Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 09.04.2014, Qupperneq 16

Fréttir - Eyjafréttir - 09.04.2014, Qupperneq 16
° ° Háaloftið í Höllinni opnaði um helgina: Kærkomin viðbót við skemmtistaðamenninguna :: Troðfullt á tónleikum Kaleo á laugardag :: Magnús og Jóhann miðvikudaginn 16. apríl Skemmtistaðurinn Háaloftið var opnaður um síðustu helgi. Ekki verður annað sagt en að staðurinn fari vel af stað, enda var fullt hús, bæði föstudag og laugardag. Eigendur Háaloftsins eru hjónin Bjarni Ólafur Guð- mundsson og Guðrún Mary Ólafsdóttir og þau Birgir Nielsen og Kolbrún Anna Rúnarsdóttir. Háaloftið er staðsett á efri hæðinni í Höllinni en þegar inn er komið er fátt sem minnir á að þú sért í Höllinni. Búið er að loka efri hæðina af og endurhanna staðinn, klæða veggina og gera hann allan mjög hlýlegan. Um helgina var hægt að sjá hversu gott notagildi staðurinn hefur en þar geta verið um 160 tónleikagestir. Á föstudeg- inum var pöbbastemmning þar sem viðstaddir gripu í hljóðfæri og skemmtu sér og öðrum. Á laugardeginum voru hins vegar tónleikar með einni vinsælustu hljómsveit landsins í dag, Kaleo og var fullt út úr dyrum. Samt sem áður var ekki að sjá annað en að tónleikagestir hafi skemmt sér vel, enda mun skemmtilegri stemmning í fullum sal, en í hálftómum eins og hefði verið ef tónleikarnir hefðu verið á neðri hæðinni. Þeir sem mættu snemma, gátu fengið sér góðan mat fyrir tónleikana og fjölmargir sem nýttu sér það. Þriðja útgáfan var svo á sunnudeg- inum þegar boltinn var í beinni á risaskjá Háaloftsins. Háaloftið er kærkomin viðbót við skemmtistaðamenninguna í Eyjum en miðvikudaginn 16. apríl næstkomandi verður boðið upp á tónleika með þeim Magnúsi og Jóhanni. Byrjunin lofar því góðu hjá eigendum Háaloftsins. Eigendur Háaloftsins ásamt hljómsveitinni Kaleo. Frá vinstri: Birgir, Kolbrún Anna, Jökull Júlíusson, söngvari, Davíð Antonsson, trommari, Daníel Ægir Kristjánsson, bassaleikari, Rubin Pollock, gítarleikari, Guðrún Marý og Bjarni Ólafur. Magnús Steindórsson og Bergey Edda Eiríksdóttir komu á tónleikana. Stefán Sigurjónsson færði eigendum þessi hljóðfæri að gjöf til að skreyta staðinn. Með honum er Birgir sem tók við gjöfunum. Sjóðandi heitir dyraverðir. Þeir Sindri Steinarsson og Valur Smári Heimisson sjá til þess að allir hagi sér vel á Háaloftinu. Þeir Grímur Þór Gíslason, Jón Pétursson og Jarl Sigurgeirsson gripu í hljóðfærin og skemmtu á föstudagskvöldið. Troðfullt var á tónleikum Kaleo á laugardagskvöldið í Háaloftinu. Bæjarstjórinn á barnum. Frá vinstri: Bertha Johansen, Kristín Ásmundsdóttir, Jón Árni Ólafsson og Elliði Vignisson, bæjarstjóri. Jökull söngvari í Kaleo virtist skemmta sér vel á tónleikunum. Tónleikagestir voru á öllum aldri. 16 Eyjafréttir / Miðvikudagur 9. apríl 2014 JúlÍuS G. InGaSon julius@eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.