Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 22.10.2014, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 22.10.2014, Blaðsíða 4
° ° 4 Eyjafréttir / Miðvikudagur 22. október 2014 Eyjamaður vikunnar Landakirkja Fimmtudagur 23.október: Kl. 10. Mömmumorgunn í Safn­ aðarheimilinu. Kl. 15.30. STÁ kirkjustarf 6­8 ára. Kl. 20. Æfing Kór Landakirkju. Kl. 20. Opið hús Æskulýðsfélagsins í KFUM&K heimilinu. Föstudagur 24.október: Kl. 13. Æfing hjá Litlu lærisvein­ unum (1.­5.bekkur) Kl. 14.40. Æfing hjá Stúlknakór Landakirkju (6.­10.bekkur) Sunnudagur 26.október: Kl. 11. Barnaguðsþjónusta með miklum söng, sögu og brúðuleikriti fermingarbarnanna. Kl. 14. Guðsþjónusta. Fermingar­ börn lesa úr Biblíunni. Kór Landakirkju. Organisti er Kitty Kovács. Prestur sr. Guðmundur Örn. Mánudagur 27.október: Kl. 19.30. Tólf spora andlegt ferðalag. Opinn fundur til kynn­ ingar. Vinir í bata. Kl. 20.00. Framhaldsfundur með Vinum í bata. Þriðjudagur 28.október: Kl. 13 og 14.10. Fermingarfræðsla. Kl. 15.30. ETT kirkjustarf 11­12 ára. Miðvikudagur 29.október Kl. 13.45. Fermingarfræðsla. Kl. 15.30. NTT kirkjustarf 9­10 ára. Kl. 17.30. Kyrrðarbæn í Landa­ kirkju öllum opin. Kl. 19.30. OA fundur í Safnaðar­ heimilinu uppi. Viðtalstímar presta eru þriðjudaga til föstudaga milli 11.00 og 12.00. Vatktsími: 488-1508 Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur kl 20:00 Bænastund. Sunnudagur kl. 13:00 Samkoma, Guðni Hjálmarsson prédikar, almenn þátttaka viðstaddra í söng og fl. kaffisopi og spjall eftir á. Allir hjartanlega velkomnir. Kirkjur bæjarins: Aðvent- kirkjan Laugardagur Kl. 12:00 Samvera. Allir velkomnir. Matgæðingur vikunnar Ég vil byrja á að þakka Trausta fyrir áskorunina og hlakka ég mikið til að fá að smakka hjá honum. Steinbíts piparsteik með bökuðum timian kartöflum fyrir 4 Hráefni: 1,2 kg Steinbítur Caj­P grill og steikar olía (orginal) Sveppir Rjómi 500 ml. Bökunarkartöflur 4 stk Ferskt salat Aðferð: Penslið kartöflurnar með matarolíu og kryddið með timian og maldon salti. þær eru svo bakaðar við ca.180 gráður í 45 mín. Eða þar til kartöfl­ urnar eru mjúkar í gegn Fiskurinn skorinn í hæfilega bita velt uppúr caj­p olíunni og steikt á vel heitri pönnu í 1­2 mín á hvorri hlið. Sveppum, grill olíu og rjóma bætt á pönnuna og soðið í 1­2 mín. Sósan smökkuð til og bætt við grill olíu eða sítrónu pipar ef þurfa þykir. Borið fram með fersku salati Vona ég að þessi réttur muni slá í gegn á fleiri heimilum en mínu. Að endingu vil ég skora á Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem mun án efa bjóða okkur upp á eitthvað annað en sænskar kjötbollur. Steinbíts piparsteik með bökuðum timian kartöflum Halldór Sævar Grímsson ( til hægri ) er Matgæðingur vikunnar Þessi ungi Eyjapeyi fæddist þann 23. apríl sl. og vóg þá 4065 grömm og var 52 cm. Hann hefur hlotið nafnið Björn Ari. Foreldrar hans eru Sigurður Guðjónsson og Auður Ósk Hlynsdóttir. Fjölskyldan býr í Reykjavík Nýr Eyjapeyi Nýverið sendu Ferðamálasamtök Vestmannaeyja frá sér stutt kynningarmyndband um Vest- mannaeyjar og þykir það sérstak- lega velheppnað. Maðurinn á bakvið myndbandið, eins og svo mörg önnur góð, er Sighvatur Jónsson. Hann er því Eyjamaður vikunnar. Nafn: Sighvatur Jónsson. Fæðingardagur: 1. október 1975. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Eiginkonan heitir Dóra Hanna Sigmarsdóttir og börnin okkar eru þrjú; Gabríel 16 ára, Elmar Elí 9 ára og Embla Dís 4 ára. Draumabíllinn: Spurðu konuna mína, hún hefur miklu meira vit á bílum en ég. Uppáhaldsmatur: Vel mjúkt nautakjöt með góðu rauðvíni. Versti matur: Ég sýni börnunum mínum ekki þetta svar, en verð að viðurkenna að slátur er eitt af því fáa sem ég hef ekki lært að njóta. Uppáhalds vefsíða: Ég nota netið svo gríðarlega mikið við vinnuna, ekki síst til að sækja mér fróðleik og koma framleiðslunni minni frá mér. Ég nota tækifærið og bendi áhuga­ sömum á safn myndbanda fyrir­ tækisins míns SIGVAmedia: www. vimeo.com/sigvamedia. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Eftir að hafa unnið bæði sem plötusnúður og útvarpsmaður í gegnum árin hef ég gaman af góðu poppi og það má alveg vera dans­ taktur í því líka. Svo vendi ég stundum tónlistarkvæðinu alveg í kross og skelli klassískri eða jasstónlist á, hvort sem er við vinnu eða slökun. Aðaláhugamál: Þegar maður vinnur við áhugamálið er gott að hafa fótbolta og stundum kórsöng til að gera lífið enn litríkara. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Ég var að ljúka við lestur bókarinnar Rúmlega sólarhrings efni á bakvið þetta 4 mínútna myndband Sighvatur Jónsson er Eyjamaður vikunnar „Skáldað í skörðin“ eftir Ása í Bæ. Ég væri alveg til í að setjast niður á spjall með Ása, Oddgeiri Kristjáns­ syni og fleirum af menningarfor­ kólfum Vestmannaeyja frá fyrri tíð. Ég myndi vitaskuld bjóða Sighvati Bjarnasyni afa í það partý, en hann lést stuttu eftir að ég fæddist ­ og þess vegna ber ég reyndar nafn hans. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Rauði kastalinn sem við hjónin skoðuðum á Portúgal um árið situr alltaf ofarlega í minningunni ásamt fallegu umhverfi hans. 13 ára fjarvera frá Eyjum kenndi manni líka að meta fjallaumgjörð Heimaeyjar enn betur en áður. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Ég hef alla tíð tekið keppnisskap Hjalta bróður og Ingibjörgu systur mér til fyrirmyndar, þau náðu aðeins lengra en ég í sportinu…en bara aðeins :) Svo þykir mér vænt um ÍBV eins og öllum Eyjamönnum. Ertu hjátrúarfull/ur: Nei, af hverju ætti ég að vera það? Stundar þú einhverja hreyfingu: Ég gríp stundum í lóð og dýfi mér í sund en skemmtilegast finnst mér að stunda hádegisfótboltann með hinu fornfræga félagi Lunch United, sem mér var boðið í þegar við fjölskyldan fluttum aftur til Vestmannaeyja haustið 2008. Uppáhaldssjónvarpsefni: Ég set heimildarþætti og ­myndir á forgangslistann þegar kemur að sjónvarpsáhorfi. Hvað er margar vinnustundir á bakvið slíkt 4 mín myndband: Frá fyrsta fundi um verkefnið í byrjun mars eru klukkustundirnar orðnar rúmlega 100 hjá mér en fleiri komu að framleiðslunni á ýmsum stigum. Til gamans má geta þess að ef við hefðum tekið allt upp í einu hefðu þær upptökur staðið yfir í rúmlega sólarhring. Hvert er uppáhalds myndefnið þitt: Vel tekið og faglega unnið myndefni. Hvað er næst á dagskrá hjá SIGVAmedia: Það eru ýmis járn í eldinum hjá fyrirtækinu í samstarfi við nokkra aðila. Skapti Örn Ólafsson vinnur með mér að heimildarmynd um 140 ára sögu Þjóðhátíðar. Svo er ég að vinna með Jóni Karli Helgasyni að mynd um uppgröftinn í Eldfellinu sem leiddi til byggingu Eldheima. Af stærri verkefnum má loks nefna heimildarþátt sem ég er að vinna um vinabæjasamband Vestmanneyja og Götu í Færeyjum, sem er byggður á upptökum frá vinabæjaferðum frá árinu 2012, en hann verður sýndur á RÚV á nýju ári. Svo eru það auðvitað hefðbundin verkefni við vefmyndbönd, fréttir, íþróttir og framleiðslu Vinsældalista Rásar 2. Hver er draumurinn? Takk fyrir að minna mig á að hér áður dreymdi mig einmitt um að geta unnið við fjölbreytt verkefni í mínu fagi hér í Vestmannaeyjum og nágrenni. Eitthvað að lokum: Ég þakka Ferðamálasamtökum Vestmannaeyja fyrir að leita til mín með það spennandi og krefjandi verkefni að gera heildstæða kynningarmynd um Vestmannaeyjar. Ég þakka öllum sem komu að framleiðslunni með einum eða öðrum hætti. Þeir sem ekki hafa enn séð myndina og vilja deila henni með innlendum sem erlendum vinum geta nálgast hana á YouTube rás ferðamálasamtakanna: www.youtube.com/VisitVestmanna­ eyjar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.