Fréttir - Eyjafréttir - 22.10.2014, Side 16
°
°
S ími 481-1300 : : f re t t i r@ey ja f re t t i r. i s
Eyjafréttir
Kjarnafæði lambahryggur ófrosin
verð nú kr/kg 1998,-
verð áður kr/kg 2588,-
Lambi eldhúsrúllur 4 stk
verð nú kr 548,-
verð áður kr 698,-
Kjarnafæði súpukjöt ófrosið
verð nú kr/kg 898,-
verð áður kr/kg 1198,-
Rollo 3 stk
verð nú kr 298,-
verð áður kr 398,-
Merrild kaffi 103 500 gr
verð nú kr 698,-
verð áður kr 998,-
Kjarnafæði Lambalæri ófrosið
verð nú kr/kg 1998,-
verð áður kr/kg 2588,-
B
ir
ti
st
m
eð
fy
ri
rv
ar
a
um
in
ns
lá
tt
ar
vi
ll
ur
o
g
m
yn
da
br
en
gl
Opið Mán-fös kl. 7.30-19.00 / lau. kl. 10-19 / Sun kl. 11-19
ViKutilBoð
21.-28. október 2014
SuShi frá osushi
Kemur til okkar föstudaga kl. 17.30
tökum niður pantanir !
SS lambalæri frosið
verð nú kr/kg 1298,-
verð áður kr/kg 2198,-
Búrfells pepperoni box
verð nú kr 198,-
verð áður kr 298,-
Samhentir. Knattspyrnuráðsmennirnir Hannes Gústafsson, Óskar Ólafsson og Ingi Sigurðsson, ásamt hinum
nýráðna þjálfara karlaliðs ÍBV, Jóhannesi Þór Harðarsyni.
Skagamaðurinn Jóhannes Þór
Harðarson tekur við þjálfun
karlaliðs ÍBV af Sigurði Ragnari
Eyjólfssyni, sem hætti eftir síðasta
leik liðsins í haust. Þetta er þriðja
haustið í röð sem Eyjamenn
þurfa að finna nýjan þjálfara en
við undirritun samningsins við
Jóhannes Þór, sagði Ingi Sigurðs-
son í knattspyrnuráði að mark-
miðið hefði verið að finna þjálfara
til lengri tíma og mann sem væri
tilbúinn að flytja til Vestmanna-
eyja.
„Við erum gríðarlega ánægðir með
að ljúka því að finna þjálfara. Það
hefur verið slæmt fyrir ÍBV að standa
í því síðustu þrjú ár að ráða nýjan
þjálfara. Því vildum við vanda okkur
í að finna þjálfara sem gæti verið
hérna lengur en til eins árs og fá
þjálfara sem við treystum til að
byggja upp liðið. Jóhannes er þessi
þjálfari sem við vorum að leita að og
það má segja að frá fyrstu sam
skiptum hafi verið góður samhljómur
með hugmyndum knattspyrnuráðs og
Jóhannesar og því förum við spenntir
inn í þetta samstarf,“ sagði Ingi í
samtali við Eyjafréttir.
Gleði, barátta og kraftur
„Við lögðum mikla áherslu á að
Jóhannes muni búa hér í Eyjum og
hann mun koma hingað með sína
fjölskyldu, eiginkonu og þrjár dætur.
Eins og staðan er í dag, er stærsti
hluti leikmanna búsettur í Eyjum en
auðvitað sinnum við áfram þeim
leikmönnum sem eru á höfuðborgar
svæðinu. Markmið nýs knattspyrnu
ráðs er að það verði skemmtileg
umgjörð á leikjum ÍBV og það verði
gaman fyrir stuðningsmenn að koma
á völlinn. ÍBV á að standa fyrir
gleði, baráttu og kraft en fyrst og
fremst eigum við að tefla fram liðið
sem við getum verið stolt af, bæði
við stuðningsmenn og leikmenn.
Ingi segir að ráðið hafi lagt fram
áherslur varðandi uppbyggingu á
liðinu sem Jóhannes var sammála.
„Það sem er gríðarlega ánægjulegt er
að áhersla verður lögð á að byggja
upp lið þar sem ungir leikmenn fá
tækifæri til að eflast og styrkjast en á
sama tíma ætlum við að tefla fram
liði sem mun festa sig í sessi í
Pepsídeildinni. Við sem þekkjum
Jóhannes frá því að hann var
leikmaður vitum hvernig hann hugsar
fótboltann. Hann vill láta boltann
ganga manna á milli en á sama tíma
var hann ósérhlífinn, lagði sig allan
fram en hafði um leið gaman af því
að spila. Þetta eru þau einkenni sem
við viljum sjá ÍBV liðið standa fyrir,
barátta, gleði og skemmtilegur
fótbolti.
Ráðningin skilaboð
til leikmanna
Eftir tímabilið hafa fjölmargir
leikmenn ÍBV liðsins verið orðaðir
við önnur lið og sumir hafa þegar
kvatt liðið eins og þeir Jökull
Elísabetarson og Atli Fannar
Jónsson. „Það er nú ekki útséð með
leikmannamál, hvernig þau enda. En
skilaboð okkar til þeirra leikmanna
sem eru óvissir eru mjög skýr. Við
erum hérna að ráða metnaðarfullan
þjálfara sem hefur reynslu frá Noregi
í þjálfun, auk þess sem hann lék í
mörg ár sem atvinnumaður erlendis.
Við viljum sem minnstar breytingar á
hópnum fyrir næsta sumar,“ sagði
Ingi að lokum.
Viðtal við hinn nýráðna þjálfara má
finna á vef Eyjafrétta en þar segir
hann að ráðningin hafi ekki átt
langan aðdraganda. Hann segist hafa
fylgst með íslenska boltanum úr
fjarlægð í sinni 13 ára veru erlendis.
Förum spenntir inn í
samstarfið við Jóhannes
:: Ingi Sigurðsson í knattspyrnuráði telur ÍBV hafa
fundið þjálfara til lengri tíma :: Þriðji nýi þjálfarinn á
jafn mörgum árum :: Ungir leikmenn fá tækifærið
JúlíuS G. InGaSon
julius@eyjafrettir.is