Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 22.10.2014, Page 8

Fréttir - Eyjafréttir - 22.10.2014, Page 8
° ° 8 Eyjafréttir / Miðvikudagur 22. október 2014 Málþing um sögu spítala og lækna í Eyjum: Merkileg saga sem mætti gera meira úr :: Læknar í Eyjum framarlega á sínu sviði :: Ljósmóðir starfaði sem læknir um tíma Á sunnudag var haldið málþing um sögu spítala og lækna í Eyjum í Sagnheimum. Spítala- saga Vestmannaeyja er um margt forvitnileg en þeir sem tóku til máls voru þau Hjörtur Kristjánsson læknir sem fór yfir sögu sjúkrahúsa og lækna í Vestmannaeyjum, Halldór Gunnlaugsson Axelsson fór yfir ævi afa síns, Halldórs Gunn- laugssonar læknis og Fríða Einarsdóttir fjallaði um föður sinn Einar Guttormsson, lækni. Málþingið var vel sótt en um 70 manns hlýddu á fyrirlestrana. Eftir þá var farið yfir í Ráðhúsið, sem áður var sjúkrahús og húsið skoðað undir forystu Sólveigar Báru Guðnadóttur hjúkrunar- fræðings og fleiri fyrrverandi starfsmanna sjúkrahússins. Að því loknu var svo boðið til kaffisamsætis í Landlyst. Margt forvitnilegt kom fram í máli Hjartar. Hann sagði m.a. frá því að fyrsti læknisembættið á Íslandi hefði verið stofnað upp úr miðri átjándu öld, það er embætti landlæknis. Næstu hálfu öldina var bætt við fimm læknisstöðum og síðan var stofnað til sérstaks læknis­ embættis, þess sjöunda á landinu, árið 1828, í Vestmannaeyjum vegna mikils barnadauða sem hér var þá. Hjörtur sagði að ástandið í Vestmannaeyjum í byrjun 19. aldar hafi ekki verið gott. Íbúar voru undir 200 talsins en voru þrefalt fleiri 200 árum áður. Móðuharð­ indin voru nýlega afstaðin. Vestmannaeyjar voru í einkaeigu Danakonungs og þegar einokunar­ versluninni var aflétt þá voru skip hans öll seld í burtu. Ofan á þetta bættist það að barnadauði var hér mikill. 2 af hverjum 3 lifandi fæddum börnum létust á fyrstu tveimur vikum ævinnar úr sjúkdómi sem kallaður var ginklofi og var af völdum stífkrampabakteríunnar, en ekki var búið að uppgötva bakteríur á þessum tíma. Barist við ginklofa Fyrstu sex læknarnir sem hér störfuðu voru danskir. Hjörtur staldraði við tvo þeirra. Árið 1846 kom hingað danskur læknir að nafni Andreas Steener Iversen Haaland. Hann rannsakaði ginklofann og kom með tillögur til úrbóta. Hann taldi m.a. að hreinlæti væri mikilvægt, lagði til að Sólveig Pálsdóttir yrði send til ljósmæðra­ náms til Danmerkur og að hér yrði stofnað fæðingarheimili og nýburastofa. „Þegar hann fer svo út aftur, þá heldur hann áfram að vinna í málinu í Kaupmannahöfn. Það verður til þess að Peter Anton Schleisner, kemur hingað. Hann tók á málum af festu og kom á fót fæðingarstofnun, sem var í fyrstu í leiguhúsnæði og seinna í viðbygg­ ingu við húsið Landlyst. Sólveig Pálsdóttir var, þegar hér var komið við sögu búin að fara til Kaup­ mannahafnar og læra til ljósmóður og nýkomin heim aftur. Á hinu nýja fæðingarheimili var gætt fyllsta hreinlætis og notuð sérstök naflaolía sem Scleisner læknir hafði kynnt sér og var sótthreinsandi, þótt hann vissi það ekki á þessum tíma. Þetta varð til þess að af þeim 20 börnum sem fæddust á meðan Schleisner var hér dó aðeins eitt, þ.e.a.s. lækkun á dánartíðni úr ca. 70% í 5%. Þetta var mjög merkur áfangi og Vestmannaeyingar voru honum mjög þakklátir.“ Sólveig Pálsdóttir þurfti í þrígang að starfa sem staðgengill læknis þegar hér var læknislaust. Hún hafði hlotið ljósmæðramenntun erlendis sem var fágæt á þessum tíma „Hún flutti svo til Reykjavíkur 1867 og var þá ein af tveimur starfandi ljósmæðrum þar, sem segir okkur hversu margir voru að sinna því hlutverki á landinu öllu.“ Philip Theodor Davidsen tók við embætti 1852 en hann var í raun fyrsti fastskipaði læknirinn sem hingað kom. Þegar hér var komið við sögu búið að breyta umönnun ungbarna til hins betra og naflaolían var í almennri notkun. Konur voru hættar að telja þörf á því að setja börn sín á fæðingarstofnun og Landlyst stóð því auð. Davidsen vildi að þar yrði opnað almennt sjúkrahús og var búinn að fá samþykki landsstjórnarinnar. „Hefði það gengið eftir, þá hefði það verið fyrsta sjúkrahús landsins. En heimamenn lögðust gegn því þar sem þeir töldu ekki fjármagn fyrir hendi til að halda úti rekstri þess,“ sagði Hjörtur en rúmum áratug síðar opnaði fyrsta sjúkrahús landsins í Reykjavík. Fyrsti íslenski læknirinn sem starfaði í Eyjum var svo Magnús Stephensen sem tók við embætti 1863 en lést úr lungnakvilla tveimur árum seinna. Við stöðunni tók þá Þorsteinn Jónsson sem var fyrsti læknirinn sem starfaði hér í lengri tíma eða allt til 1905. Fyrsta sjúkrahúsið 1907 Hjörtur sagði að á meðan hér var ekkert sjúkrahús hafi mörgum sjúklingum verið sinnt í Frydendal á síðasta aldarfjórðungi 19. aldarinnar. Fyrsti spítalinn var svo byggður af Frökkum, Franski spítalinn, en húsið stendur enn við Kirkjuveg 20. Hann var starfræktur á árabilinu 1907­1928. Spítalinn var yfirleitt aðeins opinn yfir vetrarvertíðina og var ætlaður frönskum sjómönnum en aðrir nutu þó góðs af. 1920 hóf bæjarsjóður svo rekstur spítalans í samvinnu við Frakka, þannig að Frakkar sáu um reksturinn hálft árið en bæjarsjóður hinn helming ársins. „Það var vínbann á Íslandi á þessum árum en læknar gátu skrifað upp á vínresept. Halldór Gunn­ laugsson, læknir sem hér var, ritaði m.a. grein um vínnotkun til lækninga í Læknablaðið. Hann var t.d. talsmaður þess að nota sérrí við lungnabólgu,“ sagði Hjörtur. Hann bætti því við að þeir læknar sem hér störfuðu á fyrri helmingi 20. aldarinnar hafi verið framarlega í læknavísindunum á Íslandi á sínum. Halldór er t.d. sá fyrsti sem vitað er til að hafi gefið vökva í æð á Íslandi. „Páll Kolka starfaði hér á árabilinu 1920­1934, m.a. sem sjúkrahússlæknir, en tók þá við embætti héraðslæknis á Blönduósi þar sem hann starfaði í aldarfjórð­ ung. Ólafur Lárusson tók við sem héraðslæknir hér í Eyjum árið 1925. Hann sinnti líka skurðaðgerðum og skrifaði greinar í Læknablaðið um nýjungar á því sviði. Hann gerði t.d. eina af fyrstu tveimur skurðaðgerð­ unum við sprungnu magasári hér á Íslandi. Ólafur starfrækti eigið sjúkrahús í Arnardrangi í tæp 10 ár fyrir seinna stríð. „Páll var líka flinkur skurðlæknir og hann og Ólafur virtust bera mikla virðingu fyrir hvor öðrum þótt deilt hafi verið um aðstöðu á hinu nýja sjúkrahúsi Vestmannaeyinga sem reist var á Stakkagerðistúni og hóf starfsemi 1928.“ Páll gerði fyrstu keisaraaðgerðina í Vestmannaeyjum. Hann hafði aldrei séð slíka aðgerð framkvæmda en las sig til um þetta og hringdi svo til Reykjavíkur og fékk upplýsingar. „Svo var bara náð í skurðborðið á franska spítalanum og það flutt á heimili sjúklingsins því stofan þar var rúmbetri en á franska spítalanum. Sjúklingurinn var Jónína Sigurðardóttir, Hoffelli, sem varð rúmlega níræð. Þetta var jafnframt ellefti keisaraskurðinn á Íslandi og sá síðasti sem gerður var á heimili sjúklings. Páll tók þátt í pólitík, var bæjarfulltrúi og ritstjóri tveggja blaða sem hér komu út.“ Einar Guttormsson tók við stöðu sjúkrahússlæknis af Páli Kolka árið 1934 og var farsæll skurðlæknir hér í tæp 40 ár. Ólafur Halldórsson, sonur Halldórs Gunnlaugssonar, starfaði hér sem læknir í tæp 20 ár um miðja öldina og hann fram­ kvæmdi fyrstu barkaþræðingu sem gerð var við svæfingu hér á landi. Nýtt sjúkrahús hóf starfsemi 1928. Það er nú Ráðhús Vestmannaeyja. Hjörtur sagði m.a. að fjárskortur hafi háð rekstri sjúkrahússins á löngum köflum, en það var rekið af Vestmannaeyjabæ. Núverandi sjúkrahús var svo tekið að fullu í notkun 1974. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru í sögu sjúkrahúsa og lækna í Vestmannaeyjum. Hér störfuðu fjölmargir læknar sem ekki vannst tími til að fjalla sérstaklega um og má þar m.a. nefna héraðslæknana Baldur Johnsen, Örn Bjarnason, Einar Val og Björn Ívar Karlsson en Hjörtur minntist margra þeirra. Þær Selma Guðjónsdóttir (í miðju) og Sólveig Bára Guðnadóttir (til hægri) skoðuðu gamla vinnustaðinn, sem nú er Ráðhús. Með þeim á myndinni er Eydís Sigurðardóttir, framkvæmdarstjóri hjúkruna.Margir höfðu gaman af heimsókninni í Ráðhúsið, sérstaklega þeir sem þar unnu á sínum tíma. Hjörtur Kristjánsson, læknir og Sólveig Fríða Einarsdóttir tóku til máls á málþinginu í Sagnheimum. JúlíuS G. InGaSon julius@eyjafrettir.is Það var vínbann á Íslandi á þessum árum en læknar gátu skrifað upp á vínresept. Halldór Gunnlaugsson, læknir sem hér var, ritaði m.a. grein um vínnotkun til lækninga í Læknablaðið. Hann var t.d. talsmaður þess að nota sérrí við lungna- bólgu ”

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.