Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 22.10.2014, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 22.10.2014, Blaðsíða 6
° ° 6 Eyjafréttir / Miðvikudagur 22. október 2014 Í síðustu viku stóð stýrihópur um byggingu nýs Herjólfs fyrir kynningarfundi í Höllinni. Var fundurinn vel sóttur, sennilega vel á þriðja hundrað manns. Í upphafi fundar kynnti Friðfinnur Skaftason, formaður stýrihóps- ins verkefnið; sem væri að átta sig þörfunum fyrir ferjuna; að setja af stað hönnun hennar og síðan smíði á ferju sem sigla myndi milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar. Stýrihópinn skipa Andrés Sigurðs­ son frá Vestmannaeyjabæ, Frið­ finnur Skaftason frá Innanríkisráðu­ neytinu, Hjörtur Emilsson, skipaverkfræðingur hjá Navis og Sigurður Áss Grétarsson starfs­ maður Vegagerðarinnar. Auk þess hefur starfað með nefndinni Eiríkur Bjarnason, verkfræðingur, sem komið hefur að þessu verkefni á fyrri stigum. Þá fékk stýrihópurinn sér til ráðgjafar Jóhannes Jóhannes­ son, sem lengi hefur búið í Danmörku og unnið þar að hönnun á ferjum af margvíslegum toga. Hönnun ferjunnar byggist á prófunum úr hermi Friðfinnur sagði það markmið hópsins að láta smíða ferju sem gæti haldið uppi áreiðanlegum heilsárs samgöngum milli Vest­ mannaeyja og Landeyjahafnar, sem þýði að hanna verði ferju sem geti ráðið við sem verstar aðstæður á þessari siglingaleið og að stjórn­ hæfni og stefnufesta ferjunnar verði mikil. Stýrihópurinn fékk danskt fyrirtæki til að forprófa í hermi, þrjár gerðir ferja auk Herjólfs. Fengu þeir danskan skipstjóra og tvo íslenska skipstjóra til að sigla þeim í herminum og sjá hvernig þær reyndust við þessar erfiðu aðstæður sem búnar voru til í herminum og líktust aðstæðum við Landeyjahöfn. Út frá þeim niðurstöðum sagði Friðfinnur að stýrihópurinn hefði unnið. Hægt að bjóða út smíðina í júní 2015 Seinnipart síðasta vetrar var hönnun ferjunnar boðin út og ákvað nefndin að hafa það sjálfstætt ferli með módelprófunum og hermi. „Það þýðir að ef okkur líst ekki á; erum ekki fyllilega sáttir getum við alltaf stöðvað hönnunina og lagt mat á hana. Þannig að við erum ekki bundnir af smíði ferjunnar.“ Friðfinnur sagði það algengt í þessum bransa, að hönnun og smíði sé boðin út saman. „Fyrir okkur í stýrihópnum er þessi aðferð einskonar varúðarráðstöfun; að hanna ferjuna fyrst, sjá hvernig hún virkar í módelprófunum og hermi og fullvissa okkur um hvað ferjan getur, svo við sitjum ekki uppi með ferju sem við verðum óánægð með.“ Samið var við norskt hönnunarfyrirtæki, sem heitir Polarkonsult og er skipahönnunar­ fyrirtæki í norður Noregi. Er það fyrirtæki nú að hanna ferjuna. Er gert ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki í febrúar 2015. „Ef við verðum sátt við þá hönnun, ætti að vera hægt að bjóða út smíðina í júní 2015. Miðað við 18 mánaða smíðatíma er ekki óraunhæft að smíði ferjunnar væri lokið fyrir árslok 2016.“ Ölduhæð, straumar, vindur og grunnsævi Ráðgjafi stýrihópsins, Jóhannes Jóhannesson, skipaverkfræðingur sagði að uppleggið við hönnun ferjunnar væri að hún geti siglt í sem mestri ölduhæð, í miklum straumi og í miklum vindi. Öll þessi vandamál eru hönnuðir ferja vanir að fást við. Þessu viðbótar komi síðan grunnsævið við Landeyjahöfn, sem þýði að ferjan þurfi að hafa litla djúpristu sem geri hönnunina extra erfiða. Stefnufesta og stjórnhæfni Stefnufesta ferjunnar er mikilvæg, hún má þó ekki verða of mikil, sagði Jóhannes og benti á td. Titanic sem ekki gat beygt frá ísjökunum. Finna þurfi rétta ballansinn. Þá þurfi ferjan að hafa sem allra minnsta vindmótstöðu, það þýði að hún þurfi að vera eins lág og hægt er og ekki verði mikið af aukahlutum á henni, sem geta aukið vindmótstöðu. Til að stjórnhæfni ferjunnar verði sem best komust menn að þeirri niðurstöðu að heppilegast væri að hún hefði skrúfur, sem snérust í kringum sjálfan sig, svokallaðar Azipull snúningsskrúfur, sem gefa mjög skjót viðbrögð og skjótar hraðabreytingar. 390 farþegar og 60 fólksbílar Ferjan á að geta flutt 390 farþega í ferð sem er nánast sami farþega­ fjöldi og núverandi Herjólfur flytur, utan dagana í kringum Þjóðhátíðina en þá hefur fengist undanþága hjá Samgöngustofu fyrir 525 farþega. Jóhannes sagði að miðað væri við gott aðgengi allra farþega að komast um borð og frá borði og komast um allt skip án þess að þurfa að vera uppá aðstoð komnir. Bæði væru góðir stigar milli hæða og eins lyfta fyrir þá sem ekki ganga sjálfir eða eiga erfitt um gang. Farþegarými verður á einni hæð. Fremst í farþegarýminu verða um 200 hvíldarstólar, sem er þá meira hugsað sem sumarrými. Aftan við það rými sem verður aðskilið með eldvarnarvegg en sem hefur stórar hurðir, yrðu einnig um 200 hvíldarstólar sem yrði þá aðalrýmið á veturnar eða þegar veður eru verri, þar sem meiri hreyfing er framar í skipinu. Þar yrði einnig veitingaaðstaða. Á efstu hæð yrði Borgarafundur vegna byggingu nýs Herjólfs: Ekki óraunhæft að ný ferja verði tilbúin í árslok 2016 :: Á þriðja hundrað manns á kynningarfundi í Höllinni :: Fleiri ferðir :: Minni kostnaður Stýrihópur vegna nýrrar ferju ásamt fulltrúa Polarkonsult. Frá vinstri: Friðfinnur Skaftason, Andrés Sigurðsson, Arne Markusen frá Polar- konsult, Jóhannes Jóhannesson, Sigurður Áss Grétarsson, Hjörtur Emilsson. Fundurinn var fjölmennur, á þriðja hundrað manns kynntu sér hugmyndir um nýja ferju. Samið var við norskt hönnunarfyrirtæki, sem heitir Polarkonsult og er skipahönnunarfyrirtæki í norður Noregi. Er það fyrirtæki nú að hanna ferjuna. Er gert ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki í febrúar 2015. „Ef við verðum sátt við þá hönnun, ætti að vera hægt að bjóða út smíðina í júní 2015. Miðað við 18 mánaða smíðatíma er ekki óraunhæft að smíði ferjunnar væri lokið fyrir árslok 2016.“” GíSlI ValTýSSon gisli@eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.