Fréttir - Eyjafréttir - 09.04.2014, Side 6
°
°
6 Eyjafréttir / Miðvikudagur 9. apríl 2014
Bæjarráð :: Eldheimar :: Hófstillt
veitingasala:
Stýrihópur móti
stefnu í rekstri
safnsins
Vellirnir í Eyjum
koma vel undan
vetri
:: Guðgeir Jónsson, vallarstjóri Golfklúbbs
Vestmannaeyja, segir að veturinn hafi verið
hagstæður og vorið gott til þessa
Nú er rétt tæpur mánuður í að
knattspyrnusumarið hefjist en
karlalið ÍBV leikur fyrsta leik
sinn í Pepsídeildinni sunnudag-
inn 4. maí þegar liðið sækir
Fram heim í Laugardalinn.
Fréttir af knattspyrnuvöllum á
höfuðborgarsvæðinu gefa hins
vegar sterklega til kynna að
leikurinn muni ekki fara fram á
heimavelli Fram, Laugardalsvell-
inum enda völlurinn mjög illa
farinn eftir veturinn. Fimmtudaginn
8. maí er svo fyrsti heimaleikurinn
á Hásteinsvelli en þá tekur ÍBV á
móti Stjörnunni. Hásteinsvöllur er
orðinn fagurgrænn og virðist vera á
góðri leið með að vera tilbúinn fyrir
átökin í sumar.
Reyndar eru ljót sár á vellinum á
miðjunni og í vestari markteignum
en austari markteigurinn var tekinn
upp og tyrft í hann. Guðgeir
Jónsson, vallarstjóri Golfklúbbs
Vestmannaeyja, segir góðan gang í
knattspyrnuvöllum bæjarins.
„Veturinn hefur verið ótrúlega
góður og vorið það sem af er líka,
jafnt og gott hitastig. Mér sýnist
reyndar vera eitthvað frost í
kortunum yfir páskana, hefðbundið
páskahret en vonandi verður það
ekki það mikið að skemmi fyrir.
Hásteinsvöllur hefur nánast verið
grænn í allan vetur en við ætlum að
sá í skemmdirnar við fyrsta tækifæri
og vonandi verða þær orðnar góðar
fyrir fyrsta leik Ég kíkti líka á
Helgafellsvöllinn og hann lítur
ágætlega út. Reyndar eru skemmdir
á honum líka, eins og á öllum
völlunum eftir síðasta sumar sem
var mjög erfitt.“
Golfvöllurinn góður
Hvað með golfvöllinn, hvernig
kemur hann undan vetri?
„Þar er sama sagan. Völlurinn er
farinn að grænka og við erum búnir
að opna sumarflatirnar á fyrstu tólf
holunum. Það eru alltaf vandræði
með flatirnar við hamarinn, 14. og
15. hafa verið leiðinlegar og 17.
líka en sú síðastnefnda hefur verið
að taka við sér. Við erum að laga þá
15. og vonandi verður 14. flötin
flott í sumar,“ sagði Guðgeir að
lokum.
Blátindur færður á Skanssvæðið
:: 10 milljónir settar í verkefnið
Á fundi framkvæmda- og
hafnarráðs á dögunum var m.a.
rætt um færslu mótorbátsins
Blátinds á Skanssvæðið.
Báturinn hefur legið undir
skemmdum á svæði Skipalyft-
unnar inni á Eiði og lítill sómi að
bátnum á núverandi stað og í
núverandi ástandi. Til stendur
að gera bragarbót á hvoru
tveggja en í fundargerð ráðsins
kemur fram að til stendur að
ganga frá undirstöðum undir
bátinn vestan við suður-
hafnargarðinn, Hringskers-
garðinn en ráðið fól fram-
kvæmdastjóra umhverfis- og
framkvæmdasviðs Vestmanna-
eyjabæjar framgang málsins.
Sá heitir Ólafur Þór Snorrason og
hann sagði í samtali við Eyjafréttir
að samkvæmt deiliskipulagi
Skanssvæðis, hafi alltaf verið gert
ráð fyrir Blátindi í krikanum við
Hringskersgarð. „Það er í raun
verið að finna honum stað við hæfi.
Hugmyndin er að koma honum þar
fyrir og í framtíðinni reyna að gera
hann þannig úr garði að sómi sé að.
Fé var varið af fjárhagsáætlun til að
gera hann þannig úr garði að hann
verði sýningarhæfur og fljóti yfir
höfnina þegar hann verður fluttur,“
sagði Ólafur. Gert er ráð fyrir tíu
milljónum króna í verkið.
Myndina hér til hliðar gerði
Pétur Jónsson, arkitekt, sem
hannaði Skanssvæðið. Ólafur
sagði að myndin væri aðeins til
glöggvunar á verkefninu en ekki
væri um endanlega útfærslu að
ræða.
Þessi mynd var tekin af Hásteinsvelli í gær. Völlurinn er orðinn fjarska fallegur en á enn nokkuð í land með
að vera leikhæfur.
Unnið er hörðum höndum að því að klára Eldheima fyrir sumarið.
JúlÍuS G. InGaSon
julius@eyjafrettir.is
JúlÍuS G. InGaSon
julius@eyjafrettir.is
Bæjarráð fjallaði um mögulegan
rekstur veitingaþjónustu í
Eldheimum og ábendingar frá
veitingamönnum í Eyjum hvað
slíkt varðar á fundi sínum annan
apríl. Í fundargerð segir að fyrir
liggi að frá því að Eldheimar
voru hannaðir hafi fjölmargir
veitingastaðir víða um bæinn
verið opnaðir.
Af þeim ástæðum þykir bæjarráði
rétt að staldra við áður en opnaður
verður fullbúinn veitingastaður þar.
Bæjarráð samþykkti því að allri
veitingasölu verði mjög svo stillt í
hóf og verði nær því sem er til að
mynda í Þjóðmenningarhúsinu og
víðar þar sem er lítill kaffibar og
einfalt meðlæti.
Eftir sem áður telur bæjarráð
mikilvægt að nýta húsnæði
Eldheima sem best þannig að það
styðji við þá miklu grósku sem er í
veitingarekstri og annarri ferða-
þjónustu í Vestmannaeyjum. Í því
samhengi ber til að mynda að horfa
til þess að rými á efri hæðinni, sem
áður var hugsað sem veitingastaður,
nýtist einnig sem veislusalur sem
allir þjónustuaðilar, sem og
bæjarbúar í Vestmannaeyjum, geta
leigt fyrir einstök tækifæri og
uppákomur og nýtt til að styðja við
sinn rekstur.
Bæjarráð telur enn fremur
mikilvægt að stofna nú þegar
stýrihóp til að styðja við innleiðingu
á safna- og menningarstarfi í húsinu.
Starfshópurinn starfi til 1. september
2014. Bæjarráð fól Elliða
Vignissyni, bæjarstjóra og Kristínu
Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra
Eldheima að leggja fram tillögu að
fulltrúum í starfshópinn.
Bæjarráð
samþykkti því að
allri veitingasölu
verði mjög svo
stillt í hóf og verði
nær því sem er til
að mynda í
Þjóðmenningar-
húsinu og víðar
þar sem er lítill
kaffibar og einfalt
meðlæti.
”