Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 22.10.2014, Page 15

Fréttir - Eyjafréttir - 22.10.2014, Page 15
° ° Eyjafréttir / Miðvikudagur 13. ágúst 2014 15 Evrópukeppni kvenna: Yngri flokkarnir: Íþróttir Framundan Föstudagur 24. október Kl. 20:30 Grótta ­ ÍBV 3. flokkur karla ­ 1. deild Laugardagur 25. október Kl. 13:30 ÍBV ­ Selfoss Olís­deild kvenna Kl. 17:00 Haukar ­ ÍBV Olís­deild karla Kl. 11:30 HK ­ ÍBV 3. flokkur karla ­ 1. deild Kl. 14:30 Haukar ­ ÍBV 4. flokkur karla eldri ­ 1. deild Sunnudagur 19. október Kl. 11:30 HK ­ ÍBV 4. flokkur karla eldri ­ 1. deild Kl. 12:30 Fjölnir ­ ÍBV 4. flokkur kvenna eldri ­ 1. deild Kl. 15:00 Afturelding ­ ÍBV 4. flokkur kvenna yngri ­ 1. deild Kl. 12:30 ÍBV ­ Selfoss 3. flokkur kvenna ­ 1. deild Kl. 14:00 ÍBV ­ Haukar 2. flokkur karla ­ forkeppni Stelpurnar okkar héldu út til Ítalíu á miðvikudaginn til þess að keppa tvo leiki gegn ítölsku liði í forkeppni Evrópudeildar. Fyrir ferðina var ljóst að liðið var gríðarlega sterkt og með nokkrar reyndar stelpur sem höfðu áður leikið í Meistaradeildinni. Fyrri leikur liðanna fór fram á föstudag og var mikið jafnræði á með liðunum. Stúlkurnar okkar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik en að honum loknum var staðan 14:14. Í síðari hálfleik fóru stelpurnar illa með færin sín og lokatölur urðu 27:24. Það var því ljóst að erfitt verkefni beið stelpnanna næsta dag. Mörk ÍBV í fyrri leiknum skoruðu Jóna S. Halldórsdóttir 7, Telma Amado 6, Díana Dögg Magnúsdótt­ ir 4, Vera Lopes 3, Ester Óskars­ dóttir 2 og Elín Anna Baldurs ­ dóttir 2. Síðari leikurinn fór, eins og fyrri leikurinn, fram í höll þar sem mikill hiti var og margir stuðningsmenn ítalska liðsins, aðstæður sem stelpurnar þekkja ekki. Í leiknum varð snemma ljóst að stelpurnar myndu ekki ná að vinna upp muninn sem hafði myndast eftir fyrri leikinn. Allar stelpurnar fengu því að spila og tapaðist leikurinn með níu marka mun 34:25. Mörk ÍBV skoruðu Jóna S. Halldórsdóttir 8, Vera Lopes 3, Telma Amado 3, Elín Anna Baldursdóttir 3, Sandra Dís Sigurðardóttir 2, Ester Óskars­ dóttir 2, Bergey Alexandersdóttir 1, Sóley Haraldsdóttir 1 og Ásta Björt Júlíusdóttir 1. Göngu upprétt frá þessu verkefni Við heyrðum aðeins í Jóni Gunn­ laugi Viggóssyni eftir leikinn og spurðum út í ferðina. Hvernig finnst þér stelpurnar hafa staðið sig í heildina? „Stelpurnar stóðu sig vel í að­ stæðum sem þær þekktu ekki. Um 35 stiga hiti í höllinni, sleipur bolti og fjölmargir áhorfendur sem studdu ítalska liðið. Vissulega eiga leikmenn misgóða leiki en yfir heildina litið getum við gengið upprétt frá þessu verkefni.“ Var ítalska liðið einfaldlega of sterkt fyrir ykkur? „Nei, ég get fullyrt að ef þetta lið hefði komið til Íslands og leikið báða leikina í Eyjum þá hefum við farið áfram.“ Hver er helsti munurinn á þessu ítalska liði og liðum á Íslandi? „Liðin voru ekkert ósvipuð en Salerno var með mjög reynda leikmenn sem léku meðal annars í Meistaradeildinni í fyrra, slíkt vegur þungt. Á meðan okkar stelpur voru flestar að leika sínu fyrstu leiki í Evrópukeppni.“ Á þetta ævintýri ekki eftir að reynast stelpunum gott í fram- tíðinni? „Alveg klárlega, ferðin til Ítalíu var frábær og vel hugsað um okkur. Þessi ferð mun seint gleymast.“ Sástu hluti í leik stelpnanna þinna sem þú getur lagað fyrir komandi leiki í Olís-deildinni? „Það er alltaf eitthvað sem gera má betur og alltaf eitthvað sem bæði leikmenn og þjálfarar vilja bæta. Við munum vinna í sameiningu að því að koma sem best undirbúin í leiki og í því felst að vera betri í dag en í gær.“ Telurðu liðið eiga möguleika að komast í Evrópukeppnina að ári? „Liðið mun komast í Evrópukeppn­ ina á næsta ári.“ Bleikur leikur á laugardag ÍBV tekur á móti Selfossi næst­ komandi laugardag í Olísdeildinni en leikur liðanna hefst klukkan 13:30. Um sérstakan góðgerðarleik er að ræða, bleikan leik í tilefni átaks Krabbameinssambands Íslands í októbermánuði varðandi krabbamein í konum. Litur átaksins er bleikur og eru áhorfendur hvattir til að styrkja gott málefni, mæta á leikinn í bleiku en allur ágóði leikjarins rennur til Krabbavarnar í Vestmannaeyjum. ÍBV er í 3. sæti deildarinnar en Selfoss í 6. Töpuðu tvívegis fyrir Salerno - Ekki með betra lið en við segir þjálfarinn - ÍBV verður aftur í Evrópukeppni að ári Flottur sigur 3. flokks á Selfossi - 2. flokkur karla tryggði sér sæti í 1. deild Mjög heitt var í keppnishöllinni í Ítalíu og aðstæður nokkuð framandi fyrir ungt og efnilegt lið ÍBV. Knattspyrna: Gauti bestur hjá KFS Lokahóf KFS var haldið á dögunum á Kaffi Kró. KFS missti naumlega af sæti í 3. deild þegar liðið tapaði fyrir Kára í undanúrslitum 4. deild­ ar en tvö lið komust upp, Kári og Álftanes. KFS hafði hins vegar betur gegn Þrótti Vogum í leik um þriðja sætið, þannig að þrátt fyrir að Eyjamenn hafi ekki komist upp, var árangur KFS í sumar góður. KFS sló m.a. 2. deildarlið Gróttu út úr bikarnum en tapaði svo fyrir 1. deildarliði Þróttar. Á lokahófinu voru veitt nokkur verðlaun eins og vanalega. Gauti Þorvarðarson var valinn leikmaður ársins en Gauti sló markametið hjá félaginu með því að skora 21 mark í deildinni, auk 8 marka í bikar og deildarbikar. Tryggvi Guðmunds­ son var svo næst markahæstur hjá KFS í sumar með 16 mörk en Tryggvi er jafnframt næst marka­ hæsti leikmaður Íslandsmótsins frá upphafi. Þá var hann fyrirliði KFS, besti nýliðinn og næst besti leikmaðurinn. Hallgrímur Þórðar­ son var valinn efnilegastur, Valur Smári Heimisson sýndi mestar framfarir, Hilmar Björnsson var prúðasti leikmaður KFS og Trausti Hjaltason bætti leikjamet KFS en hann hefur spilað 168 leiki fyrir félagið. Lið ársins var valið en það skipa eftirfarandi: Fannar; Himmi, Jónas, Smári, Trausti; Ingó, Bjarni Rúnar, Gaui og Jói; Tryggvi og Gauti. Varamenn: Einar, Gummi Geir, Hjalti J, Auðunn, Pétur Geir, Venni og Stefán Björn en miðað er við leikjafjölda. Síðast en ekki síst varð KFS Íslandsmeistari í tveimur deildum af þremur í getraunastarf­ inu, sem er helsta tekjulind félagsins. Yngri flokkar félagsins léku nokkra leiki um helgina en 3. flokkur tók á móti mjög sterku liði Selfossar sem hefur farið mikinn í þessum aldursflokki undanfarin ár. Selfyssingarnir voru þó aldrei fyrirstaða fyrir strákana sem leiddu með fjórum mörkum í hálfleik og unnu svo að lokum öruggan sigur með þrjátíu mörkum gegn tuttugu. Mörk strákana skoruðu Hákon Daði Styrmisson og Nökkvi Dan Elliðason sem skoruðu sjö mörk hvor, Friðrik Hólm Jónsson skoraði fimm en það gerði Logi Snædal Jónsson einnig. Elliði Snær Viðarsson skoraði fjögur mörk og Páll Eydal Ívarsson skoraði tvö. Andri Ísak Sigfússon varði nítján skot í markinu eða 49% þeirra skota sem rötuðu á markið. 2. flokkur félagsins tryggði sér sæti í 1. deild með stæl um helgina þegar Stjörnustrákar komu í heimsókn. ÍBV byrjaði leikinn miklu betur og leiddu með átta marka forystu í hálfleik. Markmið síðari hálfleiks var að vinna hann einnig en það gekk ekki upp og voru 33:28 lokatölur. Bergvin Haraldsson átti stórleik á línunni og skoraði úr öllum átta skotum sínum. Svanur Páll Vilhjálmsson skoraði sex mörk, Dagur Arnarsson fimm, Arnar Gauti Grettisson fimm, Svavar Kári Grétarsson þrjú, Hallgrímur Júlíusson þrjú, Patrick Maximilian Rittmüller tvö og Magnús Karl Magnússon eitt. Guðmundur Tómas Sigfússon varði 22 skot í markinu sem gera 44% markvörslu. Með þessum sigri eru strákarnir eins og áður segir búnir að tryggja sæti sitt í fyrstu deild en þar munu allir flokkar ÍBV leika á tímabilinu, alveg frá 2. flokki karla niður í 6. flokk kvenna. Strákarnir í 4. flokki töpuðu með þriggja marka mun gegn ÍR­ingum en þeir hefðu getað jafnað metin þegar 40 sekúndur voru eftir úr vítakasti. Eftir að vítið klikkaði skoruðu ÍR­ingar tvö auðveld mörk og unnu leikinn. Stelpurnar í 4. flokki mættu Íslandsmeisturum síðasta árs, Haukum, í fyrsta leik tímabilsins. Það sást vel að um fyrsta leik stelpnanna var að ræða en hann tapaðist með tíu marka mun 16:26. Eva Aðalsteinsdóttir skoraði tólf af sextán mörkum stelpnanna. Hákon Daði Styrmisson hefur farið mikinn undanfarið en hann skoraði sjö mörk með 3. flokki og hefur undanfarið nýtt vel þau tækifæri sem hann hefur fengið með meistaraflokki. Hákon Daði er mjög efnilegur. Olísdeild karla: Valur - ÍBV Karlaliðs ÍBV beið erfitt verkefni í Vodafone-höllinni þegar þeir sóttu meistaraefni Valsmanna heim. Leiknum lauk 30:24 eftir að Valsmenn höfðu farið frábær- lega af stað og leitt með sautján mörkum gegn níu í hálfleik. Eyjamenn skoruðu þrjú af fyrstu fimm mörkum leiksins en eftir það kom rosalegur kafli. Á þessum kafla skoruðu Valsmenn níu mörk gegn engu og eftir það áttu Eyjamenn erfitt uppdráttar. Í síðari hálfleik girtu strákarnir sig í brók en það var ekki nóg og sigldu heimamenn því sex marka sigri í höfn. Theodór Sigurbjörnsson var markahæstur með tíu mörk, Hákon Daði Styrmisson skoraði fjögur og Einar Sverrisson þrjú. Strákarnir eru því í 5. sæti deildarinnar með sjö stig eftir sjö umferðir. Næsti leikur er gegn Haukum á Ásvöllum á laugardag. Seinast þegar Eyjamenn fóru þangað endaði það mjög vel, svo vægt sé til orða tekið. Olísdeild karla Afturelding 7 6 1 0 169:147 13 ÍR 7 4 2 1 187:174 10 FH 7 4 1 2 188:173 9 Valur 7 4 1 2 180:170 9 ÍBV 7 3 1 3 195:194 7 Haukar 7 2 3 2 169:169 7 Akureyri 7 3 0 4 181:179 6 Fram 7 2 0 5 152:178 4 Stjarnan 7 1 1 5 178:192 3 HK 7 1 0 6 178:201 2 Sáu aldrei til sólar gegn Valsmönnum - Sækja Hauka heim á laugardag Einar Sverrisson skoraði þrjú gegn Valsmönnum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.