ÁTVR:
Fjórir vildu hýsa
Vínbúðina
:: Gengið til viðræðna við eigendur Volare
Nýlega voru opnuð tilboð
Ríkiskaupa á leigu á húsnæði
fyrir ÁTVR sem nú er til húsa að
Strandvegi 50. Fjögur tilboð
bárust og er leigan allt frá 357
þúsund krónum á mánuði upp í
eina milljón. Stærð húsnæðis er
líka mismunandi.
Tilboðið er um leigu á húsnæði fyrir
Vínbúð ÁTVR í Vestmannaeyjum
sem hefur í áratugi verið á neðstu
hæðinni á Strandvegi 50 þar sem
Þekkingarsetur Vestmannaeyja er á
hæðunum fyrir ofan.
Anna ehf. býður 326 fm. og 41,2
fm. sameign að Flötum 29 og er
leiguverð 284.861 krónur á mánuði
án án vsk. og 357.500 með vsk.
Múrbúðin er í dag til húsa að
Flötum 29. Afhendingartími er ekki
tilgreindur.
Steini og Olli ehf. bjóða allt að
400 fm. í nýbyggingu í miðbæ
Vestmannaeyja og leiguverð er
2.200 til 2.500 krónur án vsk. eða
allt að ein milljón. Afhendingartími
er í október 2015.
Drífandi ehf. Þröstur Johnsen
býður 320 fm. til 400 fm. að
Vestmannabraut 22 þar sem
Pósturinn er til húsa. Leiguverð er
mismunandi, 1190, 1390 og 600
krónur á fermetra án vsk. Afhend-
ingartími er júní til júlí 2014 fram í
september eða eftir nánari óskum.
Loks er það Volare ehf. sem býður
húsnæði að Vesturvegi 10, sem er í
tveimur hlutum ásamt aukarými,
stærð 200 fm. plús 159,4 fm.
Leiguverð er 550.000 krónur á
mánuði án vsk. Afhendingartími er
10. maí eða eftir samkomulagi.
Eftir útboðið ákvað Ríkiskaup að
ganga til viðræðna við eigendur
Volare og standa þær viðræður yfir.
Framkvæmdir við golfvöll
Vestmannaeyja á 15. braut:
Nauðsynlegt að
laga flötina
:: segir Elsa Valgeirsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Golfklúbbsins
Lögregla:
Eitt um-
ferðar-
óhapp
og þrem-
ur ólög-
lega lagt
Síðasta vika var með þeim rólegri
hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum
og engin alvarleg mál komu upp.
Helgin fór fram með ágætum og
lítið um útköll á öldurhús bæjarins,
eins og fram kemur í dagbókar-
færslu lögreglunnar. Eitt umferð-
aróhapp var þó tilkynnt til lögreglu
en um var að ræða tjón á hliðar-
spegli bifreiðar eftir að ekið var
utan í hana. Þá liggja fyrir þrjár
kærur vegna þess að bílum var lagt
ólöglega.
Lögreglan hefur fengið ný
símanúmer. Síminn í afgreiðslu er
444-2090, hjá varðstjórum
444-2091, hjá lögreglufulltrúa
444-2092 og hjá yfirlögregluþjóni
444-2093.
Talsverðar framkvæmdir hafa
staðið yfir á flötinni á 15. braut
golfvallarins í Eyjum. Verið er
að taka flötina upp, skipta um
undirlag og breyta henni. Þessu
fylgir nokkurt jarðarask og varð
umræða um framkvæmdina á
facebook þar sem sitt sýndist
hverjum um framkvæmdina.
„Við erum að byggja upp nýja flöt á
15. brautinni. Það er mikil
saltupphleðsla í undirlaginu og
yfirborðið er ónýtt,“ sagði Elsa
Valgeirsdóttir, framkvæmdastjóri
Golfklúbbs Vestmannaeyja. „Við
skiptum um undirlag og setjum nýtt
sem verður þannig að auðvelt
verður að skola af flötinni eftir
mikinn sjógang. Áætlað er að sá í
flötina í maí og vonandi verður hún
tilbúin í haust. En á meðan verður
bráðabirgðaflöt neðan við núverandi
flöt.“
Elsa sagðist hafa frétt af umræðum
um framkvæmdina. „Það er
einfaldlega nauðsynlegt að útbúa
bráðabirgðaveg að flötinni til að
koma efni og tækjum að henni.
Umhverfið verður lagað um leið og
hægt er. Við erum núna að bíða
eftir sandi. Flatirnar eru verðmæt-
asti hlutur golfvallarins og við
verðum einfaldlega að hafa þær í
lagi. Flötin á 15. braut hefur ekki
verið það lengi og því förum við í
þessa framkvæmd.“
Vegna framkvæmdanna verður
ekkert stigamót í golfi í Eyjum þetta
árið eins og verið hefur undanfarin
ár.
Allt bendir til þess að Vínbúðin verði við Vesturveg í framtíðinni, í húsnæði Volare.
Ómar GarðarSSon
omar@eyjafrettir.is
Ómar GarðarSSon
omar@eyjafrettir.is
JúlÍuS G. InGaSon
julius@eyjafrettir.is