Fréttir - Eyjafréttir - 22.04.2015, Blaðsíða 16
16 Eyjafréttir / Miðvikudagur 22. apríl 2015
StarfSfólk óSkaSt
Pósturinn í Vestmannaeyjum óskar eftir að ráða
starfsfólk í sumarafleysingar.
Óskað er eftir jákvæðum einstaklingum með ríka
þjónustulund sem eiga auðvelt með samskipti.
Nánari upplýsingar veitir Sigríður Diljá Magnúsdóttir
stöðvarstjóri, á staðnum og í síma: 825-1124
Íslandspóstur hf
framkvæmdaStjóri
Staða framkvæmdastjóra Fiskmarkaðs Vestmannaeyja er laus til umsóknar. Framkvæmda-
stjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri markaðarins og gerir rekstraráætlanir, sinnir uppgjörs-
málum gagnvart stjórn auk annarra starfa sem til falla við rekstur markaðarins.
Framkvæmdastjóri þarf að vera með góða tölvukunnáttu, þjónustulund og góða menntun
sem nýtist honum í fjölbreytilegu starfi.
Umsóknum skal skila til Fiskmarkaðs Vestmannaeyja hf., Friðarhöfn Vestmannaeyjum –
merkt starfsumsókn.
Einnig hægt að senda umsókn á
póstfangið eh@isfelag.is.
Upplýsingar um starfið gefur Eyþór
Harðarson, stjórnarformaður FMV.
Umsóknarfrestur er til 30. apríl.
Vestmannaeyjabær
óskar eftir húsverði
í fullt starf
Meginviðfangsefni er eftirlit með húseignum, húsbúnaði og
lóð Grunnskóla Vestmannaeyja og fleiri fasteignum bæjar-
félagsins
Við leitum að metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi
sem lætur sér annt um skólann okkar, getur séð um minni
háttar viðgerðir og viðhald á því húsnæði sem hann ber
ábyrgð á og er lipur í mannlegum samskiptum.
Iðnaðarmenntun og/eða reynsla af viðhaldi húseigna er
æskileg.
Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar er að fá hjá Jóni Péturssyni fram-
kvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs í síma 488 2000
eða netfangið jonp@vestmannaeyjar.is
Umsóknarfrestur er til 24. apríl nk.
Umsóknum skal skilað til þjónustuvers Ráðhúss
merkt: „Húsvörður GRV“.
Jón Pétursson framkvæmdastjóri
fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar
Vestmannaeyjabær
Ráðhúsinu | 902 Vestmannaeyjum | kt. 690269-0159,
sími 488 2000 | fax 488 2001 | www.vestmannaeyjar.is
ÍBúð tIl lEIGU
Um er að ræða íbúð fyrir 2 til 4,
skammtíma- og helgarleiga.
Upplýsingar í síma 896-8827
eða elarn@simnet.is
Landakirkja
Miðvikudagur 29. apríl:
Kl. 17.30. Kyrrðarbæn í Landakirkju.
Kl. 19.30. OA fundur í Safnaðarheim-
ilinu, uppi.
Fimmtudagur 23. apríl,
sumardagurinn fyrsti:
Sumarfrí og sól í hjarta.
Föstudagur 24. apríl:
Kl. 11-12. Viðtalstímar presta alla virka
daga í Safnaðarheimilinu.
Vaktsími er 488 1508. Sr. Guðmundur
Örn og sr. Kristján.
Kl. 13 og 14.40. Æfing, Litlir lærisveinar
og Stúlknakórinn.
Laugardagur 25. apríl:
Kl. 14. Útför, Sigurlaug Ólafsdóttir.
Kl. 17. Vorboðinn ljúfi. Tónleikar Kórs
Flensborgarskólans í Hafnarfirði í
Safnaðarheimilinu. Stjórnandi Hrafn-
hildur Blomsterberg.
Kórinn heimsækir líka Hraunbúðir og
Framhaldsskólann og kemur fram á
vorhátíðinni á sunnudag. Aðgangseyrir er
1.000,- en frítt fyrir nemendur undir
tvítugu.
Sunnudagur 26. apríl:
Kl. 12. Vorhátíð Landakirkju með
fjölskylduguðsþjónustu og leikjum og
viðburðum á eftir með grilluðum pylsum
undir suðurvegg á kirkjutorginu
í boði sóknarinnar. Barnafræðarar,
leiðtogar, æskulýðsfulltrúi, prestar,
starfsfólk og sóknarnefnd í hlutverki á
uppskeruhátíð safnaðarstarfsins.
Allir hópar og sunnudagaskóli syngja og
taka þátt, Æskulýðsfélagið, Kirkjustarf
fatlaðra, Litlir lærisveinar, Kór
Landakirkju og Kór Flensborgarskóla
syngja og prestarnir þjóna fyrir altari.
Stjórnendur kóranna eru Kitty Kovács og
Hrafnhildur Blomsterberg.
Kl. 20. Fundur í Æskulýðsfélaginu í
Safnaðarheimilinu. Gísli.
Þriðjudagur 28. apríl:
Kl. 20. Kvenfélagssamvera í Safnaðar-
heimilinu. Sólrún Helgadóttir og
Guðrún Sveinbjarnardóttir.