Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 22.04.2015, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 22.04.2015, Blaðsíða 4
4 Eyjafréttir / Miðvikudagur 22. apríl 2015 V Elskuleg móðir mín og amma okkar Sigurlaug Ólafsdóttir, Frá Reynistað Andaðist á Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum mánudaginn 13. apríl Útförin fer fram frá Landakirkju, laugardaginn 25.apríl kl 14:00 Íris Sigurðardóttir, Sigurlaug og Jóhann Gunnar Matgæðingur vikunnar Ég þakka einum af ástsælustu rökurum og bassaleikurum, sem Eyjarnar hafa alið, fyrir þennan bjarnargreiða. Mexíkósk pönnu- kökuterta. Ástæða þessarar uppskriftar er sú að ég las reglulega bókina, Pönnuköku- tertan eftir Svend Nordqvist á Rauðagerði (þá barnaheimili) og er ég kom heim eftir vinnu einn daginn átti ég ýmislegt í ísskápnum og víðar. Þetta sló svo í gegn að 4 til 5 ára sonur minn, Eysteinn, pantaði þetta í afmælið sitt sem var og er gert æ síðan. Mexikósk pönnukökuterta 500 gr nautahakk 1 laukur. 1 dós niðursoðnir tómatar (túmatar segja sumir Vestmannaeyingar) 1 lítil dós tómataþykkni 1 teningur nautakraftur, leystur upp í bolla af heitu vatni. 1/2 paprika 1 ferskt chili (ath. að fræin ákvarða styrkleikann). Eða nota duft (chili flakes) 2 tsk. cummin (betra að mala fræ, (cummin seeds) í mortéli. 2. tsk. koriander (munið að þetta eru Yin og Yang matreiðslu) þ.e.a.s cummin og koriander. Ferskt koriander er best og nóg af því. 1 dós nýrnabaunir (kidney beans) helmingurinn stappaður. Best að leggja baunirnar í vatn yfir nótt, skifta um vatn og sjóða í ca 45 mín. 1-4 hvítlauksrif, smátt skorin eða marin. Steikið kjötið á pönnu og búið til „Chili con carne“ að eigin ósk úr ofantöldu. Ostasósa 100-150 gr smjör . 2 msk. hveiti. Rjómaostur og mjólk til að búa til ostasósu (bechamel). Afgangs ostar og hvaðeina er kjörið. Salsa: 1 krukka salsasósa (mild, medium eða hot) eða það sem betra er: 4-5 ferskir tómatar, afhýddir með því að leggja þá stundarkorn í sjóðandi vatn í potti og taka upp er sprungur myndast (1-3 mín). Grófskera þá ásamt rauðlauk, hvítlauk, papriku, cummin, koriander og chili. Leggið stóra tortilla pönnuköku í botninn á smurðu hringlaga formi (pie form). Búið til lög eins og lasagne (þ.e. kjötsósa, ostasósa, salsa, tortilla o.s.frv. Þekið þar eftir með osti og bakið í ofni við 180 gráður í u.þ.b. 30-40 mín eða þar til allt er orðið gullinbrúnt. Með þessu þarf nánast ekki neitt nema salat að eigin vali. Mæli með að lauma smávegis af smátt skornum döðlum og ristuðum heslihnetum með. Góðar stundir. Ég skora á Jarl Sigurgeirsson þar sem hann situr með sárt „gastró- nómískt" ennið. Mexíkósk pönnuköku- terta klikkar ekki Eyvindur Steinarsson er matgæðingur vikunnar: Á Degi bókarinnar, sumardaginn fyrsta 23. apríl. Málþing í Einarsstofu í Safnahúsi kl. 13-15. Bók Íslands, sagnaarfurinn í nútímanum. Vésteinn Ólason: Eddukvæðin og hetjurnar. Einar Kárason: Að kljást við klassíkina. Guðni Ágústsson: Ástríða til sagnaarfsins. Sjá nánar annars staðar í blaðinu. Allir hjartanlega velkomnir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.